Langar þig að vita hversu góður leikmaður Larry Bird var? | Sjáðu þetta myndband Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. desember 2016 23:30 Larry Bird. Mynd/Samsett frá Getty Flestir nefna leikmenn eins og þá Michael Jordan, Kareem Abdul-Jabbar, Wilt Chamberlain, Magic Johnson eða jafnvel LeBron James þegar talist berst af hverjir séu besti leikmaður NBA í sögunni. Einn leikmaður sem ætti aldrei að gleymast í slíkri upptalningu er þó Larry Bird. Larry Bird átti ótrúlegan feril í NBA-deildinni með liði Boston Celtics og sýndi öðrum fremur hversu langt er hægt að ná með dugnaði, elju og útsjónarsemi þegar líkamlegu hæfileikarnir eru kannski ekki fyrsta flokks. Larry Bird var ekki neitt sérstaklega fljótur eða með mikinn stökkkraft. Hann komst hinsvegar oftast þangað sem hann vildi komast og las auk þess varnir mótherjanna eins og opna bók. Larry Bird hélt upp á sextugaafmælið sitt í vikunni (7. desember) og NBA-deildinni sendi honum þá afmælisgjöf að kynna hann fyrir yngri aðdáendum sínum með því að setja magnað tilþrifa-myndband með kappanum inn á Youtube-síðuna sína. Larry Bird lék í þrettán tímabil í NBA-deildinni frá 1979 til 1992 en varð þá að leggja skóna á hilluna vegna erfiðra bakmeiðsla. Bird fórnaði skrokknum allan sinn feril og það eru ekki fáir stjörnuleikmenn sem voru tilbúnir að ganga eins langt í því og hann. Ruslatal Larry Bird var líka heimsfrægt en það besta við það var að hann stóð síðan alltaf við stóru orðin inn á vellinum. Larry Bird var mjög fjölhæfur leikmaður og einnig afar öflugur liðsmaður. Hann spilaði félagana miskunnarlaust uppi. Meðaltöl Larry Bird á þessum þrettán árum voru 24,3 stig, 10,0 fráköst og 6,3 stoðsendingar að meðaltali í leik. Hann var kosinn besti leikmaður NBA-deildarinnar þrjú tímabil í röð frá 1984 til 1986 og var þrisvar sinnum NBA-meistari eða árin 1981, 1984 og 1986. Þegar Larry Bird var kosinn bestur 1983-84 þá var hann með 24,2 stig, 10,1 frákast og 6,6 stoðsendingar að meðaltali í leik, þegar hann var kosinn bestur árið eftir þá var hann með 28,7 stig, 10,5 fráköst og 6,6 stoðsendingar að meðaltali í leik og síðasta tímabilið þegar hann var valinn bestur (1985-86) þá var þessi magnaði leikmaður með 25,8 stig, 9,8 fráköst og 6,8 stoðsendingar að meðaltali í leik. Fyrir þá sem langar til að fræðast um hversu góður leikmaður Larry Bird var á sínum tíma þá er tilvalið að skoða þetta flotta afmælismyndband hér fyrir neðan. NBA Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Sjá meira
Flestir nefna leikmenn eins og þá Michael Jordan, Kareem Abdul-Jabbar, Wilt Chamberlain, Magic Johnson eða jafnvel LeBron James þegar talist berst af hverjir séu besti leikmaður NBA í sögunni. Einn leikmaður sem ætti aldrei að gleymast í slíkri upptalningu er þó Larry Bird. Larry Bird átti ótrúlegan feril í NBA-deildinni með liði Boston Celtics og sýndi öðrum fremur hversu langt er hægt að ná með dugnaði, elju og útsjónarsemi þegar líkamlegu hæfileikarnir eru kannski ekki fyrsta flokks. Larry Bird var ekki neitt sérstaklega fljótur eða með mikinn stökkkraft. Hann komst hinsvegar oftast þangað sem hann vildi komast og las auk þess varnir mótherjanna eins og opna bók. Larry Bird hélt upp á sextugaafmælið sitt í vikunni (7. desember) og NBA-deildinni sendi honum þá afmælisgjöf að kynna hann fyrir yngri aðdáendum sínum með því að setja magnað tilþrifa-myndband með kappanum inn á Youtube-síðuna sína. Larry Bird lék í þrettán tímabil í NBA-deildinni frá 1979 til 1992 en varð þá að leggja skóna á hilluna vegna erfiðra bakmeiðsla. Bird fórnaði skrokknum allan sinn feril og það eru ekki fáir stjörnuleikmenn sem voru tilbúnir að ganga eins langt í því og hann. Ruslatal Larry Bird var líka heimsfrægt en það besta við það var að hann stóð síðan alltaf við stóru orðin inn á vellinum. Larry Bird var mjög fjölhæfur leikmaður og einnig afar öflugur liðsmaður. Hann spilaði félagana miskunnarlaust uppi. Meðaltöl Larry Bird á þessum þrettán árum voru 24,3 stig, 10,0 fráköst og 6,3 stoðsendingar að meðaltali í leik. Hann var kosinn besti leikmaður NBA-deildarinnar þrjú tímabil í röð frá 1984 til 1986 og var þrisvar sinnum NBA-meistari eða árin 1981, 1984 og 1986. Þegar Larry Bird var kosinn bestur 1983-84 þá var hann með 24,2 stig, 10,1 frákast og 6,6 stoðsendingar að meðaltali í leik, þegar hann var kosinn bestur árið eftir þá var hann með 28,7 stig, 10,5 fráköst og 6,6 stoðsendingar að meðaltali í leik og síðasta tímabilið þegar hann var valinn bestur (1985-86) þá var þessi magnaði leikmaður með 25,8 stig, 9,8 fráköst og 6,8 stoðsendingar að meðaltali í leik. Fyrir þá sem langar til að fræðast um hversu góður leikmaður Larry Bird var á sínum tíma þá er tilvalið að skoða þetta flotta afmælismyndband hér fyrir neðan.
NBA Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Sjá meira