Langar þig að vita hversu góður leikmaður Larry Bird var? | Sjáðu þetta myndband Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. desember 2016 23:30 Larry Bird. Mynd/Samsett frá Getty Flestir nefna leikmenn eins og þá Michael Jordan, Kareem Abdul-Jabbar, Wilt Chamberlain, Magic Johnson eða jafnvel LeBron James þegar talist berst af hverjir séu besti leikmaður NBA í sögunni. Einn leikmaður sem ætti aldrei að gleymast í slíkri upptalningu er þó Larry Bird. Larry Bird átti ótrúlegan feril í NBA-deildinni með liði Boston Celtics og sýndi öðrum fremur hversu langt er hægt að ná með dugnaði, elju og útsjónarsemi þegar líkamlegu hæfileikarnir eru kannski ekki fyrsta flokks. Larry Bird var ekki neitt sérstaklega fljótur eða með mikinn stökkkraft. Hann komst hinsvegar oftast þangað sem hann vildi komast og las auk þess varnir mótherjanna eins og opna bók. Larry Bird hélt upp á sextugaafmælið sitt í vikunni (7. desember) og NBA-deildinni sendi honum þá afmælisgjöf að kynna hann fyrir yngri aðdáendum sínum með því að setja magnað tilþrifa-myndband með kappanum inn á Youtube-síðuna sína. Larry Bird lék í þrettán tímabil í NBA-deildinni frá 1979 til 1992 en varð þá að leggja skóna á hilluna vegna erfiðra bakmeiðsla. Bird fórnaði skrokknum allan sinn feril og það eru ekki fáir stjörnuleikmenn sem voru tilbúnir að ganga eins langt í því og hann. Ruslatal Larry Bird var líka heimsfrægt en það besta við það var að hann stóð síðan alltaf við stóru orðin inn á vellinum. Larry Bird var mjög fjölhæfur leikmaður og einnig afar öflugur liðsmaður. Hann spilaði félagana miskunnarlaust uppi. Meðaltöl Larry Bird á þessum þrettán árum voru 24,3 stig, 10,0 fráköst og 6,3 stoðsendingar að meðaltali í leik. Hann var kosinn besti leikmaður NBA-deildarinnar þrjú tímabil í röð frá 1984 til 1986 og var þrisvar sinnum NBA-meistari eða árin 1981, 1984 og 1986. Þegar Larry Bird var kosinn bestur 1983-84 þá var hann með 24,2 stig, 10,1 frákast og 6,6 stoðsendingar að meðaltali í leik, þegar hann var kosinn bestur árið eftir þá var hann með 28,7 stig, 10,5 fráköst og 6,6 stoðsendingar að meðaltali í leik og síðasta tímabilið þegar hann var valinn bestur (1985-86) þá var þessi magnaði leikmaður með 25,8 stig, 9,8 fráköst og 6,8 stoðsendingar að meðaltali í leik. Fyrir þá sem langar til að fræðast um hversu góður leikmaður Larry Bird var á sínum tíma þá er tilvalið að skoða þetta flotta afmælismyndband hér fyrir neðan. NBA Mest lesið Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Fótbolti „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Fótbolti Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Daníel stekkur á EM í kvöld: „Legg allt í sölurnar á brautinni“ Sport Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dagskráin: Reykjavíkurslagur í Bónus deildinni og Orri spilar á móti Man Utd Sport Fleiri fréttir „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Sjá meira
Flestir nefna leikmenn eins og þá Michael Jordan, Kareem Abdul-Jabbar, Wilt Chamberlain, Magic Johnson eða jafnvel LeBron James þegar talist berst af hverjir séu besti leikmaður NBA í sögunni. Einn leikmaður sem ætti aldrei að gleymast í slíkri upptalningu er þó Larry Bird. Larry Bird átti ótrúlegan feril í NBA-deildinni með liði Boston Celtics og sýndi öðrum fremur hversu langt er hægt að ná með dugnaði, elju og útsjónarsemi þegar líkamlegu hæfileikarnir eru kannski ekki fyrsta flokks. Larry Bird var ekki neitt sérstaklega fljótur eða með mikinn stökkkraft. Hann komst hinsvegar oftast þangað sem hann vildi komast og las auk þess varnir mótherjanna eins og opna bók. Larry Bird hélt upp á sextugaafmælið sitt í vikunni (7. desember) og NBA-deildinni sendi honum þá afmælisgjöf að kynna hann fyrir yngri aðdáendum sínum með því að setja magnað tilþrifa-myndband með kappanum inn á Youtube-síðuna sína. Larry Bird lék í þrettán tímabil í NBA-deildinni frá 1979 til 1992 en varð þá að leggja skóna á hilluna vegna erfiðra bakmeiðsla. Bird fórnaði skrokknum allan sinn feril og það eru ekki fáir stjörnuleikmenn sem voru tilbúnir að ganga eins langt í því og hann. Ruslatal Larry Bird var líka heimsfrægt en það besta við það var að hann stóð síðan alltaf við stóru orðin inn á vellinum. Larry Bird var mjög fjölhæfur leikmaður og einnig afar öflugur liðsmaður. Hann spilaði félagana miskunnarlaust uppi. Meðaltöl Larry Bird á þessum þrettán árum voru 24,3 stig, 10,0 fráköst og 6,3 stoðsendingar að meðaltali í leik. Hann var kosinn besti leikmaður NBA-deildarinnar þrjú tímabil í röð frá 1984 til 1986 og var þrisvar sinnum NBA-meistari eða árin 1981, 1984 og 1986. Þegar Larry Bird var kosinn bestur 1983-84 þá var hann með 24,2 stig, 10,1 frákast og 6,6 stoðsendingar að meðaltali í leik, þegar hann var kosinn bestur árið eftir þá var hann með 28,7 stig, 10,5 fráköst og 6,6 stoðsendingar að meðaltali í leik og síðasta tímabilið þegar hann var valinn bestur (1985-86) þá var þessi magnaði leikmaður með 25,8 stig, 9,8 fráköst og 6,8 stoðsendingar að meðaltali í leik. Fyrir þá sem langar til að fræðast um hversu góður leikmaður Larry Bird var á sínum tíma þá er tilvalið að skoða þetta flotta afmælismyndband hér fyrir neðan.
NBA Mest lesið Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Fótbolti „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Fótbolti Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Daníel stekkur á EM í kvöld: „Legg allt í sölurnar á brautinni“ Sport Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dagskráin: Reykjavíkurslagur í Bónus deildinni og Orri spilar á móti Man Utd Sport Fleiri fréttir „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Sjá meira