Innlent

Austfirðingur með nýjar upplýsingar í Geirfinnsmálinu

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Guðmundar og Geirfinnsmálið fyrir Hæstarétti í janúar 1980. Erla Bolladóttir sést fremst á myndinni.
Guðmundar og Geirfinnsmálið fyrir Hæstarétti í janúar 1980. Erla Bolladóttir sést fremst á myndinni. Mynd/Ljósmyndasafn Reykjavíkur
Starfsmenn Lögreglunnar á Austurlandi tóku á dögunum skýrslu af karlmanni sem taldi sig hafa upplýsingar varðandi Geirfinnsmálið. Þriðji aðili hafði samband við Davíð Þór Björgvinsson, settan ríkissaksóknara vegna endurupptökubeiðna í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu, og lét vita af manninum sem vildi koma upplýsingunum á framfæri.

RÚV greindi frá skýrslutökunni í dag þar sem fram kom að maðurinn taldi að upplýsingarnar myndu hafa áhrif á það hvort Endurupptökunefnd teldi tilefni til að taka málin upp að nýju. Upplýsingarnar snúa að hvarfi Geirfinns Einarssonar.

Davíð Þór Björgvinsson segist í samtali við Vísi ekki enn hafa fengið endurrit úr hljóðupptöku frá skýrslutökunni. Ekki hafi verið ákveðið hvort fleiri skýrslur verði teknar yfir manninum. Vel geti verið að upplýsingarnar gefi tilefni til þess að rannsaka málið frekar, að upplýsingarnar verði sendar til Endurupptökunefndar.

Skýrslu frá Endurupptökunefnd er að vænta fljótlega á nýju ári að sögn Davíðs Þórs en maðurinn mun hafa stigið fram fyrir þremur til fjórum viku.

 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×