Bandormur ríkisstjórnarinnar liðaðist úr þingsal til nefndar í dag Heimir Már Pétursson skrifar 8. desember 2016 18:35 Bjarni Benediktsson á Alþingi í gær. vísir/anton brink Breytingar verða á vaxta- og barnabótakerfinu samkvæmt frumvarpi um ráðstafanir í ríkisfjármálum sem mælt var fyrir á Alþingi í dag og ýmis gjöld hækka. Formaður Vinstri grænna gagnrýnir áður ákveðnar skattalækkanir, sem taka gildi um áramót, og segir þörf á að auka tekjur ríkissjóðs til að standa undir loforðum flokkanna um uppbyggingu innviða samfélagsins. Bjarni Benediktsson mælti í dag fyrir bandorminum svokallaða sem felur í sér ýmsar ráðstafanir í ríkisfjármálum, eins og breytingar á sköttum og gjöldum í ýmsum lögum. Nýkjörið Alþingi kláraði fyrstu umræðu um fjárlagafrumvarp í gær og sendi það til fjárlaganefndar en þar eins og annars staðar í þinginu eru aðstæður óvenjulegar þar sem enginn formlegur meirihluti er í þinginu. Í dag var síðan komið að bandorminum, tekjufrumvörpunum. Stefnt er að því að ljúka þeim umræðum í dag og vísa orminum til efnahags- og viðskiptanefndar. Bjarni Benediktsson starfandi fjármálaráðherra segir að tekjufrumvörpin hefðu ekki litið mikið öðruvísi út ef ekki hefði verið kosið í lok október. „Við erum að uppfæra álögur á áfengi, tóbak, eldsneyti til verðlags og hækkar reyndar aðeins umfram verðlag. Síðan eru í þessu frumvarpi breytingar á vaxtabótum, barnabótum til að tryggja að þær fjárhæðir sem við höfum tekið til hliðar fyrir þær bætur skili sér. Við framlengjum líka afslætti í virðisaukaskatti vegna umhverfisvænni bíla,“ segir Bjarni Þingmenn þeirra flokka sem ekki eru í núverandi ríkisstjórn gerðu ýmsar athugasemdir við frumvarpið, en vegna aðstæðna á þinginu nú hafa flokkarnir einstakt tækifæri til að gera breytingar á bæði fjárlagafrumvarpi og bandormi, en verða þó að láta þær breytingar rúmast innan laga um fjárlög sem nýlega tóku gildi. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna sagði ýmis þenslumerki hafa gert vart við sig. Á sama tíma væri mikil uppsöfnuð þörf fyrir útgjöld í mennta- og hleilbrigðiskerfi sem og í tengslum við samgönguáætlun sem flestir flokkar hafi lofað fyrir kosningar að efla. Hún gagnrýndi einnig fyrirhugaða skattalækkun með fækkun tekjuskattsþrepa úr þremur í tvö. „Við sjáum að færri Íslendingar eiga stærri hluta fjármagnsins í samfélaginu. Þrír fjórðu hlutar fjármagnsins liggja hjá ríkistu tíu prósentunum og það er það sem við ættum að vera að ræða hér. Við ættum að vera að ræða hér hvernig við ætlum að skattleggja þá sem eiga mest. Hvort sem er í gegnum einhvers konar stóreignaskatt eða í gegnum hækkaðan fjármagnstekjuskatt til að taka á þessari samþjöppun auðs og til að tryggja tekjur til að standa undir velferðarkerfinu; háskólunum, sjúkrahúsunum, framhaldsskólunum sem eru það mikilvæga jöfnunartæki sem við rekum saman,“ sagði Katrín á Alþingi í dag. En ekki eru allir á því að hækka skatta mikið, eins og t.d. þingmenn Viðreisnar sem leggja mikla áherslu á varanlegar breytingar á peningamálastefnunni. Bjarni segir lækkun tolla og fækkun skattþrepa um næstu áramót auka kaupmátt heimilanna. „Það er fagnaðarefni að lægsta þrepið er að lækka. Sömuleiðis eru það tímamót að miðþrepið fellur út. Samtals eru þá rétt um fjórir milljarðar að verða eftir hjá launþegum í landinu sem ella hefðu verið greiddir í skatt,“ sagði Bjarni Benediktsson. Alþingi Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Fleiri fréttir Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsendning: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara í Pallborði Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Sjá meira
Breytingar verða á vaxta- og barnabótakerfinu samkvæmt frumvarpi um ráðstafanir í ríkisfjármálum sem mælt var fyrir á Alþingi í dag og ýmis gjöld hækka. Formaður Vinstri grænna gagnrýnir áður ákveðnar skattalækkanir, sem taka gildi um áramót, og segir þörf á að auka tekjur ríkissjóðs til að standa undir loforðum flokkanna um uppbyggingu innviða samfélagsins. Bjarni Benediktsson mælti í dag fyrir bandorminum svokallaða sem felur í sér ýmsar ráðstafanir í ríkisfjármálum, eins og breytingar á sköttum og gjöldum í ýmsum lögum. Nýkjörið Alþingi kláraði fyrstu umræðu um fjárlagafrumvarp í gær og sendi það til fjárlaganefndar en þar eins og annars staðar í þinginu eru aðstæður óvenjulegar þar sem enginn formlegur meirihluti er í þinginu. Í dag var síðan komið að bandorminum, tekjufrumvörpunum. Stefnt er að því að ljúka þeim umræðum í dag og vísa orminum til efnahags- og viðskiptanefndar. Bjarni Benediktsson starfandi fjármálaráðherra segir að tekjufrumvörpin hefðu ekki litið mikið öðruvísi út ef ekki hefði verið kosið í lok október. „Við erum að uppfæra álögur á áfengi, tóbak, eldsneyti til verðlags og hækkar reyndar aðeins umfram verðlag. Síðan eru í þessu frumvarpi breytingar á vaxtabótum, barnabótum til að tryggja að þær fjárhæðir sem við höfum tekið til hliðar fyrir þær bætur skili sér. Við framlengjum líka afslætti í virðisaukaskatti vegna umhverfisvænni bíla,“ segir Bjarni Þingmenn þeirra flokka sem ekki eru í núverandi ríkisstjórn gerðu ýmsar athugasemdir við frumvarpið, en vegna aðstæðna á þinginu nú hafa flokkarnir einstakt tækifæri til að gera breytingar á bæði fjárlagafrumvarpi og bandormi, en verða þó að láta þær breytingar rúmast innan laga um fjárlög sem nýlega tóku gildi. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna sagði ýmis þenslumerki hafa gert vart við sig. Á sama tíma væri mikil uppsöfnuð þörf fyrir útgjöld í mennta- og hleilbrigðiskerfi sem og í tengslum við samgönguáætlun sem flestir flokkar hafi lofað fyrir kosningar að efla. Hún gagnrýndi einnig fyrirhugaða skattalækkun með fækkun tekjuskattsþrepa úr þremur í tvö. „Við sjáum að færri Íslendingar eiga stærri hluta fjármagnsins í samfélaginu. Þrír fjórðu hlutar fjármagnsins liggja hjá ríkistu tíu prósentunum og það er það sem við ættum að vera að ræða hér. Við ættum að vera að ræða hér hvernig við ætlum að skattleggja þá sem eiga mest. Hvort sem er í gegnum einhvers konar stóreignaskatt eða í gegnum hækkaðan fjármagnstekjuskatt til að taka á þessari samþjöppun auðs og til að tryggja tekjur til að standa undir velferðarkerfinu; háskólunum, sjúkrahúsunum, framhaldsskólunum sem eru það mikilvæga jöfnunartæki sem við rekum saman,“ sagði Katrín á Alþingi í dag. En ekki eru allir á því að hækka skatta mikið, eins og t.d. þingmenn Viðreisnar sem leggja mikla áherslu á varanlegar breytingar á peningamálastefnunni. Bjarni segir lækkun tolla og fækkun skattþrepa um næstu áramót auka kaupmátt heimilanna. „Það er fagnaðarefni að lægsta þrepið er að lækka. Sömuleiðis eru það tímamót að miðþrepið fellur út. Samtals eru þá rétt um fjórir milljarðar að verða eftir hjá launþegum í landinu sem ella hefðu verið greiddir í skatt,“ sagði Bjarni Benediktsson.
Alþingi Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Fleiri fréttir Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsendning: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara í Pallborði Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Sjá meira