Sakar Stanford-háskóla um að hafa ítrekað hunsað kvartanir kvenna um kynferðisbrot Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. desember 2016 14:26 Stanford-háskóli í Kaliforníu í Bandaríkjunum. vísir/getty Stanford-háskóli í Bandaríkjunum hunsaði kvartanir um kynferðisbrot, vísaði frá einstaklingum sem settu fram ásakanir um kynferðisbrot og refsaði ekki nemanda sem þekktur var fyrir að brjóta gegn konum. Þetta er á meðal ásakana sem settar eru fram á hendur skólanum í dómsmáli sem aðgerðahópurinn Equality Rights Advocates hefur höfðað gegn háskólanum fyrir hönd konu sem hóf grunnnám við Stanford árið 2011 og er nú meistaranemi við skólann.Ítarlega er fjallað um málið á vef Guardian. Þar kemur fram að samkvæmt málsgögnum á ónefndur maður, sem einnig var nemandi við Stanford, að hafa tekið eina konu hálstaki áður en hann nauðgaði henni. Þá áreitti hann einnig aðra konu kynferðislega og sagði henni ítrekað í kjölfarið að hún ætti að drepa sjálfa sig.Skólinn telur að hann hafi staðið rétt að málum Þrátt fyrir að háskólinn hafi vitað af árásum mannsins gegn nokkrum nemendum á árunum 2010 til 2014 þá gerðu skólayfirvöld í Stanford lítið sem ekkert til refsa manninum og vernda konur gegn honum, að því er fram kemur í málsgögnunum. Þvert á móti eiga starfsmenn skólans að hafa latt konur til þess að tilkynna formlega um brotin en að minnsta kosti einu sinni var kona spurð hvort hún hefði ekki átt á hættu á því að verða fyrir árás með því hvernig hún klæddi sig. Lisa Lepin, talskona Stanford-háskóla, vildi ekki tjá sig um einstök efnisatriði málsins þegar Guardian leitaði eftir því en sagði þó að skólinn myndi verjast málsókninni af krafti enda telja skólayfirvöld að þau hafi tekið rétt á málum.Sex mánaða fangelsi fyrir að nauðga skólasystur sinniFyrr á árinu var mikið fjallað um nauðgun sem átti sér stað á skólalóð Stanford-háskóla í janúar 2015. Brock Turner, sem var þá nemandi við skólann, nauðgaði þá skólasystur á bak við ruslagáma á skólalóðinni og var hann sakfelldur fyrir glæpinn. Dómurinn vakti þó mikla reiði í Bandaríkjunum þar sem mörgum fannst sex mánaða fangelsisrefsing léttvæg miðað við alvarleika glæpsins. Það vakti svo ekki minni reiði þegar að Turner losnaði úr fangelsi eftir að hafa afplánað þrjá mánuði. Tengdar fréttir Stanford-nauðgunin: Sáu strax að eitthvað væri að þegar þeir nálguðust ruslagámana á skólalóðinni Sænsku stúdentarnir Carl-Fredrik Arndt og Peter Jonsson voru að hjóla í gegnum skólalóð Stanford-háskóla aðfaranótt 18. janúar 2015 þegar þeir komu auga á Brock Turner á bak við ruslagám þar sem hann lá ofan á hreyfingarlausri konu. 8. júní 2016 14:24 Stanford-nauðgunin: Nauðgarinn hló að Svíunum tveim sem komu að honum þar sem hann lá ofan á rænulausri konunni Gögn úr réttarhöldum yfir Brock Turner, sem fyrr á árinu var dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir að nauðga rænulausri skólasystur sinni á bakvið ruslagám á skólalóð Stanford-háskóla í janúar í fyrra, sýna að hann hló að tveimur Svíum sem komu að honum þar sem hann lá ofan á konunni. 26. ágúst 2016 23:42 Stanford-nauðgarinn losnar úr fangelsi á morgun Brock Turner fyrrverandi nemandi Stanford-háskóla sem sakfelldur var fyrr á árinu fyrir að nauðga skólasystur sinni, losnar úr fangelsi á morgun eftir að hafa afplánað þrjá mánuði af sex mánaða dómi sem hann fékk þar sem hann hefur hagað sér vel innan veggja fangelsins. 1. september 2016 10:56 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Sjá meira
Stanford-háskóli í Bandaríkjunum hunsaði kvartanir um kynferðisbrot, vísaði frá einstaklingum sem settu fram ásakanir um kynferðisbrot og refsaði ekki nemanda sem þekktur var fyrir að brjóta gegn konum. Þetta er á meðal ásakana sem settar eru fram á hendur skólanum í dómsmáli sem aðgerðahópurinn Equality Rights Advocates hefur höfðað gegn háskólanum fyrir hönd konu sem hóf grunnnám við Stanford árið 2011 og er nú meistaranemi við skólann.Ítarlega er fjallað um málið á vef Guardian. Þar kemur fram að samkvæmt málsgögnum á ónefndur maður, sem einnig var nemandi við Stanford, að hafa tekið eina konu hálstaki áður en hann nauðgaði henni. Þá áreitti hann einnig aðra konu kynferðislega og sagði henni ítrekað í kjölfarið að hún ætti að drepa sjálfa sig.Skólinn telur að hann hafi staðið rétt að málum Þrátt fyrir að háskólinn hafi vitað af árásum mannsins gegn nokkrum nemendum á árunum 2010 til 2014 þá gerðu skólayfirvöld í Stanford lítið sem ekkert til refsa manninum og vernda konur gegn honum, að því er fram kemur í málsgögnunum. Þvert á móti eiga starfsmenn skólans að hafa latt konur til þess að tilkynna formlega um brotin en að minnsta kosti einu sinni var kona spurð hvort hún hefði ekki átt á hættu á því að verða fyrir árás með því hvernig hún klæddi sig. Lisa Lepin, talskona Stanford-háskóla, vildi ekki tjá sig um einstök efnisatriði málsins þegar Guardian leitaði eftir því en sagði þó að skólinn myndi verjast málsókninni af krafti enda telja skólayfirvöld að þau hafi tekið rétt á málum.Sex mánaða fangelsi fyrir að nauðga skólasystur sinniFyrr á árinu var mikið fjallað um nauðgun sem átti sér stað á skólalóð Stanford-háskóla í janúar 2015. Brock Turner, sem var þá nemandi við skólann, nauðgaði þá skólasystur á bak við ruslagáma á skólalóðinni og var hann sakfelldur fyrir glæpinn. Dómurinn vakti þó mikla reiði í Bandaríkjunum þar sem mörgum fannst sex mánaða fangelsisrefsing léttvæg miðað við alvarleika glæpsins. Það vakti svo ekki minni reiði þegar að Turner losnaði úr fangelsi eftir að hafa afplánað þrjá mánuði.
Tengdar fréttir Stanford-nauðgunin: Sáu strax að eitthvað væri að þegar þeir nálguðust ruslagámana á skólalóðinni Sænsku stúdentarnir Carl-Fredrik Arndt og Peter Jonsson voru að hjóla í gegnum skólalóð Stanford-háskóla aðfaranótt 18. janúar 2015 þegar þeir komu auga á Brock Turner á bak við ruslagám þar sem hann lá ofan á hreyfingarlausri konu. 8. júní 2016 14:24 Stanford-nauðgunin: Nauðgarinn hló að Svíunum tveim sem komu að honum þar sem hann lá ofan á rænulausri konunni Gögn úr réttarhöldum yfir Brock Turner, sem fyrr á árinu var dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir að nauðga rænulausri skólasystur sinni á bakvið ruslagám á skólalóð Stanford-háskóla í janúar í fyrra, sýna að hann hló að tveimur Svíum sem komu að honum þar sem hann lá ofan á konunni. 26. ágúst 2016 23:42 Stanford-nauðgarinn losnar úr fangelsi á morgun Brock Turner fyrrverandi nemandi Stanford-háskóla sem sakfelldur var fyrr á árinu fyrir að nauðga skólasystur sinni, losnar úr fangelsi á morgun eftir að hafa afplánað þrjá mánuði af sex mánaða dómi sem hann fékk þar sem hann hefur hagað sér vel innan veggja fangelsins. 1. september 2016 10:56 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Sjá meira
Stanford-nauðgunin: Sáu strax að eitthvað væri að þegar þeir nálguðust ruslagámana á skólalóðinni Sænsku stúdentarnir Carl-Fredrik Arndt og Peter Jonsson voru að hjóla í gegnum skólalóð Stanford-háskóla aðfaranótt 18. janúar 2015 þegar þeir komu auga á Brock Turner á bak við ruslagám þar sem hann lá ofan á hreyfingarlausri konu. 8. júní 2016 14:24
Stanford-nauðgunin: Nauðgarinn hló að Svíunum tveim sem komu að honum þar sem hann lá ofan á rænulausri konunni Gögn úr réttarhöldum yfir Brock Turner, sem fyrr á árinu var dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir að nauðga rænulausri skólasystur sinni á bakvið ruslagám á skólalóð Stanford-háskóla í janúar í fyrra, sýna að hann hló að tveimur Svíum sem komu að honum þar sem hann lá ofan á konunni. 26. ágúst 2016 23:42
Stanford-nauðgarinn losnar úr fangelsi á morgun Brock Turner fyrrverandi nemandi Stanford-háskóla sem sakfelldur var fyrr á árinu fyrir að nauðga skólasystur sinni, losnar úr fangelsi á morgun eftir að hafa afplánað þrjá mánuði af sex mánaða dómi sem hann fékk þar sem hann hefur hagað sér vel innan veggja fangelsins. 1. september 2016 10:56