Falleg og bítandi frásögn Tómas Valgeirsson skrifar 8. desember 2016 11:15 Dev Patel sem fer með hlutverk Saroo á fullorðinsárunum og Sunny Pawar sem leikur Saroo ungan og stelur senunnni. NordicPhotos/Getty Kvikmyndir Lion Leikstjóri: Garth Davis Framleiðendur: Iain Canning, Emile Sherman, Angie Fielder Handrit: Luke Davies Leikarar: Dev Patel, Nicole Kidman, Sunny Pawar, Rooney Mara Það er fátt óhugnanlegra fyrir ung börn en að skiljast frá fjölskyldum sínum og týnast á augabragði. Lion er sannsöguleg mynd sem hefst í Indlandi árið 1986 og segir frá því þegar hinn fimm ára gamli Saroo sofnar óvart um borð í lest sem flytur hann þúsundir kílómetra frá móður hans, bróður og systur. Hann verður heimilislaus á götunni og endar seinna meir á munaðarleysingjahæli. Stuttu síðar er Saroo ættleiddur af áströlskum hjónum sem veita honum mikla umhyggju. Hann fær gott uppeldi í öruggu umhverfi, þó ættleiddum bróður hans farnist ekki eins vel. Hins vegar hefur drengurinn reynt að bæla niður erfiðu æskuminningarnar til að særa ekki tilfinningar nýju foreldranna. Kemur einnig í ljós að fortíðardraugarnir eru sjaldan langt undan. Þegar Saroo er orðinn þrítugur vaknar þráin eftir að leita uppi gömlu heimaslóðirnar. Með hjálp minningarbrota og nýs undraforrits sem kallast Google Earth er hann staðráðinn í því að finna fjölskyldu sína, í einu fjölmennasta landi heims. Það er ótrúlegt hvað Lion nær vel að forðast væmni eða yfirþyrmandi melódrama sem getur auðveldlega orðið svona myndum að falli. Raunasagan er vissulega mögnuð og gerir myndina áhrifaríkari en það skrifast líka á vandaða leikstjórn hvað framsetningin er einlæg, heillandi og laus við alla tilgerð. Tónlistin frá Dustin O’Halloran og Hauschka skreytir einnig pakkann virðulega.Google Earth spilar dálitla rullu í Lion.Leikurinn er óneitanlega það sem heldur þessu best saman. Dev Patel fer með hlutverk Saroo á fullorðinsárunum og slær á alla réttu strengina af miklu sjálfsöryggi og fínum sjarma. Aftur á móti er það þessi yngri, leikinn af hinum átta ára Sunny Pawar, sem stelur allri myndinni eða réttara sagt fyrsta klukkutímanum. Það hjálpar vissulega til að fyrri helmingur myndarinnar, sem einblínir á æskuárin, er sterkari, erfiðari og pakkaðri, en drengurinn vinnur ótvíræðan leiksigur. Nicole Kidman og David Wenham (sem sáust síðast saman í stórmyndinni Australia) eru þrusufín í hlutverki hjónanna viðkunnanlegu. Kidman gefur frá sér kærkomna hlýju og má segja það sama um Wenham, þó svo að hann hafi minna í höndunum. Annars er Rooney Mara furðu líflaus sem kærasta Saroo og fær heldur ekki mikið til að vinna úr. Miklu frekar hefði átt að nýta tímann til þess að þróa meira samband Saroo við meingallaðan uppeldisbróður sinn, Mantosh. Hann kemur bara og fer, eins og hann fái ekki að vera meira en bara uppfylling í handritinu. Myndin er byggð á bókinni The Long Way Home sem Saroo skrifaði sjálfur eftir reynslu sína. Handritið eftir Luke Davies fer almennt vel með frásögnina en þegar eldri Saroo er tekinn við er eins og tímalínan skauti yfir nokkur lykilatriði á meðan aðrar senur geta orðið óþarflega langar. Þetta kemur ekki oft fyrir og myndin siglir hispurslaust í höfn á lokametrunum og skilur eftir sig kraft sem reynir á getu áhorfandans til að halda augunum þurrum. Ólíklegt er að finnist þarna úti betri og hjartnæmari „auglýsing“ fyrir Google Maps. Gott í sálina. Niðurstaða: Merkileg saga, heillandi leikarar og tilgerðarlaus úrvinnsla. Kvikmynd sem kallar á gott faðmlag. Bíó og sjónvarp Menning Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Kvikmyndir Lion Leikstjóri: Garth Davis Framleiðendur: Iain Canning, Emile Sherman, Angie Fielder Handrit: Luke Davies Leikarar: Dev Patel, Nicole Kidman, Sunny Pawar, Rooney Mara Það er fátt óhugnanlegra fyrir ung börn en að skiljast frá fjölskyldum sínum og týnast á augabragði. Lion er sannsöguleg mynd sem hefst í Indlandi árið 1986 og segir frá því þegar hinn fimm ára gamli Saroo sofnar óvart um borð í lest sem flytur hann þúsundir kílómetra frá móður hans, bróður og systur. Hann verður heimilislaus á götunni og endar seinna meir á munaðarleysingjahæli. Stuttu síðar er Saroo ættleiddur af áströlskum hjónum sem veita honum mikla umhyggju. Hann fær gott uppeldi í öruggu umhverfi, þó ættleiddum bróður hans farnist ekki eins vel. Hins vegar hefur drengurinn reynt að bæla niður erfiðu æskuminningarnar til að særa ekki tilfinningar nýju foreldranna. Kemur einnig í ljós að fortíðardraugarnir eru sjaldan langt undan. Þegar Saroo er orðinn þrítugur vaknar þráin eftir að leita uppi gömlu heimaslóðirnar. Með hjálp minningarbrota og nýs undraforrits sem kallast Google Earth er hann staðráðinn í því að finna fjölskyldu sína, í einu fjölmennasta landi heims. Það er ótrúlegt hvað Lion nær vel að forðast væmni eða yfirþyrmandi melódrama sem getur auðveldlega orðið svona myndum að falli. Raunasagan er vissulega mögnuð og gerir myndina áhrifaríkari en það skrifast líka á vandaða leikstjórn hvað framsetningin er einlæg, heillandi og laus við alla tilgerð. Tónlistin frá Dustin O’Halloran og Hauschka skreytir einnig pakkann virðulega.Google Earth spilar dálitla rullu í Lion.Leikurinn er óneitanlega það sem heldur þessu best saman. Dev Patel fer með hlutverk Saroo á fullorðinsárunum og slær á alla réttu strengina af miklu sjálfsöryggi og fínum sjarma. Aftur á móti er það þessi yngri, leikinn af hinum átta ára Sunny Pawar, sem stelur allri myndinni eða réttara sagt fyrsta klukkutímanum. Það hjálpar vissulega til að fyrri helmingur myndarinnar, sem einblínir á æskuárin, er sterkari, erfiðari og pakkaðri, en drengurinn vinnur ótvíræðan leiksigur. Nicole Kidman og David Wenham (sem sáust síðast saman í stórmyndinni Australia) eru þrusufín í hlutverki hjónanna viðkunnanlegu. Kidman gefur frá sér kærkomna hlýju og má segja það sama um Wenham, þó svo að hann hafi minna í höndunum. Annars er Rooney Mara furðu líflaus sem kærasta Saroo og fær heldur ekki mikið til að vinna úr. Miklu frekar hefði átt að nýta tímann til þess að þróa meira samband Saroo við meingallaðan uppeldisbróður sinn, Mantosh. Hann kemur bara og fer, eins og hann fái ekki að vera meira en bara uppfylling í handritinu. Myndin er byggð á bókinni The Long Way Home sem Saroo skrifaði sjálfur eftir reynslu sína. Handritið eftir Luke Davies fer almennt vel með frásögnina en þegar eldri Saroo er tekinn við er eins og tímalínan skauti yfir nokkur lykilatriði á meðan aðrar senur geta orðið óþarflega langar. Þetta kemur ekki oft fyrir og myndin siglir hispurslaust í höfn á lokametrunum og skilur eftir sig kraft sem reynir á getu áhorfandans til að halda augunum þurrum. Ólíklegt er að finnist þarna úti betri og hjartnæmari „auglýsing“ fyrir Google Maps. Gott í sálina. Niðurstaða: Merkileg saga, heillandi leikarar og tilgerðarlaus úrvinnsla. Kvikmynd sem kallar á gott faðmlag.
Bíó og sjónvarp Menning Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira