Innlent

Sundferðin að nálgast þúsund krónur

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Bráðum verður dýrara að fara í sund.
Bráðum verður dýrara að fara í sund. vísir/gva
Sundferðin fyrir fullorðna í sundlaugum Reykjavíkurborgar mun kosta 950 krónur á næsta ári samkvæmt nýrri gjaldskrá Reykjavíkurborgar. Verð á sundmiða hefur rúmlega tvöfaldast frá árinu 2010 þegar stök ferð kostaði 360 krónur. Mbl.is greinir frá.

Verð fyrir börn hækkar úr 140 krónum í 150 krónur. Sé miðað við fjölskyldu sem inniheldur tvö fullorðna og tvo börn mun það kosta þá fjölskyldu 2.200 krónur að fara í staka sundferð. Verð á tíu miða kortum hækkar einnig. Börn greiða á næsta ári 970 krónur fyrir eitt slíkt í stað 950 króna og fullorðnir 4.400 krónur í stað 4.300 króna.

Þá hækkar árskort fullorðinna um þúsund krónur, fer úr 31 þúsund krónum í 32 þúsund krónur. Verð á árskortum barna helst óbreytt og mun áfram kosta tíu þúsund krónur.

Fram hefur komið að raunkostnaður á hverja sundferð í sundlaugum Reykjavíkur var 1.084 krónur að meðaltali. Kostnaðurinn er mismikill milli lauga en því ljóst að þrátt fyrir hækkunina mun hver sundferð ekki duga á móti rekstrarkostnaðinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×