Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, mælir fyrir fjárlagafrumvarpi næsta árs á fundi Alþingis sem hefst klukkan 13:30.
Frumvarpið var lagt fram á þingi í gær en uppi eru nokkuð óvenjulegar aðstæður þar sem ný ríkisstjórn hefur ekki tekið við völdum í landinu eftir að starfandi ríkisstjórn missti meirihluta sinn í þingkosningum þann 29. október síðastliðinn.
Bjarni leggur frumvarpið því fram fyrir hönd starfsstjórnar þar sem ríkið má ekki inna neitt gjald af hendi nema heimild sé til þess í fjárlögum, að því er stjórnarskráin kveður á um.
Beina útsendingu frá Alþingi má sjá í spilaranum hér að neðan.
Bein útsending: Bjarni Benediktsson mælir fyrir fjárlagafrumvarpinu
Tengdar fréttir
Fjárlagafrumvarp vonbrigði að mati starfsfólks Landspítalans
Læknir og framkvæmdastjóri fjármálasviðs LSH gagnrýnir fjárlagafrumvarp Bjarna Benediktssonar harðlega. Framlögin séu ekki í samræmi við loforðin fyrir kosningar. Tólf milljarða þurfi aukalega í reksturinn.
Forstjóri LHG: Ísland varðskipalaust 165 daga ársins, þyrlu skilað og starfsmönnum sagt upp
„Nú erum við komin á þann stað að við munum falla fram af bjarginu,“ segir Georg Lárusson.
Ríkisstjórnarleysið kunni að hafa góð áhrif á fjárlögin
Forseti Alþingis segir öllum til hagsbóta að klára fjárlög fyrir jól