Ríkisstjórnarleysið kunni að hafa góð áhrif á fjárlögin Heimir Már Pétursson skrifar 7. desember 2016 12:53 Steingrímur J. Sigfússon við þingsetninguna í gær. Vísir/Ernir Nýkjörinn forseti Alþingis er bjartsýnn á að þinginu takist að afgreiða fjárlagafrumvarp og tengd frumvörp fyrir jól og málin fari öll til nefndar fyrir helgi. Alþingi sé nú í einstakri stöðu til að afgreiða fjárlög í nokkurri sátt þar sem enn sé ekki búið að mynda meirihluta á þinginu. Steingrímur J. Sigfússon þingmaður Vinstri grænna sem lengst núverandi þingmanna hefur setið á þingi var kjörinn forseti Alþingis eftir að þing var sett í gær. Fjárlagafrumvarp starfsstjórnar Sigurðar Inga Jóhannsson forsætisráðherra var lagt fram í gær en þar er gert ráð fyrir 28 milljarða afgangi á fjárlögum næsta árs. Steingrímur reiknar með að nýkjörið þing klári fyrstu umræðu um fjárlagafrumvarpið og tengifrumvörp þess, svokallaðan bandorm, fyrir helgi. Þá geti tvær nefndir sem búið er að skipa í á Alþingi, fjárlaganefnd og efnahags- og viðskiptanefnd hafið vinnu við frumvörpin. Steingrímur segist reikna með að fleiri frumvörp sem tengist áramótunum líti dagsins ljós í næstu viku.Heldur þú að það takist að afgreiða fjárlög fyrir jól, eða það þurfi kannski að funda á milli jóla og nýárs?„Ég er bjartsýnn á að allir muni gera sitt besta og skynja ekki annað en að það sé góður andi í því að vinna málin í samstöðu. Ég held að allir skynji það og finni til ábyrgðar við þessar óvenjulegu aðstæður, að nú er enginn meirihluti og enginn minnihluti,“ segir Steingrímur. Ábyrgðin liggi því sameiginlega á herðum þingsins alls og hann finni ekki annað en allir vilji að þingið standi undir þessari ábyrgð. „Þannig að við getum svo haldið jól og áramót búin að skilja vel við það sem þingið þurfti að gera,“ segir forseti Alþingis.Sjá einnig: Gert ráð fyrir tæpum 30 milljarða afgangi í fjárlagafrumvarpinu Steingrímur segir ekki útilokað að ný ríkisstjórn, hver sem hún verði, kunni að vilja gera breytingar á fjárlögunum þegar kemur fram á næsta ár og heimildir séu til þess, þótt venja sé að leggja ekki fram fjáraukalagafrumvarp fyrr en komið sé fram á haust. Þá kunni aðstæður í þjóðfélaginu að kalla á breytingar. En menn hljóti að kappkosta að klára afgreiðslu þess frumvarps sem nú liggi fyrir þinginu. „Og það er allra hagur. Kannski eru þetta einmitt góðar aðstæður til þess á meðan menn vita ekki enn hvort þeir munu skipa meirihluta eða minnihluta. Þá eiga allir sameignlega hagsmuni í því að nýja árið byrji á eins góðum grunni og hægt er. Það kemur ríkisstjórn til góða hver sem hún verður,“ segir Steingrímur. Annað stórt mál sem bíður afgreiðslu Alþingis er frumvarp um jöfnun lífeyrisréttinda en það dagaði uppi skömmu fyrir lok síðasta kjörtímabils. Afdrif þess máls ráða miklu um hvort friður haldist á vinnumarkaði en kjarasamninga á almennum vinnumarkaði koma til endurskoðunar í byrjun árs. „Ríkisstjórnin er auðvitað með það og viðkomandi ráðuneyti. Það er ekki ólíklegt að slíkt frumvarp og þá viðbótar-fjáraukalög verði eitt af því sem verði að takast á fyrir áramótin,“ segir Steingrímur J. Sigfússon. Alþingi Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Fleiri fréttir Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Sjá meira
Nýkjörinn forseti Alþingis er bjartsýnn á að þinginu takist að afgreiða fjárlagafrumvarp og tengd frumvörp fyrir jól og málin fari öll til nefndar fyrir helgi. Alþingi sé nú í einstakri stöðu til að afgreiða fjárlög í nokkurri sátt þar sem enn sé ekki búið að mynda meirihluta á þinginu. Steingrímur J. Sigfússon þingmaður Vinstri grænna sem lengst núverandi þingmanna hefur setið á þingi var kjörinn forseti Alþingis eftir að þing var sett í gær. Fjárlagafrumvarp starfsstjórnar Sigurðar Inga Jóhannsson forsætisráðherra var lagt fram í gær en þar er gert ráð fyrir 28 milljarða afgangi á fjárlögum næsta árs. Steingrímur reiknar með að nýkjörið þing klári fyrstu umræðu um fjárlagafrumvarpið og tengifrumvörp þess, svokallaðan bandorm, fyrir helgi. Þá geti tvær nefndir sem búið er að skipa í á Alþingi, fjárlaganefnd og efnahags- og viðskiptanefnd hafið vinnu við frumvörpin. Steingrímur segist reikna með að fleiri frumvörp sem tengist áramótunum líti dagsins ljós í næstu viku.Heldur þú að það takist að afgreiða fjárlög fyrir jól, eða það þurfi kannski að funda á milli jóla og nýárs?„Ég er bjartsýnn á að allir muni gera sitt besta og skynja ekki annað en að það sé góður andi í því að vinna málin í samstöðu. Ég held að allir skynji það og finni til ábyrgðar við þessar óvenjulegu aðstæður, að nú er enginn meirihluti og enginn minnihluti,“ segir Steingrímur. Ábyrgðin liggi því sameiginlega á herðum þingsins alls og hann finni ekki annað en allir vilji að þingið standi undir þessari ábyrgð. „Þannig að við getum svo haldið jól og áramót búin að skilja vel við það sem þingið þurfti að gera,“ segir forseti Alþingis.Sjá einnig: Gert ráð fyrir tæpum 30 milljarða afgangi í fjárlagafrumvarpinu Steingrímur segir ekki útilokað að ný ríkisstjórn, hver sem hún verði, kunni að vilja gera breytingar á fjárlögunum þegar kemur fram á næsta ár og heimildir séu til þess, þótt venja sé að leggja ekki fram fjáraukalagafrumvarp fyrr en komið sé fram á haust. Þá kunni aðstæður í þjóðfélaginu að kalla á breytingar. En menn hljóti að kappkosta að klára afgreiðslu þess frumvarps sem nú liggi fyrir þinginu. „Og það er allra hagur. Kannski eru þetta einmitt góðar aðstæður til þess á meðan menn vita ekki enn hvort þeir munu skipa meirihluta eða minnihluta. Þá eiga allir sameignlega hagsmuni í því að nýja árið byrji á eins góðum grunni og hægt er. Það kemur ríkisstjórn til góða hver sem hún verður,“ segir Steingrímur. Annað stórt mál sem bíður afgreiðslu Alþingis er frumvarp um jöfnun lífeyrisréttinda en það dagaði uppi skömmu fyrir lok síðasta kjörtímabils. Afdrif þess máls ráða miklu um hvort friður haldist á vinnumarkaði en kjarasamninga á almennum vinnumarkaði koma til endurskoðunar í byrjun árs. „Ríkisstjórnin er auðvitað með það og viðkomandi ráðuneyti. Það er ekki ólíklegt að slíkt frumvarp og þá viðbótar-fjáraukalög verði eitt af því sem verði að takast á fyrir áramótin,“ segir Steingrímur J. Sigfússon.
Alþingi Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Fleiri fréttir Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Sjá meira