Ríkisstjórnarleysið kunni að hafa góð áhrif á fjárlögin Heimir Már Pétursson skrifar 7. desember 2016 12:53 Steingrímur J. Sigfússon við þingsetninguna í gær. Vísir/Ernir Nýkjörinn forseti Alþingis er bjartsýnn á að þinginu takist að afgreiða fjárlagafrumvarp og tengd frumvörp fyrir jól og málin fari öll til nefndar fyrir helgi. Alþingi sé nú í einstakri stöðu til að afgreiða fjárlög í nokkurri sátt þar sem enn sé ekki búið að mynda meirihluta á þinginu. Steingrímur J. Sigfússon þingmaður Vinstri grænna sem lengst núverandi þingmanna hefur setið á þingi var kjörinn forseti Alþingis eftir að þing var sett í gær. Fjárlagafrumvarp starfsstjórnar Sigurðar Inga Jóhannsson forsætisráðherra var lagt fram í gær en þar er gert ráð fyrir 28 milljarða afgangi á fjárlögum næsta árs. Steingrímur reiknar með að nýkjörið þing klári fyrstu umræðu um fjárlagafrumvarpið og tengifrumvörp þess, svokallaðan bandorm, fyrir helgi. Þá geti tvær nefndir sem búið er að skipa í á Alþingi, fjárlaganefnd og efnahags- og viðskiptanefnd hafið vinnu við frumvörpin. Steingrímur segist reikna með að fleiri frumvörp sem tengist áramótunum líti dagsins ljós í næstu viku.Heldur þú að það takist að afgreiða fjárlög fyrir jól, eða það þurfi kannski að funda á milli jóla og nýárs?„Ég er bjartsýnn á að allir muni gera sitt besta og skynja ekki annað en að það sé góður andi í því að vinna málin í samstöðu. Ég held að allir skynji það og finni til ábyrgðar við þessar óvenjulegu aðstæður, að nú er enginn meirihluti og enginn minnihluti,“ segir Steingrímur. Ábyrgðin liggi því sameiginlega á herðum þingsins alls og hann finni ekki annað en allir vilji að þingið standi undir þessari ábyrgð. „Þannig að við getum svo haldið jól og áramót búin að skilja vel við það sem þingið þurfti að gera,“ segir forseti Alþingis.Sjá einnig: Gert ráð fyrir tæpum 30 milljarða afgangi í fjárlagafrumvarpinu Steingrímur segir ekki útilokað að ný ríkisstjórn, hver sem hún verði, kunni að vilja gera breytingar á fjárlögunum þegar kemur fram á næsta ár og heimildir séu til þess, þótt venja sé að leggja ekki fram fjáraukalagafrumvarp fyrr en komið sé fram á haust. Þá kunni aðstæður í þjóðfélaginu að kalla á breytingar. En menn hljóti að kappkosta að klára afgreiðslu þess frumvarps sem nú liggi fyrir þinginu. „Og það er allra hagur. Kannski eru þetta einmitt góðar aðstæður til þess á meðan menn vita ekki enn hvort þeir munu skipa meirihluta eða minnihluta. Þá eiga allir sameignlega hagsmuni í því að nýja árið byrji á eins góðum grunni og hægt er. Það kemur ríkisstjórn til góða hver sem hún verður,“ segir Steingrímur. Annað stórt mál sem bíður afgreiðslu Alþingis er frumvarp um jöfnun lífeyrisréttinda en það dagaði uppi skömmu fyrir lok síðasta kjörtímabils. Afdrif þess máls ráða miklu um hvort friður haldist á vinnumarkaði en kjarasamninga á almennum vinnumarkaði koma til endurskoðunar í byrjun árs. „Ríkisstjórnin er auðvitað með það og viðkomandi ráðuneyti. Það er ekki ólíklegt að slíkt frumvarp og þá viðbótar-fjáraukalög verði eitt af því sem verði að takast á fyrir áramótin,“ segir Steingrímur J. Sigfússon. Alþingi Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Nýkjörinn forseti Alþingis er bjartsýnn á að þinginu takist að afgreiða fjárlagafrumvarp og tengd frumvörp fyrir jól og málin fari öll til nefndar fyrir helgi. Alþingi sé nú í einstakri stöðu til að afgreiða fjárlög í nokkurri sátt þar sem enn sé ekki búið að mynda meirihluta á þinginu. Steingrímur J. Sigfússon þingmaður Vinstri grænna sem lengst núverandi þingmanna hefur setið á þingi var kjörinn forseti Alþingis eftir að þing var sett í gær. Fjárlagafrumvarp starfsstjórnar Sigurðar Inga Jóhannsson forsætisráðherra var lagt fram í gær en þar er gert ráð fyrir 28 milljarða afgangi á fjárlögum næsta árs. Steingrímur reiknar með að nýkjörið þing klári fyrstu umræðu um fjárlagafrumvarpið og tengifrumvörp þess, svokallaðan bandorm, fyrir helgi. Þá geti tvær nefndir sem búið er að skipa í á Alþingi, fjárlaganefnd og efnahags- og viðskiptanefnd hafið vinnu við frumvörpin. Steingrímur segist reikna með að fleiri frumvörp sem tengist áramótunum líti dagsins ljós í næstu viku.Heldur þú að það takist að afgreiða fjárlög fyrir jól, eða það þurfi kannski að funda á milli jóla og nýárs?„Ég er bjartsýnn á að allir muni gera sitt besta og skynja ekki annað en að það sé góður andi í því að vinna málin í samstöðu. Ég held að allir skynji það og finni til ábyrgðar við þessar óvenjulegu aðstæður, að nú er enginn meirihluti og enginn minnihluti,“ segir Steingrímur. Ábyrgðin liggi því sameiginlega á herðum þingsins alls og hann finni ekki annað en allir vilji að þingið standi undir þessari ábyrgð. „Þannig að við getum svo haldið jól og áramót búin að skilja vel við það sem þingið þurfti að gera,“ segir forseti Alþingis.Sjá einnig: Gert ráð fyrir tæpum 30 milljarða afgangi í fjárlagafrumvarpinu Steingrímur segir ekki útilokað að ný ríkisstjórn, hver sem hún verði, kunni að vilja gera breytingar á fjárlögunum þegar kemur fram á næsta ár og heimildir séu til þess, þótt venja sé að leggja ekki fram fjáraukalagafrumvarp fyrr en komið sé fram á haust. Þá kunni aðstæður í þjóðfélaginu að kalla á breytingar. En menn hljóti að kappkosta að klára afgreiðslu þess frumvarps sem nú liggi fyrir þinginu. „Og það er allra hagur. Kannski eru þetta einmitt góðar aðstæður til þess á meðan menn vita ekki enn hvort þeir munu skipa meirihluta eða minnihluta. Þá eiga allir sameignlega hagsmuni í því að nýja árið byrji á eins góðum grunni og hægt er. Það kemur ríkisstjórn til góða hver sem hún verður,“ segir Steingrímur. Annað stórt mál sem bíður afgreiðslu Alþingis er frumvarp um jöfnun lífeyrisréttinda en það dagaði uppi skömmu fyrir lok síðasta kjörtímabils. Afdrif þess máls ráða miklu um hvort friður haldist á vinnumarkaði en kjarasamninga á almennum vinnumarkaði koma til endurskoðunar í byrjun árs. „Ríkisstjórnin er auðvitað með það og viðkomandi ráðuneyti. Það er ekki ólíklegt að slíkt frumvarp og þá viðbótar-fjáraukalög verði eitt af því sem verði að takast á fyrir áramótin,“ segir Steingrímur J. Sigfússon.
Alþingi Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira