Mælir með að þeir sem telja á sér brotið í ljósi upplýsinga um fjármál hæstaréttardómara leiti til lögmanna Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. desember 2016 12:45 Reimar Pétursson, formaður Lögmannafélagsins. vísir/gva Reimar Pétursson, verjandi Jóhannesar Baldurssonar, eins sakborninga í BK 44-málinu, vill ekki tjá sig um fjármál Markúsar Sigurbjörnssonar, hæstaréttardómara, en hann var einn af þeim sem dæmdu Jóhannes til fangelsisvistar vegna BK 44-málsins. Sem formaður Lögmannafélagsins segir hann hins vegar að ef einhverjir málsaðilar telji á sér brotið í ljósi þeirra upplýsinga sem komið hafa fram þá eigi þeir hiklaust að leita til lögmanna til að skoða sín mál. Markús átti hlutabréf í Glitni, sem hann hafði reyndar selt öll í febrúar 2007, en á árinu 2008 átti Markús eignir í verðbréfasjóðnum Sjóði 9. Jóhannes var framkvæmdastjóri markaðsviðskipta Glitnis, sem var ein þeirra deilda sem sá um fjármuni Markúsar. Eftir að upplýst var um hlutabréfa-og verðbréfaeign hæstaréttardómarans hefur því verið velt upp hvort hann hafi verið vanhæfur tilað dæma í dómsmálum tengdum Glitni. Dómarar meta sjálfir hæfi sitt og hefur Markús sagt að hann hafi ekki talið sig vera vanhæfan til að dæma í málum tengdum bankanum. Auk BK 44-málsins var Markús á meðal dómara í þremur málum sem voru höfðuð gegn Glitni fyrir hrun en þá var hann hluthafi í bankanum. Málunum var öllum vísað frá.Markús Sigurbjörnsson ásamt öðrum hæstaréttardómurum við þingsetningu í gær.vísir/ernirÓheppilegt að nefnd um dómarastörf gæti ekki vel að gögnum sínum Tilkynningar um viðskipti Markúsar fundust upphaflega ekki hjá nefnd um dómarastörf en dómurum ber að tilkynna hlutabréfaviðskipti sín til nefndarinnar. Í gærkvöldi staðfesti Hjördís Hákonardóttir, formanni nefndarinnar, hins vegar að ein slík tilkynning frá Markúsi hefði fundist hjá nefndinni. Reimar segir Lögmannafélagið líta svo á að hér á landi sé réttarkerfi sem sé í aðalatriðum traust og eigi að hafa getu og burði til þess að leysa úr þeim sem spurningum sem hafa komið upp hér núna. Reimar segir það þó óheppilegt að nefnd um dómarastörf hafi ekki gætt nógu vel að sínum gögnum. „Þessi nefnd er á endanum býsna mikilvæg stofnun og það er þess vegna æskilegt að það sé reynt að tryggja að þetta geti ekki gerst aftur og ef ástæða þykir til jafnvel að endurskoða þetta fyrirkomulag með einhverjum hætti,“ segir Reimar. Þá bendir hann á að hæfi til meðferðar einstakra mála sé mjög vandasamt mat. „Það reynir auðvitað mjög oft á hæfi í þessu litla samfélagi og niðurstaðan um hæfi ræðst yfirleitt bara á nákvæmri skoðun á atvikum einstakra mála og þeim kröfum sem þar eru hafðar uppi. Þess vegna er ekki hægt að fullyrða almennt um mögulegt vanhæfi en við hjá Lögmannafélaginu mælum bara með því að þeir málsaðilar sem telja á sér brotið í ljósi þessarar umræðu að þeir hafi samband við lögmenn og skoði það í góðu tómi hvort það séu einhverjar forsendur fyrir endurupptöku máls eða hugsanlega kvörtun til Mannréttindadómstóls Evrópu eða hvernig sem það liggur,“ segir Reimar.Sigurður Tómas Magnússon, prófessor við lagadeild HR.vísir/vilhelmSegir að Markús hafi ekki verið vanhæfur Skúli Magnússon, formaður Dómarafélagsins, sagði í samtali við Vísi á mánudag að það væri erfitt að átta sig á því á hvaða grundvelli Markús hafi átt að vera vanhæfur í dómsmálum sem tengjast Glitni. Í sama streng tók Sigurður Tómas Magnússon, prófessor við lagadeild Háskólans í Reykjavík í kvöldfréttum RÚV í gær. „Hvað varðar fjárhagslegu hagsmunina þá hafi þeir allir verið liðnir undir lok þegar þessi dómsmál koma. Það eru engir fjárhagslegir hagsmunir lengur sem Markús hefur af einni niðurstöðu eða annarri. Hvað hitt varðar, hvort það geti verið kali eða ekki kali þá þarf bara að skoða það. Mér sýnist Markús Sigurbjörnsson hafi nú frekar hagnast á viðskiptum við Glitni þegar upp er staðið þannig að ég sé ekki ástæðu fyrir því að hann sé með sérstakan kala út í það,“ sagði Sigurður Tómas í samtali við RÚV.Ragnar H. Hall, hæstaréttarlögmaðurvísir/heiðaDómari eigi að víkja ef minnsti vafi væri á óhlutdrægni Ragnar H. Hall, hæstaréttarlögmaður, sagði hins vegar í fréttum Stöðvar 2 í gær að dómari ætti ekki að sitja í máli ef minnsti vafi væri á því að liti óhlutdrægt á málavexti út frá því sem gerst hafði í fortíðinni. Sagði Ragnar að hér komi til skoðunar sérstök hæfisregla laganna. „Hún lítur að því hver ásýnd dómsins er gagnvart þeim sem er sakborningur í máli hvort hann hafi réttmæta ástæðu til að draga óhlutdrægni dómara í efa. Ég tala nú ekki um ef þau atvik urðu í beinum tengslum við það sem er síðan ákært fyrir,“ sagði Ragnar og bætti við að það séu dómararnir sjálfir sem gæti að hæfi sínu. „Þetta er mjög mikilvæg mannréttindaregla að menn eiga rétt á því að fá úrlausn um mál sín fyrir dómi fyrir hlutlausum dómi,“ sagði Ragnar í kvöldfréttum Stöðvar 2. Ragnar var verjandi Ólafs Ólafssonar í einu umsvifamesta hrunmálinu, Al Thani-málinu, en hann sagði sig frá málinu í apríl 2013, ásamt Gesti Jónssyni, verjanda Sigurðar Einarssonar. Sögðu þeir sig frá málinu á þeim forsendum að þeir gætu ekki gætt að hagsmunum skjólstæðinga sinna svo þeir fengju notið réttlátrar málsmeðferðar en bæði Ragnar og Gestur voru dæmdir í Hæstarétti til að greiða eina milljón króna í réttarfarssekt fyrir að segja sig frá málinu. Þeir kvörtuðu til Mannréttindadómstóls Evrópu vegna þess, en í mars á þessu ári kom fram að dómstóllinn hefði tekið mál þeirra til meðferðar. Tengdar fréttir Markús telur sig ekki hafa verið vanhæfan Markús Sigurbjörnsson, forseti Hæstaréttar, átti í umfangsmilklum hlutabréfaviðskiptum á árunum fyrir hrun en hefur ekki vikið sæti í svokölluðum hrunnmálum. 5. desember 2016 19:04 Yfirlýsing frá Markúsi: Hef ávallt gætt að hæfi í málum Markús Sigurbjörnsson, forseti Hæstaréttar og dómari við réttinn, segist hafa tilkynnt um hlutabréfaeign samkvæmt lögum. 6. desember 2016 11:26 Formaður Dómarafélags Íslands segir óljóst hvort Markús hafi verið vanhæfur Skúli Magnússon, formaður Dómarafélags Íslands segist gera sér grein fyrir að slík mál séu ekki til þess fallandi að auka traust á dómstólum. 5. desember 2016 23:27 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Sjá meira
Reimar Pétursson, verjandi Jóhannesar Baldurssonar, eins sakborninga í BK 44-málinu, vill ekki tjá sig um fjármál Markúsar Sigurbjörnssonar, hæstaréttardómara, en hann var einn af þeim sem dæmdu Jóhannes til fangelsisvistar vegna BK 44-málsins. Sem formaður Lögmannafélagsins segir hann hins vegar að ef einhverjir málsaðilar telji á sér brotið í ljósi þeirra upplýsinga sem komið hafa fram þá eigi þeir hiklaust að leita til lögmanna til að skoða sín mál. Markús átti hlutabréf í Glitni, sem hann hafði reyndar selt öll í febrúar 2007, en á árinu 2008 átti Markús eignir í verðbréfasjóðnum Sjóði 9. Jóhannes var framkvæmdastjóri markaðsviðskipta Glitnis, sem var ein þeirra deilda sem sá um fjármuni Markúsar. Eftir að upplýst var um hlutabréfa-og verðbréfaeign hæstaréttardómarans hefur því verið velt upp hvort hann hafi verið vanhæfur tilað dæma í dómsmálum tengdum Glitni. Dómarar meta sjálfir hæfi sitt og hefur Markús sagt að hann hafi ekki talið sig vera vanhæfan til að dæma í málum tengdum bankanum. Auk BK 44-málsins var Markús á meðal dómara í þremur málum sem voru höfðuð gegn Glitni fyrir hrun en þá var hann hluthafi í bankanum. Málunum var öllum vísað frá.Markús Sigurbjörnsson ásamt öðrum hæstaréttardómurum við þingsetningu í gær.vísir/ernirÓheppilegt að nefnd um dómarastörf gæti ekki vel að gögnum sínum Tilkynningar um viðskipti Markúsar fundust upphaflega ekki hjá nefnd um dómarastörf en dómurum ber að tilkynna hlutabréfaviðskipti sín til nefndarinnar. Í gærkvöldi staðfesti Hjördís Hákonardóttir, formanni nefndarinnar, hins vegar að ein slík tilkynning frá Markúsi hefði fundist hjá nefndinni. Reimar segir Lögmannafélagið líta svo á að hér á landi sé réttarkerfi sem sé í aðalatriðum traust og eigi að hafa getu og burði til þess að leysa úr þeim sem spurningum sem hafa komið upp hér núna. Reimar segir það þó óheppilegt að nefnd um dómarastörf hafi ekki gætt nógu vel að sínum gögnum. „Þessi nefnd er á endanum býsna mikilvæg stofnun og það er þess vegna æskilegt að það sé reynt að tryggja að þetta geti ekki gerst aftur og ef ástæða þykir til jafnvel að endurskoða þetta fyrirkomulag með einhverjum hætti,“ segir Reimar. Þá bendir hann á að hæfi til meðferðar einstakra mála sé mjög vandasamt mat. „Það reynir auðvitað mjög oft á hæfi í þessu litla samfélagi og niðurstaðan um hæfi ræðst yfirleitt bara á nákvæmri skoðun á atvikum einstakra mála og þeim kröfum sem þar eru hafðar uppi. Þess vegna er ekki hægt að fullyrða almennt um mögulegt vanhæfi en við hjá Lögmannafélaginu mælum bara með því að þeir málsaðilar sem telja á sér brotið í ljósi þessarar umræðu að þeir hafi samband við lögmenn og skoði það í góðu tómi hvort það séu einhverjar forsendur fyrir endurupptöku máls eða hugsanlega kvörtun til Mannréttindadómstóls Evrópu eða hvernig sem það liggur,“ segir Reimar.Sigurður Tómas Magnússon, prófessor við lagadeild HR.vísir/vilhelmSegir að Markús hafi ekki verið vanhæfur Skúli Magnússon, formaður Dómarafélagsins, sagði í samtali við Vísi á mánudag að það væri erfitt að átta sig á því á hvaða grundvelli Markús hafi átt að vera vanhæfur í dómsmálum sem tengjast Glitni. Í sama streng tók Sigurður Tómas Magnússon, prófessor við lagadeild Háskólans í Reykjavík í kvöldfréttum RÚV í gær. „Hvað varðar fjárhagslegu hagsmunina þá hafi þeir allir verið liðnir undir lok þegar þessi dómsmál koma. Það eru engir fjárhagslegir hagsmunir lengur sem Markús hefur af einni niðurstöðu eða annarri. Hvað hitt varðar, hvort það geti verið kali eða ekki kali þá þarf bara að skoða það. Mér sýnist Markús Sigurbjörnsson hafi nú frekar hagnast á viðskiptum við Glitni þegar upp er staðið þannig að ég sé ekki ástæðu fyrir því að hann sé með sérstakan kala út í það,“ sagði Sigurður Tómas í samtali við RÚV.Ragnar H. Hall, hæstaréttarlögmaðurvísir/heiðaDómari eigi að víkja ef minnsti vafi væri á óhlutdrægni Ragnar H. Hall, hæstaréttarlögmaður, sagði hins vegar í fréttum Stöðvar 2 í gær að dómari ætti ekki að sitja í máli ef minnsti vafi væri á því að liti óhlutdrægt á málavexti út frá því sem gerst hafði í fortíðinni. Sagði Ragnar að hér komi til skoðunar sérstök hæfisregla laganna. „Hún lítur að því hver ásýnd dómsins er gagnvart þeim sem er sakborningur í máli hvort hann hafi réttmæta ástæðu til að draga óhlutdrægni dómara í efa. Ég tala nú ekki um ef þau atvik urðu í beinum tengslum við það sem er síðan ákært fyrir,“ sagði Ragnar og bætti við að það séu dómararnir sjálfir sem gæti að hæfi sínu. „Þetta er mjög mikilvæg mannréttindaregla að menn eiga rétt á því að fá úrlausn um mál sín fyrir dómi fyrir hlutlausum dómi,“ sagði Ragnar í kvöldfréttum Stöðvar 2. Ragnar var verjandi Ólafs Ólafssonar í einu umsvifamesta hrunmálinu, Al Thani-málinu, en hann sagði sig frá málinu í apríl 2013, ásamt Gesti Jónssyni, verjanda Sigurðar Einarssonar. Sögðu þeir sig frá málinu á þeim forsendum að þeir gætu ekki gætt að hagsmunum skjólstæðinga sinna svo þeir fengju notið réttlátrar málsmeðferðar en bæði Ragnar og Gestur voru dæmdir í Hæstarétti til að greiða eina milljón króna í réttarfarssekt fyrir að segja sig frá málinu. Þeir kvörtuðu til Mannréttindadómstóls Evrópu vegna þess, en í mars á þessu ári kom fram að dómstóllinn hefði tekið mál þeirra til meðferðar.
Tengdar fréttir Markús telur sig ekki hafa verið vanhæfan Markús Sigurbjörnsson, forseti Hæstaréttar, átti í umfangsmilklum hlutabréfaviðskiptum á árunum fyrir hrun en hefur ekki vikið sæti í svokölluðum hrunnmálum. 5. desember 2016 19:04 Yfirlýsing frá Markúsi: Hef ávallt gætt að hæfi í málum Markús Sigurbjörnsson, forseti Hæstaréttar og dómari við réttinn, segist hafa tilkynnt um hlutabréfaeign samkvæmt lögum. 6. desember 2016 11:26 Formaður Dómarafélags Íslands segir óljóst hvort Markús hafi verið vanhæfur Skúli Magnússon, formaður Dómarafélags Íslands segist gera sér grein fyrir að slík mál séu ekki til þess fallandi að auka traust á dómstólum. 5. desember 2016 23:27 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Sjá meira
Markús telur sig ekki hafa verið vanhæfan Markús Sigurbjörnsson, forseti Hæstaréttar, átti í umfangsmilklum hlutabréfaviðskiptum á árunum fyrir hrun en hefur ekki vikið sæti í svokölluðum hrunnmálum. 5. desember 2016 19:04
Yfirlýsing frá Markúsi: Hef ávallt gætt að hæfi í málum Markús Sigurbjörnsson, forseti Hæstaréttar og dómari við réttinn, segist hafa tilkynnt um hlutabréfaeign samkvæmt lögum. 6. desember 2016 11:26
Formaður Dómarafélags Íslands segir óljóst hvort Markús hafi verið vanhæfur Skúli Magnússon, formaður Dómarafélags Íslands segist gera sér grein fyrir að slík mál séu ekki til þess fallandi að auka traust á dómstólum. 5. desember 2016 23:27