Ingveldur umsvifamikil í hlutabréfum Andri Ólafson skrifar 7. desember 2016 07:21 Hér sjást fjórir dómarar við Hæstarétt en þeir sóttu setningu Alþingis í gær. Frá vinstri eru þetta Markús Sigurbjörnsson, sem átti hlut í Glitni, Viðar Már Matthíasson, en systir hans, Guð björg, var stór hluthafi í bankanum, Ólafur Börkur Þorvaldsson, sem átti hlut í Glitni, og Eiríkur Tómasson, sem átti hlut í Glitni. Vísir/Ernir Auk þess að eiga hlut í Glitni, eins og Fréttablaðið greindi frá í gær, átti Ingveldur Einarsdóttir, hæstaréttardómari, einnig hluti í Landsbankanum, Kaupþingi og Straumi-Burðarás fyrir hrun. Hlutina seldi hún ekki fyrr en eftir að ríkið hafði yfirtekið Glitni haustið 2008 og var söluandvirðið um tvær milljónir króna. Þetta kemur fram í gögnum frá slitastjórn Glitnis sem Fréttablaðið hefur undir höndum. Ingveldur hefur sem dómari við Hæstarétt dæmt í málum sem tengjast falli bankanna. Nú síðast í október þegar hún átti sæti í dómnum sem úrskurðaði í stóra markaðsmisnotkunarmálinu í Kaupþingi. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær átti Markús Sigurbjörnsson hlut í Glitni sem hann seldi í byrjun árs 2007. Hann var síðar í eignastýringu í sama banka sem geymdi fé hans meðal annars í peningamarkaðssjóðum sem sýsluðu meðal annars með víxla og íslensk hlutabréf. Markús sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem fram kom að hann hefði tilkynnt nefnd um dómarastörf um eignarhlut sinn í Glitni. Þá segir Markús í yfirlýsingu sinni ekki telja sig hafa þurft að upplýsa um eignir sínar í eignastýringu Glitnis. Það virðist þó ekki vera samhljómur um þá skoðun í stéttinni. Hjördís Hákonardóttir, formaður nefndar um dómarastörf, vill til dæmis ekki svara hreint út um það hvort eignir í peningamarkaðssjóðum falli undir tilkynningarskyldu dómara. „Við höfum aldrei þurft að taka afstöðu til þess. Það eru eitthvað deildar meiningar um það. En nefndin verður að ræða þetta og taka svo sameiginlega ákvörðun um það.“ Tengdar fréttir Markús telur sig ekki hafa verið vanhæfan Markús Sigurbjörnsson, forseti Hæstaréttar, átti í umfangsmilklum hlutabréfaviðskiptum á árunum fyrir hrun en hefur ekki vikið sæti í svokölluðum hrunnmálum. 5. desember 2016 19:04 Fjórir dómarar töpuðu umtalsverðum fjárhæðum á Glitni Sömu dómarar hafa dæmt í hrunmálum, meðal annars í málum sem tengjast Glitni og falli hans beint. 6. desember 2016 07:00 Yfirlýsing frá Markúsi: Hef ávallt gætt að hæfi í málum Markús Sigurbjörnsson, forseti Hæstaréttar og dómari við réttinn, segist hafa tilkynnt um hlutabréfaeign samkvæmt lögum. 6. desember 2016 11:26 Ein tilkynning Markúsar fannst við leit í gærkvöldi Greint var frá því í fréttum í gær að Markús Sigurbjörnsson, forseti Hæstaréttar, hafi innleyst á annan tug milljóna úr sjóði 9 hjá Glitni á síðustu viðskiptadögum fyrir hrun. 6. desember 2016 22:12 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Erlent Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Kastljósið beinist að Guðrúnu Innlent Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Innlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Innlent Svona var stemmningin við setningu Alþingis Innlent Fleiri fréttir Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Sjá meira
Auk þess að eiga hlut í Glitni, eins og Fréttablaðið greindi frá í gær, átti Ingveldur Einarsdóttir, hæstaréttardómari, einnig hluti í Landsbankanum, Kaupþingi og Straumi-Burðarás fyrir hrun. Hlutina seldi hún ekki fyrr en eftir að ríkið hafði yfirtekið Glitni haustið 2008 og var söluandvirðið um tvær milljónir króna. Þetta kemur fram í gögnum frá slitastjórn Glitnis sem Fréttablaðið hefur undir höndum. Ingveldur hefur sem dómari við Hæstarétt dæmt í málum sem tengjast falli bankanna. Nú síðast í október þegar hún átti sæti í dómnum sem úrskurðaði í stóra markaðsmisnotkunarmálinu í Kaupþingi. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær átti Markús Sigurbjörnsson hlut í Glitni sem hann seldi í byrjun árs 2007. Hann var síðar í eignastýringu í sama banka sem geymdi fé hans meðal annars í peningamarkaðssjóðum sem sýsluðu meðal annars með víxla og íslensk hlutabréf. Markús sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem fram kom að hann hefði tilkynnt nefnd um dómarastörf um eignarhlut sinn í Glitni. Þá segir Markús í yfirlýsingu sinni ekki telja sig hafa þurft að upplýsa um eignir sínar í eignastýringu Glitnis. Það virðist þó ekki vera samhljómur um þá skoðun í stéttinni. Hjördís Hákonardóttir, formaður nefndar um dómarastörf, vill til dæmis ekki svara hreint út um það hvort eignir í peningamarkaðssjóðum falli undir tilkynningarskyldu dómara. „Við höfum aldrei þurft að taka afstöðu til þess. Það eru eitthvað deildar meiningar um það. En nefndin verður að ræða þetta og taka svo sameiginlega ákvörðun um það.“
Tengdar fréttir Markús telur sig ekki hafa verið vanhæfan Markús Sigurbjörnsson, forseti Hæstaréttar, átti í umfangsmilklum hlutabréfaviðskiptum á árunum fyrir hrun en hefur ekki vikið sæti í svokölluðum hrunnmálum. 5. desember 2016 19:04 Fjórir dómarar töpuðu umtalsverðum fjárhæðum á Glitni Sömu dómarar hafa dæmt í hrunmálum, meðal annars í málum sem tengjast Glitni og falli hans beint. 6. desember 2016 07:00 Yfirlýsing frá Markúsi: Hef ávallt gætt að hæfi í málum Markús Sigurbjörnsson, forseti Hæstaréttar og dómari við réttinn, segist hafa tilkynnt um hlutabréfaeign samkvæmt lögum. 6. desember 2016 11:26 Ein tilkynning Markúsar fannst við leit í gærkvöldi Greint var frá því í fréttum í gær að Markús Sigurbjörnsson, forseti Hæstaréttar, hafi innleyst á annan tug milljóna úr sjóði 9 hjá Glitni á síðustu viðskiptadögum fyrir hrun. 6. desember 2016 22:12 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Erlent Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Kastljósið beinist að Guðrúnu Innlent Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Innlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Innlent Svona var stemmningin við setningu Alþingis Innlent Fleiri fréttir Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Sjá meira
Markús telur sig ekki hafa verið vanhæfan Markús Sigurbjörnsson, forseti Hæstaréttar, átti í umfangsmilklum hlutabréfaviðskiptum á árunum fyrir hrun en hefur ekki vikið sæti í svokölluðum hrunnmálum. 5. desember 2016 19:04
Fjórir dómarar töpuðu umtalsverðum fjárhæðum á Glitni Sömu dómarar hafa dæmt í hrunmálum, meðal annars í málum sem tengjast Glitni og falli hans beint. 6. desember 2016 07:00
Yfirlýsing frá Markúsi: Hef ávallt gætt að hæfi í málum Markús Sigurbjörnsson, forseti Hæstaréttar og dómari við réttinn, segist hafa tilkynnt um hlutabréfaeign samkvæmt lögum. 6. desember 2016 11:26
Ein tilkynning Markúsar fannst við leit í gærkvöldi Greint var frá því í fréttum í gær að Markús Sigurbjörnsson, forseti Hæstaréttar, hafi innleyst á annan tug milljóna úr sjóði 9 hjá Glitni á síðustu viðskiptadögum fyrir hrun. 6. desember 2016 22:12