Innlent

Vilja leggja niður hverfisráðin

Þorgeir Helgason skrifar
Framsókn og flugvallarvinir leggja til mikinn niðurskurð í rekstri Reykavíkurborgar.
Framsókn og flugvallarvinir leggja til mikinn niðurskurð í rekstri Reykavíkurborgar. Vísir/Arnþór
Framsókn og flugvallarvinir lögðu í gær til að hverfisráð Reykjavíkurborgar yrðu ekki starfrækt á næsta ári. Þetta var ein af breytingartillögum Framsóknar og flugvallarvina við frumvarp fjárhagsáætlunar Reykjavíkurborgar fyrir árið 2017.

Aðrar tillögur Framsóknar og flugvallarvina voru til dæmis þær að mannréttindaráð Reykjavíkurborgar yrði lagt niður og verkefni þess alfarið færð yfir til velferðarráðs sem verði nefnt velferðar og mannréttindaráð Reykjavíkurborgar, að mannréttindaskrifstofa yrði færð undir velferðarsvið, að menningar- og ferðamálaráð yrði lagt niður og að menningarmál yrðu færð undir íþrótta- og tómstundasvið.

Framsókn og flugvallarvinir áætla að sparnaðurinn af niðurskurðinum sé tæpar 190 milljónir króna en hann vilja þau meðal annars nota í sérkennsluúrræði í grunn- og leikskólum og til uppbyggingar fyrir Alzheimersjúklinga yngri en 67 ára.

Þessi frétt birtist fyrst í Fréttablaðinu.

ATH. Fréttin hefur verið uppfærð. Í fyrri útgáfu stóð að sparnaðartillögur Framsóknar- og flugvallarvina fælu í sér 19 milljóna króna sparnað. Hið rétta er að sparnaðurinn átti að nema tæpum 190 milljónum samkvæmt tillögunum. Þá er undirstrikað að samfara því að mannréttindaráð yrði lagt niður var lagt til að viðfangsefni þess færðust til velferðarráðs sem eftirleiðis yrði nefnt velferðar- og mannréttindaráð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×