Englaher úr himnaríki Jónas Sen skrifar 3. desember 2016 12:00 Þorgerður Ingólfsdóttir, kórstjóri hefur unnið frábært starf með Hamrahlíðakórana. Visir/Valli Tónlist Verk eftir Bach, Händel og Mozart. Sinfóníuhljómsveit Íslands lék undir stjórn Eivind Aadland. Einleikari: Elfa Rún Kristinsdóttir. Fram komu Hamrahlíðarkórarnir undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur. Eldborg í Hörpu fimmtudaginn 1. desember Efnisskrá Sinfóníutónleikanna á fimmtudagskvöldið var samloka. Mozart var brauðið, þ.e. fyrstur og síðastur, en Händel og Bach áleggið. Samlokan smakkaðist nokkuð misjafnlega. Forleikurinn að óperunni Brúðkaupi Fígarós eftir Mozart var prýðilegur. Hljómsveitin var samtaka og hröð nótnahlaup skýr undir stjórn Eivind Aadland. Túlkunin var lífleg og snörp, akkúrat eins og hún átti að vera. Til allrar óhamingju var fiðlukonsert í E-dúr BWV 1042 eftir Bach mun síðri. Þar var einleikari Elfa Rún Kristinsdóttur, sem ég hef hingað til heyrt gott eitt frá. Fiðlan var fremur hjáróma, tónninn var mjór og ófullnægjandi. Alltof miklar áherslur voru á fyrsta slag í hverjum takti (taktur samanstendur yfirleitt af þremur eða fjórum slögum) og þær voru oftast teygðar í þokkabót. Þetta gerði tónlistina afkáralega, það var eins og að hlusta á grínútgáfu af konsertinum, sem þó var ekkert fyndin. Eins og áður segir hef ég áður heyrt Elfu Rún spila ákaflega vel; ljóst er að hún getur gert betur en þetta. Meira var varið í Händel. Þetta var My Heart is Inditing, krýningarsöngur HWV 261. Upp á svið stigu Hamrahlíðarkórarnir, afar fjölmennur hópur. Unaður var að hlusta á hann syngja. Það var eitthvað dásamlega blátt áfram og heiðarlegt við söngstílinn. Ekki aðeins voru tæknileg atriði á borð við samsöng og hreina tónmyndun eins og best verður á kosið; túlkunin var bara svo falleg. Hún var full af æskufjöri, sem þó var gríðarlega agað. Þessar andstæður sköpuðu mikla spennu, sem hafði það sterkan áhrifamátt að maður gleymdi stund og stað. Líkt og nafnið ber með sér er tónlistin samin fyrir krýningu. Georg 2. varð Bretakonungur 1727 en Händel var þá orðinn breskur ríkisborgari. Textinn er úr Biblíunni, aðallega Davíðssálmunum. Tónlistin er tignarleg, en líka þrungin gleði. Kórinn kom gleðinni fullkomlega til skila. Ekki sakaði að hópurinn var augnayndi; hvítt var áberandi í klæðaburðinum. Það var eins og englaher hefði stigið niður úr himnaríki! Lokaverkið á efnisskránni var Sinfónía nr. 39 eftir Mozart. Venjulega eru sinfóníurnar hans númeraðar upp í 41, en þær eru þó fleiri. Sú 39. er margslungin og djúp, skreytt fögrum laglínum og hugmyndaríkri úrvinnslu. En túlkun Aadlands var býsna yfirborðsleg, hún var keyrð áfram á kraftinum einum. Það var eins og að vera í lest á ofsahraða um hrífandi landslag; erfitt var að njóta fegurðarinnar í öllum asanum. Hljómsveitin spilaði þó af fagmennsku og öryggi, en það dugði ekki til. Útkoman var meðalmennskuleg og skildi lítið eftir sig.Niðurstaða: Bach var slæmur, Mozart misjafn og Händel snilld.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 3. desember. Menning Tónlistargagnrýni Mest lesið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Lífið Fleiri fréttir Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Tónlist Verk eftir Bach, Händel og Mozart. Sinfóníuhljómsveit Íslands lék undir stjórn Eivind Aadland. Einleikari: Elfa Rún Kristinsdóttir. Fram komu Hamrahlíðarkórarnir undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur. Eldborg í Hörpu fimmtudaginn 1. desember Efnisskrá Sinfóníutónleikanna á fimmtudagskvöldið var samloka. Mozart var brauðið, þ.e. fyrstur og síðastur, en Händel og Bach áleggið. Samlokan smakkaðist nokkuð misjafnlega. Forleikurinn að óperunni Brúðkaupi Fígarós eftir Mozart var prýðilegur. Hljómsveitin var samtaka og hröð nótnahlaup skýr undir stjórn Eivind Aadland. Túlkunin var lífleg og snörp, akkúrat eins og hún átti að vera. Til allrar óhamingju var fiðlukonsert í E-dúr BWV 1042 eftir Bach mun síðri. Þar var einleikari Elfa Rún Kristinsdóttur, sem ég hef hingað til heyrt gott eitt frá. Fiðlan var fremur hjáróma, tónninn var mjór og ófullnægjandi. Alltof miklar áherslur voru á fyrsta slag í hverjum takti (taktur samanstendur yfirleitt af þremur eða fjórum slögum) og þær voru oftast teygðar í þokkabót. Þetta gerði tónlistina afkáralega, það var eins og að hlusta á grínútgáfu af konsertinum, sem þó var ekkert fyndin. Eins og áður segir hef ég áður heyrt Elfu Rún spila ákaflega vel; ljóst er að hún getur gert betur en þetta. Meira var varið í Händel. Þetta var My Heart is Inditing, krýningarsöngur HWV 261. Upp á svið stigu Hamrahlíðarkórarnir, afar fjölmennur hópur. Unaður var að hlusta á hann syngja. Það var eitthvað dásamlega blátt áfram og heiðarlegt við söngstílinn. Ekki aðeins voru tæknileg atriði á borð við samsöng og hreina tónmyndun eins og best verður á kosið; túlkunin var bara svo falleg. Hún var full af æskufjöri, sem þó var gríðarlega agað. Þessar andstæður sköpuðu mikla spennu, sem hafði það sterkan áhrifamátt að maður gleymdi stund og stað. Líkt og nafnið ber með sér er tónlistin samin fyrir krýningu. Georg 2. varð Bretakonungur 1727 en Händel var þá orðinn breskur ríkisborgari. Textinn er úr Biblíunni, aðallega Davíðssálmunum. Tónlistin er tignarleg, en líka þrungin gleði. Kórinn kom gleðinni fullkomlega til skila. Ekki sakaði að hópurinn var augnayndi; hvítt var áberandi í klæðaburðinum. Það var eins og englaher hefði stigið niður úr himnaríki! Lokaverkið á efnisskránni var Sinfónía nr. 39 eftir Mozart. Venjulega eru sinfóníurnar hans númeraðar upp í 41, en þær eru þó fleiri. Sú 39. er margslungin og djúp, skreytt fögrum laglínum og hugmyndaríkri úrvinnslu. En túlkun Aadlands var býsna yfirborðsleg, hún var keyrð áfram á kraftinum einum. Það var eins og að vera í lest á ofsahraða um hrífandi landslag; erfitt var að njóta fegurðarinnar í öllum asanum. Hljómsveitin spilaði þó af fagmennsku og öryggi, en það dugði ekki til. Útkoman var meðalmennskuleg og skildi lítið eftir sig.Niðurstaða: Bach var slæmur, Mozart misjafn og Händel snilld.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 3. desember.
Menning Tónlistargagnrýni Mest lesið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Lífið Fleiri fréttir Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira