Umfjöllun og viðtöl: Skallagrímur - Keflavík 55-68 | Góður varnarleikur skilaði Keflavík sigrinum Gunnhildur Lind Hansdóttir í Fjósinu skrifar 3. desember 2016 19:45 Sigrún Sjöfn Ámundadóttir hefur spilað vel með Skallagrími í vetur. vísir/ernir Stúlkurnar í Keflavík gerðu sér góða ferð í Borgarnes og unnu Skallagrím 55-68 í 11. Umferð Domino´s deildar í Fjósinu í dag. Sigurinn stækkar bilið á milli liðanna enn fremur og situr lið Keflavíkur á toppi deildarinnar með 16 stig á meðan Skallagrímsstúlkur sitja eftir með 12 stig. Heimastúlkur byrjuðu leikinn betur sóknarlega og voru skotin að rata rétta leið þrátt fyrir fína vörn stúlknanna úr Reykjanesbæ. Gestirnir voru áræðnir á körfuna og óhræddir við að keyra inn í teyginn sem og taka opin skot og eiga stelpurnar hrós skilið fyrir að vera með stanslausa baráttu þó svo að skotin hafa ekki verið að falla í upphafi leiks. Fyrri hálfleikur var nokkuð jafn framan af en Skallagrímur virtist stjórna takti leiksins enda heldur þær í forystuna allan hálfleikinn. Staðan var 34-29 Skallagrím í vil. Í seinni hálfleik settu Keflavík nánast í lás og gerðu heimamönnum verulega erfitt fyrir sóknarlega. Varnarleikur gestanna sogaði nánast alla orku úr Skallagrímskonum sem voru að vinna yfirvinnu til að koma boltanum í körfuna. Hægt og rólega fór Keflavík að skríða fram úr. Með góðri vörn og betri sóknarleik fóru skotin loksins að falla hjá gestunum og ekkert virtist koma í veg fyrir sigur Keflvíkinga. Góð vörn Keflavíkur í seinni hálfleik skóp sigur gestanna og kláruðu þær leikinn nokkuð örugglega 55-68.Af hverju vann Keflavík? Keflavík vann með góðri vinnusemi og hörku varnarleik. Þrátt fyrir að skotin hafa ekki verið að falla í upphafi leiks þá gáfust þær aldrei upp. Með góðum varnarleik yfir allan leikinn er bara spurning um hvenær skotin fara svo loks að rata réttu leið. Það gerðist svo í öðrum leikhluta er skotin fóru loks að falla og þá var fátt sem myndi stoppa sigur gestanna.Bestu menn vallarins? Stigaskorið dreifðist nokkuð jafnt á milli leikmanna Keflavíkur en það var Ariana Moorer sem að leiddi stigaskor gestanna með 25 stigum. Þar næst á eftir kom Birna Valgerður Benónýsdóttir sem var með 14 stig en einnig má minnast á Thelmu Dís Ágústsdóttir sem reyndist sínum liðsfélögum vel og var 8 stig, 10 fráköst og 5 stoðsendingar. Í liði heimamanna var Sigrún Sjöfn stigahæst með 19 stig og reif heil 17 fráköst niður sem verður að teljast ansi vel af sér vikið. Tölfræðin sem vakti athygli? Sú tölfræði sem vakti hvað mest athygli voru tapaðir boltar hjá Skallagrím en þeir voru alls 29 samtals, sem er bara alltof mikið. Hvort það var vörn gestanna sem sló heimastúlkur út af laginu eða hvort það var einbeitingaleysi er erfitt að skera úr um. En það er alveg ljóst að það er erfitt að vinna körfubolta leik með 29 tapaða bolta á tölfræðinni. Annars var svo sem engin önnur tölfræði sem æpir eftir athygli. Skotnýting beggja liða hefði getað verið mun betri sem og boltameðhöndlun. Hvað gekk illa? Það gekk illa fyrir bæði lið að halda boltanum innan liðsins. Það var einbeitingaleysi í sendingum oft á tímum og eitthvert sóknar stjórnleysi ríkti, þá sérstaklega í 3.leikhluta hjá báðum liðum. Það er alveg ljóst að þessi sigur var landaður á góðum varnarleik. Keflavík á hrós skilið fyrir leikinn í dag. Manuel: Leti og einbeitingarleysi hjá okkur í seinni hálfleikÞjálfari kvennaliðs Skallagríms, Manuel Angel Rodriguez, var ekki ánægður með leik sinna manna í dag. „Við vorum alveg svart og hvítt í þessum leik. Í fyrri hálfleikur spiluðum við eins og lið. Við spiluðum góða vörn og fundum lausnir í sóknarleiknum. En í seinni hálfleik slökuðum við bara á og vorum ekki eins áræðin og í fyrri hálfleik,” sagði Manuel þungur á brún við blaðamann Vísis eftir leik. Við vorum bara að vanmeta andstæðingana og auðvita þegar það gerist þá bjóðum við hættunni heim og töpum. Svo einfalt er það.” Það er alltaf erfitt að gerina það nákvæmlega hvað fer úrskeiðis í miðjum leik og hafði Manuel fá svör sjálfur. „Við stjórnuðum hraðanum á leiknum nokkuð vel í fyrri hálfleik og vorum vel einbeittar. En í seinni hálfleik, ég bara hreinlega veit ekki af hverju, en við fórum að spila verr og það var bara einhver leti í okkur og einbeitinga leysi. Við vorum ekki að spila af þeirri hörku sem ég ætlast til af mínum leikmönnum á þessu stigi.” Sverrir: Vörnin frábær í seinni hálfleikSverrir Þór Sverrisson þjálfara Keflavíkur var mjög glaður á að sjá eftir leikinn í Fjósinu í kvöld. „Ég er mjög sáttur, þetta var frábær leikur hjá stelpunum og þær eiga mikið hrós skilið. Mér fannst fín barátta allan leikinn og vörnin í fyrri hálfleik var allt í lagi en hún var frábær í seinni hálfleik. Sóknin small algjörlega með því. Mér fannst svo loksins koma gott flæði í sóknarleikinn og virkilega gaman að sjá okkur spila flottan bolta hérna í seinni hálfleik,” sagði Sverrir Þór glaður. Keflavík átti erfitt upptöku í byrjun leiks en hvað var það sem gekk svona illa í upphafi. „Þetta var samskiptaleysi í vörninni. Voru að skipta á skrínum og oft tvær að hlaupa í sama manninn og ýmislegt svona sem er bara einbeitingaleysi. En þær löguðu þetta virkilega vel og frábær innkoma hjá öllum í liðinu.” Eins og nefnt áður þá leiða Keflavík deildina með 16 stig og mætti jafnvel segja að velgengin kemur á óvart. „Ég segi ekki að ég hafi lagt af stað í sumar og ætlað að vera á toppnum allt mótið. En við erum með okkar markmið og viljum vera í topp fjórum og komast í úrslita keppnina. Við förum í hvern einasta leik með því markmiði að vinna. Við teljum okkur vera með það sterkt lið að þegar við gerum okkar hluti í leikjunum þá getum við unnið hvern sem er en það er ansi stutt á milli,” sagði Sverrir sem sagði Keflavík ekki mega við að vanmeta önnur lið. „Þegar við vinnum ekki okkar vinnu inn á gólfinu þá getum við líka tapað fyrir öllum. Ef að hugarfarið hjá stelpunum verður gott þá eigum við eftir að halda áfram að gera góða hluti,” segir Sverrir að lokum. Dominos-deild kvenna Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Fleiri fréttir Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Sjá meira
Stúlkurnar í Keflavík gerðu sér góða ferð í Borgarnes og unnu Skallagrím 55-68 í 11. Umferð Domino´s deildar í Fjósinu í dag. Sigurinn stækkar bilið á milli liðanna enn fremur og situr lið Keflavíkur á toppi deildarinnar með 16 stig á meðan Skallagrímsstúlkur sitja eftir með 12 stig. Heimastúlkur byrjuðu leikinn betur sóknarlega og voru skotin að rata rétta leið þrátt fyrir fína vörn stúlknanna úr Reykjanesbæ. Gestirnir voru áræðnir á körfuna og óhræddir við að keyra inn í teyginn sem og taka opin skot og eiga stelpurnar hrós skilið fyrir að vera með stanslausa baráttu þó svo að skotin hafa ekki verið að falla í upphafi leiks. Fyrri hálfleikur var nokkuð jafn framan af en Skallagrímur virtist stjórna takti leiksins enda heldur þær í forystuna allan hálfleikinn. Staðan var 34-29 Skallagrím í vil. Í seinni hálfleik settu Keflavík nánast í lás og gerðu heimamönnum verulega erfitt fyrir sóknarlega. Varnarleikur gestanna sogaði nánast alla orku úr Skallagrímskonum sem voru að vinna yfirvinnu til að koma boltanum í körfuna. Hægt og rólega fór Keflavík að skríða fram úr. Með góðri vörn og betri sóknarleik fóru skotin loksins að falla hjá gestunum og ekkert virtist koma í veg fyrir sigur Keflvíkinga. Góð vörn Keflavíkur í seinni hálfleik skóp sigur gestanna og kláruðu þær leikinn nokkuð örugglega 55-68.Af hverju vann Keflavík? Keflavík vann með góðri vinnusemi og hörku varnarleik. Þrátt fyrir að skotin hafa ekki verið að falla í upphafi leiks þá gáfust þær aldrei upp. Með góðum varnarleik yfir allan leikinn er bara spurning um hvenær skotin fara svo loks að rata réttu leið. Það gerðist svo í öðrum leikhluta er skotin fóru loks að falla og þá var fátt sem myndi stoppa sigur gestanna.Bestu menn vallarins? Stigaskorið dreifðist nokkuð jafnt á milli leikmanna Keflavíkur en það var Ariana Moorer sem að leiddi stigaskor gestanna með 25 stigum. Þar næst á eftir kom Birna Valgerður Benónýsdóttir sem var með 14 stig en einnig má minnast á Thelmu Dís Ágústsdóttir sem reyndist sínum liðsfélögum vel og var 8 stig, 10 fráköst og 5 stoðsendingar. Í liði heimamanna var Sigrún Sjöfn stigahæst með 19 stig og reif heil 17 fráköst niður sem verður að teljast ansi vel af sér vikið. Tölfræðin sem vakti athygli? Sú tölfræði sem vakti hvað mest athygli voru tapaðir boltar hjá Skallagrím en þeir voru alls 29 samtals, sem er bara alltof mikið. Hvort það var vörn gestanna sem sló heimastúlkur út af laginu eða hvort það var einbeitingaleysi er erfitt að skera úr um. En það er alveg ljóst að það er erfitt að vinna körfubolta leik með 29 tapaða bolta á tölfræðinni. Annars var svo sem engin önnur tölfræði sem æpir eftir athygli. Skotnýting beggja liða hefði getað verið mun betri sem og boltameðhöndlun. Hvað gekk illa? Það gekk illa fyrir bæði lið að halda boltanum innan liðsins. Það var einbeitingaleysi í sendingum oft á tímum og eitthvert sóknar stjórnleysi ríkti, þá sérstaklega í 3.leikhluta hjá báðum liðum. Það er alveg ljóst að þessi sigur var landaður á góðum varnarleik. Keflavík á hrós skilið fyrir leikinn í dag. Manuel: Leti og einbeitingarleysi hjá okkur í seinni hálfleikÞjálfari kvennaliðs Skallagríms, Manuel Angel Rodriguez, var ekki ánægður með leik sinna manna í dag. „Við vorum alveg svart og hvítt í þessum leik. Í fyrri hálfleikur spiluðum við eins og lið. Við spiluðum góða vörn og fundum lausnir í sóknarleiknum. En í seinni hálfleik slökuðum við bara á og vorum ekki eins áræðin og í fyrri hálfleik,” sagði Manuel þungur á brún við blaðamann Vísis eftir leik. Við vorum bara að vanmeta andstæðingana og auðvita þegar það gerist þá bjóðum við hættunni heim og töpum. Svo einfalt er það.” Það er alltaf erfitt að gerina það nákvæmlega hvað fer úrskeiðis í miðjum leik og hafði Manuel fá svör sjálfur. „Við stjórnuðum hraðanum á leiknum nokkuð vel í fyrri hálfleik og vorum vel einbeittar. En í seinni hálfleik, ég bara hreinlega veit ekki af hverju, en við fórum að spila verr og það var bara einhver leti í okkur og einbeitinga leysi. Við vorum ekki að spila af þeirri hörku sem ég ætlast til af mínum leikmönnum á þessu stigi.” Sverrir: Vörnin frábær í seinni hálfleikSverrir Þór Sverrisson þjálfara Keflavíkur var mjög glaður á að sjá eftir leikinn í Fjósinu í kvöld. „Ég er mjög sáttur, þetta var frábær leikur hjá stelpunum og þær eiga mikið hrós skilið. Mér fannst fín barátta allan leikinn og vörnin í fyrri hálfleik var allt í lagi en hún var frábær í seinni hálfleik. Sóknin small algjörlega með því. Mér fannst svo loksins koma gott flæði í sóknarleikinn og virkilega gaman að sjá okkur spila flottan bolta hérna í seinni hálfleik,” sagði Sverrir Þór glaður. Keflavík átti erfitt upptöku í byrjun leiks en hvað var það sem gekk svona illa í upphafi. „Þetta var samskiptaleysi í vörninni. Voru að skipta á skrínum og oft tvær að hlaupa í sama manninn og ýmislegt svona sem er bara einbeitingaleysi. En þær löguðu þetta virkilega vel og frábær innkoma hjá öllum í liðinu.” Eins og nefnt áður þá leiða Keflavík deildina með 16 stig og mætti jafnvel segja að velgengin kemur á óvart. „Ég segi ekki að ég hafi lagt af stað í sumar og ætlað að vera á toppnum allt mótið. En við erum með okkar markmið og viljum vera í topp fjórum og komast í úrslita keppnina. Við förum í hvern einasta leik með því markmiði að vinna. Við teljum okkur vera með það sterkt lið að þegar við gerum okkar hluti í leikjunum þá getum við unnið hvern sem er en það er ansi stutt á milli,” sagði Sverrir sem sagði Keflavík ekki mega við að vanmeta önnur lið. „Þegar við vinnum ekki okkar vinnu inn á gólfinu þá getum við líka tapað fyrir öllum. Ef að hugarfarið hjá stelpunum verður gott þá eigum við eftir að halda áfram að gera góða hluti,” segir Sverrir að lokum.
Dominos-deild kvenna Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Fleiri fréttir Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum