Frelsissviptingarmál í Fellsmúla: Reynt að koma í veg fyrir að parið flýi land Birgir Olgeirsson skrifar 2. desember 2016 10:41 Ekki hefur verið farið fram á gæsluvarðhald yfir mönnunum tveimur sem voru handteknir við Fellsmúla í gær. Vísir/GVA Lögreglan leitar enn pars vegna rannsóknar á máli sem varðar ásakanir um frelsissviptingu í Fellsmúla í Reykjavík í gær. Parið er búsett í íbúð í Fellsmúla 9 en í Fréttablaðinu í dag kom fram að um er að ræða 26 ára gamlan karlmann og 22 ára konu. Þau voru ekki á vettvangi þegar lögreglu bar að garði, en eftir því sem næst verður komist hafa þau ekki hlotið refsidóma.Ekki búið að taka ákvörðun um gæsluvarðhald Það var á öðrum tímanum í gær sem lögreglan handtók tvo karlmenn við blokkirnar tvær að Fellsmúla 9 og 11 vegna málsins. Mennirnir tveir eru enn í haldi lögreglunnar en ekki hefur verið ákveðið hvort farið verður fram á gæsluvarðhald yfir þeim. Lögreglan má halda sakborningum í allt að sólarhring án þess að fara fram á gæsluvarðhald og því má ætla að lögreglan verði að sleppa þeim á öðrum tímanum í dag ef ekki verður farið fram á gæsluvarðhald.Sjá einnig: Konan gaf sig framVoru handteknir við vettvanginn Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, segir mennina tvo hafa verið handtekna við vettvang glæpsins, en ekki á honum. Reyndi annar þeirra að flýja frá lögreglunni en lögregla stöðvaði för hans á dökkrauðum jeppa sem hann reyndi að aka á miklum hraða út innkeyrslu við götuna.Illa áttaður Það var karlmaður sem tilkynnti lögreglu að honum hefði verið haldið gegn eigin vilja í íbúð parsins í tvo sólarhringa. Hann slapp úr íbúðinni með því að klifra á milli svala á 4. hæð hússins, yfir í næsta stigagang að Fellsmúla 11 og fór þaðan niður á þriðju hæð hússins. Þar var kona ein heima og gat hleypt honum inn og hringt á lögregluna. Maðurinn gekk sjálfur úr blokkinni á nærbuxunum einum klæða og þaðan inn í sjúkrabíl sem flutti hann á sjúkrahús. Hann var undir læknishöndum fram eftir gærkvöldinu, ekki of illa slasaður, en brugðið og lemstraður. Lögreglan mun yfirheyra hann aftur í dag en hann var fremur illa áttaður í gær eftir raunir síðustu tveggja sólarhringa.Reynt að koma í veg fyrir að parið yfirgefi landið Líkt og fyrr segir stendur enn leit yfir að parinu en Grímur Grímsson segir lögreglu ekki leita að öðrum vegna rannsóknar málsins. Spurður hvort vitað sé að þau séu enn á landinu segir Grímur að allavega hafi verið reynt að koma í veg fyrir að þau myndu komast af landi brott eftir að rannsókn málsins hófst. Ekki er vitað að svo stöddu hvernig parið tengist málinu, öðruvísi en að það er búsett í íbúðinni þar sem maðurinn segir að honum hafi verið haldið gegn eigin vilja í tvo sólarhringa. Tengdar fréttir Maðurinn í haldi náði að láta vita af sér með því að klifra milli svala á 4. hæð Tveir í haldi lögreglu vegna málsins. Maðurinn í haldi var lemstraður að sögn lögreglu. 1. desember 2016 15:03 Óhugnanlegar lýsingar í frelsissviptingarmáli: Leit stendur yfir að pari á þrítugsaldri Lögregla handtók í gær tvo menn grunaða um að frelsissvipta annan mann og misþyrma í tvo sólarhringa í fjölbýlishúsi í Fellsmúla. 2. desember 2016 06:00 Mest lesið Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Innlent Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Fleiri fréttir Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Sjá meira
Lögreglan leitar enn pars vegna rannsóknar á máli sem varðar ásakanir um frelsissviptingu í Fellsmúla í Reykjavík í gær. Parið er búsett í íbúð í Fellsmúla 9 en í Fréttablaðinu í dag kom fram að um er að ræða 26 ára gamlan karlmann og 22 ára konu. Þau voru ekki á vettvangi þegar lögreglu bar að garði, en eftir því sem næst verður komist hafa þau ekki hlotið refsidóma.Ekki búið að taka ákvörðun um gæsluvarðhald Það var á öðrum tímanum í gær sem lögreglan handtók tvo karlmenn við blokkirnar tvær að Fellsmúla 9 og 11 vegna málsins. Mennirnir tveir eru enn í haldi lögreglunnar en ekki hefur verið ákveðið hvort farið verður fram á gæsluvarðhald yfir þeim. Lögreglan má halda sakborningum í allt að sólarhring án þess að fara fram á gæsluvarðhald og því má ætla að lögreglan verði að sleppa þeim á öðrum tímanum í dag ef ekki verður farið fram á gæsluvarðhald.Sjá einnig: Konan gaf sig framVoru handteknir við vettvanginn Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, segir mennina tvo hafa verið handtekna við vettvang glæpsins, en ekki á honum. Reyndi annar þeirra að flýja frá lögreglunni en lögregla stöðvaði för hans á dökkrauðum jeppa sem hann reyndi að aka á miklum hraða út innkeyrslu við götuna.Illa áttaður Það var karlmaður sem tilkynnti lögreglu að honum hefði verið haldið gegn eigin vilja í íbúð parsins í tvo sólarhringa. Hann slapp úr íbúðinni með því að klifra á milli svala á 4. hæð hússins, yfir í næsta stigagang að Fellsmúla 11 og fór þaðan niður á þriðju hæð hússins. Þar var kona ein heima og gat hleypt honum inn og hringt á lögregluna. Maðurinn gekk sjálfur úr blokkinni á nærbuxunum einum klæða og þaðan inn í sjúkrabíl sem flutti hann á sjúkrahús. Hann var undir læknishöndum fram eftir gærkvöldinu, ekki of illa slasaður, en brugðið og lemstraður. Lögreglan mun yfirheyra hann aftur í dag en hann var fremur illa áttaður í gær eftir raunir síðustu tveggja sólarhringa.Reynt að koma í veg fyrir að parið yfirgefi landið Líkt og fyrr segir stendur enn leit yfir að parinu en Grímur Grímsson segir lögreglu ekki leita að öðrum vegna rannsóknar málsins. Spurður hvort vitað sé að þau séu enn á landinu segir Grímur að allavega hafi verið reynt að koma í veg fyrir að þau myndu komast af landi brott eftir að rannsókn málsins hófst. Ekki er vitað að svo stöddu hvernig parið tengist málinu, öðruvísi en að það er búsett í íbúðinni þar sem maðurinn segir að honum hafi verið haldið gegn eigin vilja í tvo sólarhringa.
Tengdar fréttir Maðurinn í haldi náði að láta vita af sér með því að klifra milli svala á 4. hæð Tveir í haldi lögreglu vegna málsins. Maðurinn í haldi var lemstraður að sögn lögreglu. 1. desember 2016 15:03 Óhugnanlegar lýsingar í frelsissviptingarmáli: Leit stendur yfir að pari á þrítugsaldri Lögregla handtók í gær tvo menn grunaða um að frelsissvipta annan mann og misþyrma í tvo sólarhringa í fjölbýlishúsi í Fellsmúla. 2. desember 2016 06:00 Mest lesið Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Innlent Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Fleiri fréttir Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Sjá meira
Maðurinn í haldi náði að láta vita af sér með því að klifra milli svala á 4. hæð Tveir í haldi lögreglu vegna málsins. Maðurinn í haldi var lemstraður að sögn lögreglu. 1. desember 2016 15:03
Óhugnanlegar lýsingar í frelsissviptingarmáli: Leit stendur yfir að pari á þrítugsaldri Lögregla handtók í gær tvo menn grunaða um að frelsissvipta annan mann og misþyrma í tvo sólarhringa í fjölbýlishúsi í Fellsmúla. 2. desember 2016 06:00