Frelsissviptingarmál í Fellsmúla: Reynt að koma í veg fyrir að parið flýi land Birgir Olgeirsson skrifar 2. desember 2016 10:41 Ekki hefur verið farið fram á gæsluvarðhald yfir mönnunum tveimur sem voru handteknir við Fellsmúla í gær. Vísir/GVA Lögreglan leitar enn pars vegna rannsóknar á máli sem varðar ásakanir um frelsissviptingu í Fellsmúla í Reykjavík í gær. Parið er búsett í íbúð í Fellsmúla 9 en í Fréttablaðinu í dag kom fram að um er að ræða 26 ára gamlan karlmann og 22 ára konu. Þau voru ekki á vettvangi þegar lögreglu bar að garði, en eftir því sem næst verður komist hafa þau ekki hlotið refsidóma.Ekki búið að taka ákvörðun um gæsluvarðhald Það var á öðrum tímanum í gær sem lögreglan handtók tvo karlmenn við blokkirnar tvær að Fellsmúla 9 og 11 vegna málsins. Mennirnir tveir eru enn í haldi lögreglunnar en ekki hefur verið ákveðið hvort farið verður fram á gæsluvarðhald yfir þeim. Lögreglan má halda sakborningum í allt að sólarhring án þess að fara fram á gæsluvarðhald og því má ætla að lögreglan verði að sleppa þeim á öðrum tímanum í dag ef ekki verður farið fram á gæsluvarðhald.Sjá einnig: Konan gaf sig framVoru handteknir við vettvanginn Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, segir mennina tvo hafa verið handtekna við vettvang glæpsins, en ekki á honum. Reyndi annar þeirra að flýja frá lögreglunni en lögregla stöðvaði för hans á dökkrauðum jeppa sem hann reyndi að aka á miklum hraða út innkeyrslu við götuna.Illa áttaður Það var karlmaður sem tilkynnti lögreglu að honum hefði verið haldið gegn eigin vilja í íbúð parsins í tvo sólarhringa. Hann slapp úr íbúðinni með því að klifra á milli svala á 4. hæð hússins, yfir í næsta stigagang að Fellsmúla 11 og fór þaðan niður á þriðju hæð hússins. Þar var kona ein heima og gat hleypt honum inn og hringt á lögregluna. Maðurinn gekk sjálfur úr blokkinni á nærbuxunum einum klæða og þaðan inn í sjúkrabíl sem flutti hann á sjúkrahús. Hann var undir læknishöndum fram eftir gærkvöldinu, ekki of illa slasaður, en brugðið og lemstraður. Lögreglan mun yfirheyra hann aftur í dag en hann var fremur illa áttaður í gær eftir raunir síðustu tveggja sólarhringa.Reynt að koma í veg fyrir að parið yfirgefi landið Líkt og fyrr segir stendur enn leit yfir að parinu en Grímur Grímsson segir lögreglu ekki leita að öðrum vegna rannsóknar málsins. Spurður hvort vitað sé að þau séu enn á landinu segir Grímur að allavega hafi verið reynt að koma í veg fyrir að þau myndu komast af landi brott eftir að rannsókn málsins hófst. Ekki er vitað að svo stöddu hvernig parið tengist málinu, öðruvísi en að það er búsett í íbúðinni þar sem maðurinn segir að honum hafi verið haldið gegn eigin vilja í tvo sólarhringa. Tengdar fréttir Maðurinn í haldi náði að láta vita af sér með því að klifra milli svala á 4. hæð Tveir í haldi lögreglu vegna málsins. Maðurinn í haldi var lemstraður að sögn lögreglu. 1. desember 2016 15:03 Óhugnanlegar lýsingar í frelsissviptingarmáli: Leit stendur yfir að pari á þrítugsaldri Lögregla handtók í gær tvo menn grunaða um að frelsissvipta annan mann og misþyrma í tvo sólarhringa í fjölbýlishúsi í Fellsmúla. 2. desember 2016 06:00 Mest lesið Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Innlent Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Innlent Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Innlent Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Innlent Vill að stjórn FH fari frá Innlent Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Innlent Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Erlent Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Innlent Fleiri fréttir Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Settur ráðherra skipar skrifstofustjóra Börnin búin að velja ný nöfn á skólana á Kársnesi „Nokkuð þægilegt samtal um hver fái hvað“ Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Óróahviður í Mýrafjöllum sagðar líkjast aðdraganda Reykjaneselda Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Síðasti fundur starfsstjórnar og rýnt í ráðherrakapalinn Fólk fari varlega í kringum nýfædd börn í jólaboðunum Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Borgin fær 150 milljónir frá ESB til að hreinsa Tjörnina og Vatnsmýri Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Vill að stjórn FH fari frá Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Setur út á aðbúnað og umgjörð starfseminnar á neyðarvistun Stuðla Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Handtekinn vegna gruns um líkamsárás Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Valkyrjur ná saman, yfirfullar flugvélar og mistök ársins Þjóðin fær nýja ríkisstjórn í jólagjöf Umfangsmikið útkall í Suðurhrauni vegna mikils reyks Flýta flugeldasýningu og breyta hlaupaleiðum á Menningarnótt Bein útsending: Nýjustu tíðindi af viðræðunum Núðlusúpan reyndist 34 kíló af marijúana Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Ein af hverjum fimm íbúðum tóm í nokkrum sveitarfélögum Sjá meira
Lögreglan leitar enn pars vegna rannsóknar á máli sem varðar ásakanir um frelsissviptingu í Fellsmúla í Reykjavík í gær. Parið er búsett í íbúð í Fellsmúla 9 en í Fréttablaðinu í dag kom fram að um er að ræða 26 ára gamlan karlmann og 22 ára konu. Þau voru ekki á vettvangi þegar lögreglu bar að garði, en eftir því sem næst verður komist hafa þau ekki hlotið refsidóma.Ekki búið að taka ákvörðun um gæsluvarðhald Það var á öðrum tímanum í gær sem lögreglan handtók tvo karlmenn við blokkirnar tvær að Fellsmúla 9 og 11 vegna málsins. Mennirnir tveir eru enn í haldi lögreglunnar en ekki hefur verið ákveðið hvort farið verður fram á gæsluvarðhald yfir þeim. Lögreglan má halda sakborningum í allt að sólarhring án þess að fara fram á gæsluvarðhald og því má ætla að lögreglan verði að sleppa þeim á öðrum tímanum í dag ef ekki verður farið fram á gæsluvarðhald.Sjá einnig: Konan gaf sig framVoru handteknir við vettvanginn Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, segir mennina tvo hafa verið handtekna við vettvang glæpsins, en ekki á honum. Reyndi annar þeirra að flýja frá lögreglunni en lögregla stöðvaði för hans á dökkrauðum jeppa sem hann reyndi að aka á miklum hraða út innkeyrslu við götuna.Illa áttaður Það var karlmaður sem tilkynnti lögreglu að honum hefði verið haldið gegn eigin vilja í íbúð parsins í tvo sólarhringa. Hann slapp úr íbúðinni með því að klifra á milli svala á 4. hæð hússins, yfir í næsta stigagang að Fellsmúla 11 og fór þaðan niður á þriðju hæð hússins. Þar var kona ein heima og gat hleypt honum inn og hringt á lögregluna. Maðurinn gekk sjálfur úr blokkinni á nærbuxunum einum klæða og þaðan inn í sjúkrabíl sem flutti hann á sjúkrahús. Hann var undir læknishöndum fram eftir gærkvöldinu, ekki of illa slasaður, en brugðið og lemstraður. Lögreglan mun yfirheyra hann aftur í dag en hann var fremur illa áttaður í gær eftir raunir síðustu tveggja sólarhringa.Reynt að koma í veg fyrir að parið yfirgefi landið Líkt og fyrr segir stendur enn leit yfir að parinu en Grímur Grímsson segir lögreglu ekki leita að öðrum vegna rannsóknar málsins. Spurður hvort vitað sé að þau séu enn á landinu segir Grímur að allavega hafi verið reynt að koma í veg fyrir að þau myndu komast af landi brott eftir að rannsókn málsins hófst. Ekki er vitað að svo stöddu hvernig parið tengist málinu, öðruvísi en að það er búsett í íbúðinni þar sem maðurinn segir að honum hafi verið haldið gegn eigin vilja í tvo sólarhringa.
Tengdar fréttir Maðurinn í haldi náði að láta vita af sér með því að klifra milli svala á 4. hæð Tveir í haldi lögreglu vegna málsins. Maðurinn í haldi var lemstraður að sögn lögreglu. 1. desember 2016 15:03 Óhugnanlegar lýsingar í frelsissviptingarmáli: Leit stendur yfir að pari á þrítugsaldri Lögregla handtók í gær tvo menn grunaða um að frelsissvipta annan mann og misþyrma í tvo sólarhringa í fjölbýlishúsi í Fellsmúla. 2. desember 2016 06:00 Mest lesið Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Innlent Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Innlent Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Innlent Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Innlent Vill að stjórn FH fari frá Innlent Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Innlent Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Erlent Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Innlent Fleiri fréttir Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Settur ráðherra skipar skrifstofustjóra Börnin búin að velja ný nöfn á skólana á Kársnesi „Nokkuð þægilegt samtal um hver fái hvað“ Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Óróahviður í Mýrafjöllum sagðar líkjast aðdraganda Reykjaneselda Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Síðasti fundur starfsstjórnar og rýnt í ráðherrakapalinn Fólk fari varlega í kringum nýfædd börn í jólaboðunum Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Borgin fær 150 milljónir frá ESB til að hreinsa Tjörnina og Vatnsmýri Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Vill að stjórn FH fari frá Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Setur út á aðbúnað og umgjörð starfseminnar á neyðarvistun Stuðla Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Handtekinn vegna gruns um líkamsárás Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Valkyrjur ná saman, yfirfullar flugvélar og mistök ársins Þjóðin fær nýja ríkisstjórn í jólagjöf Umfangsmikið útkall í Suðurhrauni vegna mikils reyks Flýta flugeldasýningu og breyta hlaupaleiðum á Menningarnótt Bein útsending: Nýjustu tíðindi af viðræðunum Núðlusúpan reyndist 34 kíló af marijúana Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Ein af hverjum fimm íbúðum tóm í nokkrum sveitarfélögum Sjá meira
Maðurinn í haldi náði að láta vita af sér með því að klifra milli svala á 4. hæð Tveir í haldi lögreglu vegna málsins. Maðurinn í haldi var lemstraður að sögn lögreglu. 1. desember 2016 15:03
Óhugnanlegar lýsingar í frelsissviptingarmáli: Leit stendur yfir að pari á þrítugsaldri Lögregla handtók í gær tvo menn grunaða um að frelsissvipta annan mann og misþyrma í tvo sólarhringa í fjölbýlishúsi í Fellsmúla. 2. desember 2016 06:00