Innlent

Fyrrverandi sparisjóðsstjóri á Siglufirði handtekinn

Samúel Karl Ólason skrifar
Fyrrverandi sparisjóðsstjóri Afls Sparisjóðs var handtekinn á Siglufirði í morgun.
Fyrrverandi sparisjóðsstjóri Afls Sparisjóðs var handtekinn á Siglufirði í morgun. Vísir/Gísli Berg
Ólafur Jónsson, fyrrverandi sparisjóðsstjóri Afls Sparisjóðs var handtekinn á Siglufirði í morgun auk annars manns. Handtökurnar tengjast rannsókn á umfangsmiklum fjárdrætti frá sparisjóðnum, þar sem fyrrum skrifstofustjóri sparisjóðsins var grunaður um að draga að sér um hundrað milljónir króna.

Þetta kemur fram á vef RÚV. Þar segir einnig að fimm til sex húsleitir hafi verið framkvæmdar samhliða handtökunum. Samkvæmt Mbl.is fóru sjö embættismenn norður í dag og fóru skýrslutökur yfir þeim handteknu fram.

Eins og áður hefur komið fram tengist rannsóknin annarri rannsókn á fjárdrætti en í tveir menn og þar af fyrrverandi forseti bæjarstjórnar Fjallabyggðar, voru handteknir vegna þess máls í september í fyrra.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×