Vinna úr nýjum upplýsingum vegna hvarfs Friðriks: „Sjálfsagt eru einhverjir hræddir“ Birgir Olgeirsson skrifar 1. desember 2016 13:30 Friðrik Kristjánsson lét síðast vita af sér 31. mars, 2013, af flugvelli í Brasilíu og sagðist þá vera á leið til Paragvæ. Vísir/Getty „Þetta er mjög viðkvæmt mál, það er óhætt að segja það,“ segir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, um rannsókn á hvarfi Friðriks Kristjánssonar. Í Stundinni í dag birtist sláandi úttekt á máli Friðriks þar sem er meðal annars fullyrt að Íslendingur hefði greint lögreglu frá því í yfirheyrslu að annar Íslendingur hefði hrósað sér af því að hafa myrt Friðrik. Fyrstu fregnir bárust í apríl 2013Fregnir af hvarfi Friðriks bárust fyrst í apríl árið 2013 en þá sagði Stöð 2 til að mynda frá því að lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hefði nýlega borist ábendingar um það að íslenskur karlmaður, fæddur 1983, hefði verið myrtur í Suður Ameríku. Hafði þá Friðriks verið saknað í nokkrar vikur. Fjölskylda mannsins og aðstandendur óttuðust á þeim tíma hið versta og töldu ábendingar sem lögregla hafði fengið væru trúverðugar. Grunur beindist fljótt að íslenskum manni Í janúar árið 2014 sagði fréttastofa Stöðvar 2 frá því að talskona alþjóðalögreglunnar Interpol í Paragvæ hefði sagt lögregluna á Íslandi gruna að íslenskur maður hefði orðið Friðriki Kristjánssyni að bana í Suður-Ameríku, en Friðrik hafði verið á ferðalagi í heimsálfunni þegar hann hvarf. Þegar fjölskylda Friðriks heyrði síðast í honum var hann á flugvelli í Brasilíu á leið til Paragvæ, en hann hvarf að því er virðist sporlaust í Paragvæ. Karl Steinar Valsson er tengiliður Íslands hjá Europol. Aldrei staðið frammi fyrir svona máli Í janúar síðastliðnum fjallaði Fréttablaðið um mál Friðriks en þá sagði Karl Steinar Valsson, tengslafulltrúi hjá Europol, að lögreglan á Íslandi hefði aldrei staðið frammi fyrir svona máli áður. Háværar sögusagnir voru uppi um að hvarf Friðriks tengdist skipulagðri glæpastarfsemi en þær fengust aldrei staðfestar af lögreglu. Karl Steinar gegndi stöðu yfirmanns fíkniefnadeildar lögreglunnar þegar mál Friðriks kom fyrst upp. „Við höfðum ástæðu til að ætla að Friðrik hefði farið til Paragvæ, frá Brasilíu. Þar hafi hann meðal annars átt að hitta Guðmund Spartakus Ómarsson, sem við leituðum líka vegna málsins,“ sagði Karl Steinar við Fréttablaðið í janúar síðastliðnum. Í úttekt Stundarinnar er fullyrt að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefði náð tali af Guðmundi Spartakus hér á landi fyrir fimm vikum síðan. Var hann yfirheyrður og svo látinn laus að henni lokinni, en Stundin segir það ekki liggja fyrir hvað hafi komið fram við yfirheyrsluna. Nýjar upplýsingar í haustbyrjun Grímur Grímsson segir lögreglu hafa fengið nýjar upplýsingar vegna málsins í haustbyrjun, eða síðsumars, sem verið er að skoða. Hann vildi að öðru leyti ekkert tjá sig um málið eða staðfesta hvort einhver hefði verið yfirheyrður eða hvað hafi komið fram við yfirheyrslur. „Málið er til rannsóknar hérna og ég get ekki farið út í það hvað kemur fram í yfirheyrslu hjá lögreglu,“ segir Grímur Grímsson við Vísi um málið. Blaðamaður sem vann úttekt um mál Friðriks fékk sér neyðarhnapp eftir ráðleggingu frá lögreglu.Vísir/GVA Blaðamaður fékk sér neyðarhnapp Það er blaðamaðurinn Atli Már Gylfason sem vinnur þessa úttekt sem birt er í Stundinni en hann tekur fram að eftir að hann hóf vinnslu hennar fór honum að berast nafnlausar símhringingar að næturlagi. Fór hann því eftir ráðleggingum lögreglunnar og fékk sér neyðarhnapp. Grímur Grímsson staðfestir að málið sé afar viðkvæmt. Aðspurður hvort það hafi valdi mikilli hræðslu hjá fólki svarar hann: „Sjálfsagt eru einhverjir hræddir.“ „Þetta er bara hryllilega sorglegt“ Í umfjöllun Fréttablaðsins í janúar síðastliðnum kom fram að Karl Steinar hefði meðal annars farið út til Brasilíu í tengslum við málið árið 2013. Hann fór ekki til Paragvæ það ár því lögreglunni hafði verið ráðlagt frá því ótryggs stjórnmálaástands en fóru þangað hins vegar árið 2014, rúmu ári frá hvarfi Friðriks. Karl sagði lögregluna hafa beitt öllum ráðum sem hún átti til að fá svör um ferðir Friðriks og utanríkisráðuneytið hafi aðstoðað í því að afla gagna, meðal annars að lýsa eftir honum í gegnum Interpol, en ekkert af því gekk. „Þetta reyndi á mann. Við höfum reynt að gera allt sem við höfum getað til þess að fá botn í þetta, en það hefur ekki enn tekist. Þarna er á ferðinni kornungur drengur og efnilegur. Þetta er bara hryllilega sorglegt,“ sagði Karl Steinar um málið í janúar síðastliðnum. Paragvæ Hvarf Friðriks Kristjánssonar Mest lesið Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Innlent Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Innlent Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Innlent Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Innlent Vill að stjórn FH fari frá Innlent Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Innlent Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Erlent Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Innlent Fleiri fréttir Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Settur ráðherra skipar skrifstofustjóra Börnin búin að velja ný nöfn á skólana á Kársnesi „Nokkuð þægilegt samtal um hver fái hvað“ Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Óróahviður í Mýrafjöllum sagðar líkjast aðdraganda Reykjaneselda Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Síðasti fundur starfsstjórnar og rýnt í ráðherrakapalinn Fólk fari varlega í kringum nýfædd börn í jólaboðunum Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Borgin fær 150 milljónir frá ESB til að hreinsa Tjörnina og Vatnsmýri Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Vill að stjórn FH fari frá Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Setur út á aðbúnað og umgjörð starfseminnar á neyðarvistun Stuðla Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Handtekinn vegna gruns um líkamsárás Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Valkyrjur ná saman, yfirfullar flugvélar og mistök ársins Þjóðin fær nýja ríkisstjórn í jólagjöf Umfangsmikið útkall í Suðurhrauni vegna mikils reyks Flýta flugeldasýningu og breyta hlaupaleiðum á Menningarnótt Bein útsending: Nýjustu tíðindi af viðræðunum Núðlusúpan reyndist 34 kíló af marijúana Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Ein af hverjum fimm íbúðum tóm í nokkrum sveitarfélögum Sjá meira
„Þetta er mjög viðkvæmt mál, það er óhætt að segja það,“ segir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, um rannsókn á hvarfi Friðriks Kristjánssonar. Í Stundinni í dag birtist sláandi úttekt á máli Friðriks þar sem er meðal annars fullyrt að Íslendingur hefði greint lögreglu frá því í yfirheyrslu að annar Íslendingur hefði hrósað sér af því að hafa myrt Friðrik. Fyrstu fregnir bárust í apríl 2013Fregnir af hvarfi Friðriks bárust fyrst í apríl árið 2013 en þá sagði Stöð 2 til að mynda frá því að lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hefði nýlega borist ábendingar um það að íslenskur karlmaður, fæddur 1983, hefði verið myrtur í Suður Ameríku. Hafði þá Friðriks verið saknað í nokkrar vikur. Fjölskylda mannsins og aðstandendur óttuðust á þeim tíma hið versta og töldu ábendingar sem lögregla hafði fengið væru trúverðugar. Grunur beindist fljótt að íslenskum manni Í janúar árið 2014 sagði fréttastofa Stöðvar 2 frá því að talskona alþjóðalögreglunnar Interpol í Paragvæ hefði sagt lögregluna á Íslandi gruna að íslenskur maður hefði orðið Friðriki Kristjánssyni að bana í Suður-Ameríku, en Friðrik hafði verið á ferðalagi í heimsálfunni þegar hann hvarf. Þegar fjölskylda Friðriks heyrði síðast í honum var hann á flugvelli í Brasilíu á leið til Paragvæ, en hann hvarf að því er virðist sporlaust í Paragvæ. Karl Steinar Valsson er tengiliður Íslands hjá Europol. Aldrei staðið frammi fyrir svona máli Í janúar síðastliðnum fjallaði Fréttablaðið um mál Friðriks en þá sagði Karl Steinar Valsson, tengslafulltrúi hjá Europol, að lögreglan á Íslandi hefði aldrei staðið frammi fyrir svona máli áður. Háværar sögusagnir voru uppi um að hvarf Friðriks tengdist skipulagðri glæpastarfsemi en þær fengust aldrei staðfestar af lögreglu. Karl Steinar gegndi stöðu yfirmanns fíkniefnadeildar lögreglunnar þegar mál Friðriks kom fyrst upp. „Við höfðum ástæðu til að ætla að Friðrik hefði farið til Paragvæ, frá Brasilíu. Þar hafi hann meðal annars átt að hitta Guðmund Spartakus Ómarsson, sem við leituðum líka vegna málsins,“ sagði Karl Steinar við Fréttablaðið í janúar síðastliðnum. Í úttekt Stundarinnar er fullyrt að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefði náð tali af Guðmundi Spartakus hér á landi fyrir fimm vikum síðan. Var hann yfirheyrður og svo látinn laus að henni lokinni, en Stundin segir það ekki liggja fyrir hvað hafi komið fram við yfirheyrsluna. Nýjar upplýsingar í haustbyrjun Grímur Grímsson segir lögreglu hafa fengið nýjar upplýsingar vegna málsins í haustbyrjun, eða síðsumars, sem verið er að skoða. Hann vildi að öðru leyti ekkert tjá sig um málið eða staðfesta hvort einhver hefði verið yfirheyrður eða hvað hafi komið fram við yfirheyrslur. „Málið er til rannsóknar hérna og ég get ekki farið út í það hvað kemur fram í yfirheyrslu hjá lögreglu,“ segir Grímur Grímsson við Vísi um málið. Blaðamaður sem vann úttekt um mál Friðriks fékk sér neyðarhnapp eftir ráðleggingu frá lögreglu.Vísir/GVA Blaðamaður fékk sér neyðarhnapp Það er blaðamaðurinn Atli Már Gylfason sem vinnur þessa úttekt sem birt er í Stundinni en hann tekur fram að eftir að hann hóf vinnslu hennar fór honum að berast nafnlausar símhringingar að næturlagi. Fór hann því eftir ráðleggingum lögreglunnar og fékk sér neyðarhnapp. Grímur Grímsson staðfestir að málið sé afar viðkvæmt. Aðspurður hvort það hafi valdi mikilli hræðslu hjá fólki svarar hann: „Sjálfsagt eru einhverjir hræddir.“ „Þetta er bara hryllilega sorglegt“ Í umfjöllun Fréttablaðsins í janúar síðastliðnum kom fram að Karl Steinar hefði meðal annars farið út til Brasilíu í tengslum við málið árið 2013. Hann fór ekki til Paragvæ það ár því lögreglunni hafði verið ráðlagt frá því ótryggs stjórnmálaástands en fóru þangað hins vegar árið 2014, rúmu ári frá hvarfi Friðriks. Karl sagði lögregluna hafa beitt öllum ráðum sem hún átti til að fá svör um ferðir Friðriks og utanríkisráðuneytið hafi aðstoðað í því að afla gagna, meðal annars að lýsa eftir honum í gegnum Interpol, en ekkert af því gekk. „Þetta reyndi á mann. Við höfum reynt að gera allt sem við höfum getað til þess að fá botn í þetta, en það hefur ekki enn tekist. Þarna er á ferðinni kornungur drengur og efnilegur. Þetta er bara hryllilega sorglegt,“ sagði Karl Steinar um málið í janúar síðastliðnum.
Paragvæ Hvarf Friðriks Kristjánssonar Mest lesið Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Innlent Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Innlent Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Innlent Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Innlent Vill að stjórn FH fari frá Innlent Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Innlent Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Erlent Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Innlent Fleiri fréttir Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Settur ráðherra skipar skrifstofustjóra Börnin búin að velja ný nöfn á skólana á Kársnesi „Nokkuð þægilegt samtal um hver fái hvað“ Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Óróahviður í Mýrafjöllum sagðar líkjast aðdraganda Reykjaneselda Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Síðasti fundur starfsstjórnar og rýnt í ráðherrakapalinn Fólk fari varlega í kringum nýfædd börn í jólaboðunum Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Borgin fær 150 milljónir frá ESB til að hreinsa Tjörnina og Vatnsmýri Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Vill að stjórn FH fari frá Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Setur út á aðbúnað og umgjörð starfseminnar á neyðarvistun Stuðla Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Handtekinn vegna gruns um líkamsárás Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Valkyrjur ná saman, yfirfullar flugvélar og mistök ársins Þjóðin fær nýja ríkisstjórn í jólagjöf Umfangsmikið útkall í Suðurhrauni vegna mikils reyks Flýta flugeldasýningu og breyta hlaupaleiðum á Menningarnótt Bein útsending: Nýjustu tíðindi af viðræðunum Núðlusúpan reyndist 34 kíló af marijúana Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Ein af hverjum fimm íbúðum tóm í nokkrum sveitarfélögum Sjá meira