Innlent

HÍ heiðrar nýdoktora

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Aðalbygging Háskóla Íslands.
Aðalbygging Háskóla Íslands. Vísir/Anton
Í dag munu 66 doktorar, sem brautskráðst hafa frá Háskóla Íslands á tímabilinu 1. desember 2015 til 1. desember 2016, taka við gullmerki skólans við hátíðlega athöfn. Þriðja árið í röð nær skólinn markmiði sínu um 60-70 brautskráningar úr doktorsnámi á ári eins og kveðið er á um í stefnu skólans.

Viðstaddur athöfnina verður Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sem flytur ávarp. Enn fremur flytur Sunna Gestsdóttir, doktor í menntavísindum, ávarp fyrir hönd brautskráðra doktora. 

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×