Enski boltinn

Herrera finnst hann aldrei vera öruggur hjá Manchester United

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Ander Herrera.
Ander Herrera. vísir/getty
Ander Herrera, spænski miðjumaðurinn í liði Manchester United, finnst hann aldrei vera öruggur um sæti sitt í byrjunarliði United þar sem hann segist vera að spila fyrir stærsta félagið á Englandi.

Spánverjinn smái en knái er búinn að spila vel á leiktíðinni og er að mynda sterkt miðjutríó með Michael Carric og Paul Pogba. Hann er búinn að byrja ellefu af síðustu tólf leikjum United í deildinni en í þessum eina sem honum vantar upp á var Herrera í banni.

Herrera hefur átt í erfiðleikum með að festa sér sæti í byrjunarliði United frá því að hann kom til liðsins og nú ætlar hann sér ekki að missa það. Aðspurður hvort hann ætli sér að vera áfram á Old Trafford í tímaritinu Inside United segir sá spænski:

„Já, en maður veit aldrei því ef maður vill halda áfram að spila fyrir United verður maður að spila vel því United er stærsta félagið á Englandi.“

„Félagið hefur bolmagn til að fá hvaða leikmann sem er þannig maður þarf alltaf að vera upp á sitt besta ef maður vill spila fyrir United. Þetta er ekki auðvelt en ég geri eins vel og ég get og mun berjast áfram fyrir mínu,“ segir Ander Herrera.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×