Taka á móti tífalt fleiri sendingum frá ASOS á mánuði en upphaflega var búist við Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. desember 2016 16:25 Björn Einarsson, framkvæmdastjóri TVG-Zimsen á Íslandi, en fyrirtækið tekur við miklum fjölda sendinga frá netversluninni ASOS sem er gríðarlega vinsæl hér á landi. vísir Flutningsfyrirtækið TVG-Zimsen áætlar að það muni taka við hátt í 3000 sendingum frá bresku netversluninni ASOS nú fyrir jólin en gríðarleg aukning hefur verið í sendingum frá búðinni síðustu daga og vikur að sögn Björns Einarssonar, framkvæmdastjóra TVG-Zimsen. Ljóst er að ASOS nýtur mikilla vinsælda hér á landi en núna desember spilar jólaverslunin vissulega inn í þar sem fólk er að kaupa jólagjafir og ef til vill ný jóladress. Til samanburðar tók TVG-Zimsen við hátt í 2000 sendingum í nóvember en Björn segir að fyrirtækið hafi upphaflega búist því að taka við um 300 sendingum í hverjum mánuði þegar þeir byrjuðu að þjónusta ASOS í haust. Miðað við það er aukningin núna í desember tíföld. TVG-Zimsen er umboðsaðili flutningsfyrirtækisins Skynet á Íslandi. Skynet er með samning við ASOS og tekur fyrirtækið því við sendingum frá fataversluninni, tollar þær og afhendir kaupendum. „Við erum markvisst að þróa okkar starfsemi í tengslum við netverslun og einn liður í því var að fara í þetta samstarf við Skynet sem er svo með samning við ASOS sem er svona feykilega vinsælt á Íslandi,“ segir Björn í samtali við Vísi. Hann bendir á að vissulega hjálpi gengisþróun pundsins til og að verslun Íslendinga í Bretlandi eða í gegnum Bretland hafi aukist mikið einnig þess vegna. „En netverslun er líka að aukast heilt yfir og eins og til dæmis ASOS þá er það mjög aðgengileg síða og auðvelt að versla hjá þeim. Svo spila flutningslausnir auðvitað líka inn í.“ Sem umboðsaðili Skynet á Íslandi tekur TVG-Zimsen við sendingum frá fleiri verslunum en Björn segir að hlutur ASOS sé langstærstur. „Sú verslun hefur greinilega komið sér vel fyrir á íslenskum markaði.“ Tengdar fréttir Íslendingar versla jólagjafirnar meira á netinu en nokkru sinni fyrr Fataverslun á Íslandi dregst saman þrátt fyrir að verð hafi lækkað. Samkeppni við erlendan markað sem nú hefur harðnað á netinu. Jólaverslun um netið er feikimikil. Sendingum fyrir jólin að utan hefur fjölgað um 55 prósent frá í fyr 14. desember 2016 14:30 Mest lesið Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðskipti innlent Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Atvinnulíf Adidas og Ye sættast Viðskipti erlent Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Atvinnulíf Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Viðskipti innlent Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Guðjón og Kristinn Þór nýir sviðsstjórar hjá VSB Fimm milljarðar í tekjur af vöxtum á mánuði Skerða líka raforku fyrir norðan og austan Sjá meira
Flutningsfyrirtækið TVG-Zimsen áætlar að það muni taka við hátt í 3000 sendingum frá bresku netversluninni ASOS nú fyrir jólin en gríðarleg aukning hefur verið í sendingum frá búðinni síðustu daga og vikur að sögn Björns Einarssonar, framkvæmdastjóra TVG-Zimsen. Ljóst er að ASOS nýtur mikilla vinsælda hér á landi en núna desember spilar jólaverslunin vissulega inn í þar sem fólk er að kaupa jólagjafir og ef til vill ný jóladress. Til samanburðar tók TVG-Zimsen við hátt í 2000 sendingum í nóvember en Björn segir að fyrirtækið hafi upphaflega búist því að taka við um 300 sendingum í hverjum mánuði þegar þeir byrjuðu að þjónusta ASOS í haust. Miðað við það er aukningin núna í desember tíföld. TVG-Zimsen er umboðsaðili flutningsfyrirtækisins Skynet á Íslandi. Skynet er með samning við ASOS og tekur fyrirtækið því við sendingum frá fataversluninni, tollar þær og afhendir kaupendum. „Við erum markvisst að þróa okkar starfsemi í tengslum við netverslun og einn liður í því var að fara í þetta samstarf við Skynet sem er svo með samning við ASOS sem er svona feykilega vinsælt á Íslandi,“ segir Björn í samtali við Vísi. Hann bendir á að vissulega hjálpi gengisþróun pundsins til og að verslun Íslendinga í Bretlandi eða í gegnum Bretland hafi aukist mikið einnig þess vegna. „En netverslun er líka að aukast heilt yfir og eins og til dæmis ASOS þá er það mjög aðgengileg síða og auðvelt að versla hjá þeim. Svo spila flutningslausnir auðvitað líka inn í.“ Sem umboðsaðili Skynet á Íslandi tekur TVG-Zimsen við sendingum frá fleiri verslunum en Björn segir að hlutur ASOS sé langstærstur. „Sú verslun hefur greinilega komið sér vel fyrir á íslenskum markaði.“
Tengdar fréttir Íslendingar versla jólagjafirnar meira á netinu en nokkru sinni fyrr Fataverslun á Íslandi dregst saman þrátt fyrir að verð hafi lækkað. Samkeppni við erlendan markað sem nú hefur harðnað á netinu. Jólaverslun um netið er feikimikil. Sendingum fyrir jólin að utan hefur fjölgað um 55 prósent frá í fyr 14. desember 2016 14:30 Mest lesið Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðskipti innlent Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Atvinnulíf Adidas og Ye sættast Viðskipti erlent Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Atvinnulíf Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Viðskipti innlent Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Guðjón og Kristinn Þór nýir sviðsstjórar hjá VSB Fimm milljarðar í tekjur af vöxtum á mánuði Skerða líka raforku fyrir norðan og austan Sjá meira
Íslendingar versla jólagjafirnar meira á netinu en nokkru sinni fyrr Fataverslun á Íslandi dregst saman þrátt fyrir að verð hafi lækkað. Samkeppni við erlendan markað sem nú hefur harðnað á netinu. Jólaverslun um netið er feikimikil. Sendingum fyrir jólin að utan hefur fjölgað um 55 prósent frá í fyr 14. desember 2016 14:30