Lovísa, sem er úr Haukum, skoraði 21 stig í leiknum auk þess að taka 4 fráköst, stela einum bolta og verja eitt skot.
Lovísa skoraði sex þriggja stiga körfur í leiknum en allir hinir leikmenn Marist-liðsins skoruðu bara tvo þrista samanlagt. Lovísa skoraði líka fleiri þrista en allir leikmenn Dartmouth í þessum leik.
Lovísa hefur aldrei skorað meira í einum leik í bandaríska háskólaboltanum en hún er á sínu öðru ári í skólanum.
Lovísa átti einnig tilþrif vikunnar í skólanum en hún skorað flautuþrist í leiknum þegar hún kom Marist í 44-41 um leið og þriðji leikhlutinn rann út.
Kári Jónsson, sem kemur líka úr Haukum, skoraði 11 stig á 19 mínútum þegar Drexel vann öruggan 84-44 sigur á Kean. Kári hitti úr 3 af 7 þriggja stiga skotum sínum í leiknum.
See which play was ranked number one in this weeks Red Fox Network Plays of the Week. #GoRedFoxespic.twitter.com/ydvfVoa9lA
— Marist Athletics (@MaristAthletics) December 19, 2016
.@MaristWBB picked up a hard fought road win against Dartmouth earlier today, 66-61. Check out the highlights below. #MAACHoopspic.twitter.com/ubsqz28X9l
— Marist Athletics (@MaristAthletics) December 17, 2016
Henningsdottir three!! She's got a new career high with 18 pts! Red Foxes lead 49-45 w/ 7:45 to go. #GoRedFoxespic.twitter.com/pbgUp8E5FK
— Marist WBB (@MaristWBB) December 17, 2016