Íbúar fluttir frá Aleppo í sjúkrabílum og strætisvögnum Guðsteinn Bjarnason skrifar 16. desember 2016 07:00 Aðstoða þurfti fjölda fólks til að komast yfir í bílalestina sem flutti íbúa Aleppo burt. Vísir/AFP Sjúkrabifreiðar og grænir strætisvagnar hófu í gær brottflutning fólks frá umsetnu svæðunum í Aleppo, eftir að vopnahlé tók þar gildi. Síðdegis í gær höfðu þrettán sjúkrabifreiðar og tuttugu strætisvagnar lagt af stað áleiðis til svæða uppreisnarmanna utan borgarinnar, að því er breska dagblaðið The Guardian hafði eftir starfsmönnum Rauða krossins, en þeir hafa umsjón með fólksflutningunum ásamt starfsfólki Rauða hálfmánans. Þá skýrðu rússneskir fjölmiðlar frá því að byrjað væri að flytja um fimm þúsund uppreisnarmenn frá borginni ásamt fjölskyldum þeirra. Nokkru síðar var skýrt frá því að tuttugu strætisvagnar og 27 minni vagnar hafi komið til borgarinnar Sarmada með 1.050 almenna borgara og 150 særða, eins og það var orðað. „Til þess að vígamennirnir geti yfirgefið borgina hefur verið afmörkuð 21 kílómetra löng landræma í mannúðarskyni,“ hafði rússneski fréttavefurinn RT eftir Valerí Gerasimov, formanni rússneska herráðsins. „Þar af eru sex kílómetrar sem liggja í gegnum þau svæði í Aleppo sem stjórnarherinn hefur á valdi sínu og aðrir fimmtán kílómetrar liggja vestur af borginni í gegnum svæði sem eru á valdi vígasveitanna,“ sagði hann. Samið var um vopnahlé til að gera fólki kleift að komast burt gegn því að uppreisnarsveitir láti stjórnarhernum af hendi þau hverfi í austurhluta borgarinnar, sem enn voru á valdi þeirra. Uppreisnarmenn gegn stjórn Bashars al Assad forseta hafa haft austurhluta borgarinnar Aleppo á sínu valdi árum saman en undanfarnar vikur hefur stjórnarherinn gert harða hríð að þeim í þessum hverfum með sprengjuárásum, með þeim árangri að uppreisnarmenn hafa misst yfirráðin og eru að hverfa á braut. Stjórnarherinn hefur þar ekki eingöngu notið aðstoðar frá Rússum, heldur einnig frá Írönum og líbönsku Hezbollah-samtökunum. Það voru síðan Rússar og Tyrkir sem höfðu milligöngu í samningaviðræðum um vopnahléið, sem varð að veruleika í gærmorgun. Rússar styðja stjórn Assads forseta en Tyrkir hafa stutt uppreisnarmennina, rétt eins og Bandaríkin og önnur vestræn ríki.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Sjúkrabifreiðar og grænir strætisvagnar hófu í gær brottflutning fólks frá umsetnu svæðunum í Aleppo, eftir að vopnahlé tók þar gildi. Síðdegis í gær höfðu þrettán sjúkrabifreiðar og tuttugu strætisvagnar lagt af stað áleiðis til svæða uppreisnarmanna utan borgarinnar, að því er breska dagblaðið The Guardian hafði eftir starfsmönnum Rauða krossins, en þeir hafa umsjón með fólksflutningunum ásamt starfsfólki Rauða hálfmánans. Þá skýrðu rússneskir fjölmiðlar frá því að byrjað væri að flytja um fimm þúsund uppreisnarmenn frá borginni ásamt fjölskyldum þeirra. Nokkru síðar var skýrt frá því að tuttugu strætisvagnar og 27 minni vagnar hafi komið til borgarinnar Sarmada með 1.050 almenna borgara og 150 særða, eins og það var orðað. „Til þess að vígamennirnir geti yfirgefið borgina hefur verið afmörkuð 21 kílómetra löng landræma í mannúðarskyni,“ hafði rússneski fréttavefurinn RT eftir Valerí Gerasimov, formanni rússneska herráðsins. „Þar af eru sex kílómetrar sem liggja í gegnum þau svæði í Aleppo sem stjórnarherinn hefur á valdi sínu og aðrir fimmtán kílómetrar liggja vestur af borginni í gegnum svæði sem eru á valdi vígasveitanna,“ sagði hann. Samið var um vopnahlé til að gera fólki kleift að komast burt gegn því að uppreisnarsveitir láti stjórnarhernum af hendi þau hverfi í austurhluta borgarinnar, sem enn voru á valdi þeirra. Uppreisnarmenn gegn stjórn Bashars al Assad forseta hafa haft austurhluta borgarinnar Aleppo á sínu valdi árum saman en undanfarnar vikur hefur stjórnarherinn gert harða hríð að þeim í þessum hverfum með sprengjuárásum, með þeim árangri að uppreisnarmenn hafa misst yfirráðin og eru að hverfa á braut. Stjórnarherinn hefur þar ekki eingöngu notið aðstoðar frá Rússum, heldur einnig frá Írönum og líbönsku Hezbollah-samtökunum. Það voru síðan Rússar og Tyrkir sem höfðu milligöngu í samningaviðræðum um vopnahléið, sem varð að veruleika í gærmorgun. Rússar styðja stjórn Assads forseta en Tyrkir hafa stutt uppreisnarmennina, rétt eins og Bandaríkin og önnur vestræn ríki.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira