Íbúar fluttir frá Aleppo í sjúkrabílum og strætisvögnum Guðsteinn Bjarnason skrifar 16. desember 2016 07:00 Aðstoða þurfti fjölda fólks til að komast yfir í bílalestina sem flutti íbúa Aleppo burt. Vísir/AFP Sjúkrabifreiðar og grænir strætisvagnar hófu í gær brottflutning fólks frá umsetnu svæðunum í Aleppo, eftir að vopnahlé tók þar gildi. Síðdegis í gær höfðu þrettán sjúkrabifreiðar og tuttugu strætisvagnar lagt af stað áleiðis til svæða uppreisnarmanna utan borgarinnar, að því er breska dagblaðið The Guardian hafði eftir starfsmönnum Rauða krossins, en þeir hafa umsjón með fólksflutningunum ásamt starfsfólki Rauða hálfmánans. Þá skýrðu rússneskir fjölmiðlar frá því að byrjað væri að flytja um fimm þúsund uppreisnarmenn frá borginni ásamt fjölskyldum þeirra. Nokkru síðar var skýrt frá því að tuttugu strætisvagnar og 27 minni vagnar hafi komið til borgarinnar Sarmada með 1.050 almenna borgara og 150 særða, eins og það var orðað. „Til þess að vígamennirnir geti yfirgefið borgina hefur verið afmörkuð 21 kílómetra löng landræma í mannúðarskyni,“ hafði rússneski fréttavefurinn RT eftir Valerí Gerasimov, formanni rússneska herráðsins. „Þar af eru sex kílómetrar sem liggja í gegnum þau svæði í Aleppo sem stjórnarherinn hefur á valdi sínu og aðrir fimmtán kílómetrar liggja vestur af borginni í gegnum svæði sem eru á valdi vígasveitanna,“ sagði hann. Samið var um vopnahlé til að gera fólki kleift að komast burt gegn því að uppreisnarsveitir láti stjórnarhernum af hendi þau hverfi í austurhluta borgarinnar, sem enn voru á valdi þeirra. Uppreisnarmenn gegn stjórn Bashars al Assad forseta hafa haft austurhluta borgarinnar Aleppo á sínu valdi árum saman en undanfarnar vikur hefur stjórnarherinn gert harða hríð að þeim í þessum hverfum með sprengjuárásum, með þeim árangri að uppreisnarmenn hafa misst yfirráðin og eru að hverfa á braut. Stjórnarherinn hefur þar ekki eingöngu notið aðstoðar frá Rússum, heldur einnig frá Írönum og líbönsku Hezbollah-samtökunum. Það voru síðan Rússar og Tyrkir sem höfðu milligöngu í samningaviðræðum um vopnahléið, sem varð að veruleika í gærmorgun. Rússar styðja stjórn Assads forseta en Tyrkir hafa stutt uppreisnarmennina, rétt eins og Bandaríkin og önnur vestræn ríki.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Sjúkrabifreiðar og grænir strætisvagnar hófu í gær brottflutning fólks frá umsetnu svæðunum í Aleppo, eftir að vopnahlé tók þar gildi. Síðdegis í gær höfðu þrettán sjúkrabifreiðar og tuttugu strætisvagnar lagt af stað áleiðis til svæða uppreisnarmanna utan borgarinnar, að því er breska dagblaðið The Guardian hafði eftir starfsmönnum Rauða krossins, en þeir hafa umsjón með fólksflutningunum ásamt starfsfólki Rauða hálfmánans. Þá skýrðu rússneskir fjölmiðlar frá því að byrjað væri að flytja um fimm þúsund uppreisnarmenn frá borginni ásamt fjölskyldum þeirra. Nokkru síðar var skýrt frá því að tuttugu strætisvagnar og 27 minni vagnar hafi komið til borgarinnar Sarmada með 1.050 almenna borgara og 150 særða, eins og það var orðað. „Til þess að vígamennirnir geti yfirgefið borgina hefur verið afmörkuð 21 kílómetra löng landræma í mannúðarskyni,“ hafði rússneski fréttavefurinn RT eftir Valerí Gerasimov, formanni rússneska herráðsins. „Þar af eru sex kílómetrar sem liggja í gegnum þau svæði í Aleppo sem stjórnarherinn hefur á valdi sínu og aðrir fimmtán kílómetrar liggja vestur af borginni í gegnum svæði sem eru á valdi vígasveitanna,“ sagði hann. Samið var um vopnahlé til að gera fólki kleift að komast burt gegn því að uppreisnarsveitir láti stjórnarhernum af hendi þau hverfi í austurhluta borgarinnar, sem enn voru á valdi þeirra. Uppreisnarmenn gegn stjórn Bashars al Assad forseta hafa haft austurhluta borgarinnar Aleppo á sínu valdi árum saman en undanfarnar vikur hefur stjórnarherinn gert harða hríð að þeim í þessum hverfum með sprengjuárásum, með þeim árangri að uppreisnarmenn hafa misst yfirráðin og eru að hverfa á braut. Stjórnarherinn hefur þar ekki eingöngu notið aðstoðar frá Rússum, heldur einnig frá Írönum og líbönsku Hezbollah-samtökunum. Það voru síðan Rússar og Tyrkir sem höfðu milligöngu í samningaviðræðum um vopnahléið, sem varð að veruleika í gærmorgun. Rússar styðja stjórn Assads forseta en Tyrkir hafa stutt uppreisnarmennina, rétt eins og Bandaríkin og önnur vestræn ríki.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira