Viðskipti innlent

Amazon Prime Video í boði á Íslandi

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/AFP
Íslendingar hafa nú aðgang að efnisveitunni Amazon Prime Video. Fyrirtækið opnaði á þjónustu sína í 200 löndum í gær, en aðgangurinn kostar einungis þrjár evrur eða um 360 krónur á mánuði. Eftir hálft ár fer verðið þó upp í sex evrur.

Í veitunni má finna þætti eins og Grand Tour, Man in the High Castle, Mozart in the Jungle og Transparent auk fjölmargra kvikmynda og sjónvarpsþátta.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×