Innlent

Leyfi til eldis kært

Sveinn Arnarsson skrifar
Laxveiði og sjókvíaeldi virðist ekki geta farið saman.
Laxveiði og sjókvíaeldi virðist ekki geta farið saman.
Landssamband veiðifélaga hefur kært starfsleyfi Háafells ehf. um framleiðslu tæplega sjö þúsund tonna af regnbogasilungi við innanvert Ísafjarðardjúp. Kæran hefur verið send úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála.

Í kærunni er bent á að sjókvíar fyrirtækisins séu vel innan 15 kílómetra frá ósum laxveiðiáa með yfir 500 laxa meðalveiði á ári. Reglugerð tekur á slíkum þáttum.

Umhverfisstofnun telur að veiðin í ánum sé alls ekki yfir fimm hundruð fiskum á ári. Stofnunin telur ekki þá laxfiska sem veiðimenn slepptu heldur aðeins þann afla sem drepinn var. Landssamband veiðifélaga harmar þessa túlkun Umhverfisstofnunar.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×