Innlent

Gagnrýna hallarekstur bæjarins

Sveinn Arnarsson skrifar
Reka á A-hluta bæjarsjóðs með halla á næsta ári.
Reka á A-hluta bæjarsjóðs með halla á næsta ári. Vísir/Pjetur
Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins á Akureyri gagnrýna meirihlutann í bænum harðlega fyrir samþykkta fjárhagsáætlun sveitarfélagsins. Í áætluninni er gert ráð fyrir að A-hluti bæjarsjóðs verði rekinn með rúmlega 110 milljóna króna halla á næsta ári.

„Það er í raun óásættanleg niðurstaða og hefði mátt leggja meiri vinnu í að ná hallalausum rekstri A-hlutans,“ segir í bókun bæjarfulltrúanna.

Að auki gagnrýna Sjálfstæðismenn forgangsröðun framkvæmda bæjarins. Leggja á mikið fé í framkvæmdir við Listasafnið sem Sjálfstæðismenn telja úr takti við núverandi stöðu bæjarsjóðs, og setja 40 milljónir í hjóla- og göngustíg frá Akureyri að Hrafnagili.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×