Innlent

Afsöguð haglabyssa fannst grafin við fjölbýlishús í Kópavogi

Birgir Olgeirsson skrifar
Reynt verður að ná fingraförum af byssunni og hafa upp á eiganda.
Reynt verður að ná fingraförum af byssunni og hafa upp á eiganda. Vísir/Loftmyndir ehf.
Afsöguð haglabyssa fannst  í blómabeði fyrir utan fjölbýlishús í Tröllakór í Kópavogi síðastliðinn sunnudag. Lögreglan var kölluð til sem tók byssuna með sér og er hún nú til rannsóknar.

„Hún er í rannsókn og það á eftir að finna eigandann, hvort þetta sé stolið eða ekki,“ segir Þóra Jónasdóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, um fundinn. Byssunni hafði verið komið fyrir í plastpoka og var grafin þannig í blómabeðinu.

Hún segir engan grunaðan um að eiga byssuna og engar vísbendingar í málinu. Þóra segir ekki ljóst hvenær byssan var grafin þarna en segir að svo virðist vera sem að ekki séu mörg ár síðan.

Spurð hvort lögreglu gruni að byssan tengist einhverju gömlu sakamáli segir hún ekkert slíkt á borðinu. Reynt verður að ná fingraförum af byssunni og hafa upp á eiganda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×