Ítalir kljást um að verða næsti forseti Evrópuþingsins Atli Ísleifsson skrifar 14. desember 2016 10:00 Antonio Tajani og Gianni Pittella. Vísir/AFP Flest bendir til að næsti forseti Evrópuþingsins verði Ítali eftir að þinghópur kristilegra demókrata (EPP) kom sér saman um frambjóðanda. EPP hefur tilnefnt Antonio Tajani úr flokknum Forza Italia til að taka við forsetaembættinu af Þjóðverjanum Martin Schultz sem lætur af embætti um áramót. Jafnaðarmaðurinn Schultz hyggst snúa aftur í þýsku landsmálin en þingkosningar fara þar fram á næsta ári. Kosið verður um nýjan forseta Evrópuþingsins í janúar. Forza Italia er flokkur sem fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, Silvio Berlusconi, átti þátt í að stofna og var Tajani um tíma talsmaður Berlusconi í fyrstu forsætisráðherratíð hans á tíunda áratugnum. Tajani átti sæti í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins fyrir hönd Ítalíu á árinum 2010 til 2014 þar sem hann fór málefni iðnaðarmála. Í frétt Aftonbladet kemur fram að þetta hafi leitt til spurninga hvort hann hafi vitað um útblásturssvindl Volkswagen, löngu áður en upp komst um málið á síðasta ári. Jafnaðarmenn á Evrópuþinginu höfðu áður sameinast um samlanda Tajani, Gianni Pittella, sem hefur átt sæti á Evrópuþinginu frá 1999. Frjálslyndir demókratar hafa tilnefnt Guy Verhofstadt, fyrrverandi forsætisráðherra Belgíu, og Íhaldsmenn á Evrópuþinginu (ECR), sem eru efasemdarmenn þegar kemur að Evrópusamrunanum, hina belgísku Helgu Stevens. Þingmenn þinghóps EPP eru 214 talsins, þingmenn þinghóps Jafnaðarmanna 189, Frjálslyndra demókrata 69, Íhaldsmanna 74 og annarra hópa samtals 205. Tengdar fréttir Schultz snýr aftur í þýsk stjórnmál Forseti Evrópuþingsins, Martin Schultz, hyggst ekki bjóða sig fram til endurkjörs í næstu kosningum til Evrópuþingsins. 24. nóvember 2016 09:49 Mest lesið Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Innlent Fleiri fréttir Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Sjá meira
Flest bendir til að næsti forseti Evrópuþingsins verði Ítali eftir að þinghópur kristilegra demókrata (EPP) kom sér saman um frambjóðanda. EPP hefur tilnefnt Antonio Tajani úr flokknum Forza Italia til að taka við forsetaembættinu af Þjóðverjanum Martin Schultz sem lætur af embætti um áramót. Jafnaðarmaðurinn Schultz hyggst snúa aftur í þýsku landsmálin en þingkosningar fara þar fram á næsta ári. Kosið verður um nýjan forseta Evrópuþingsins í janúar. Forza Italia er flokkur sem fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, Silvio Berlusconi, átti þátt í að stofna og var Tajani um tíma talsmaður Berlusconi í fyrstu forsætisráðherratíð hans á tíunda áratugnum. Tajani átti sæti í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins fyrir hönd Ítalíu á árinum 2010 til 2014 þar sem hann fór málefni iðnaðarmála. Í frétt Aftonbladet kemur fram að þetta hafi leitt til spurninga hvort hann hafi vitað um útblásturssvindl Volkswagen, löngu áður en upp komst um málið á síðasta ári. Jafnaðarmenn á Evrópuþinginu höfðu áður sameinast um samlanda Tajani, Gianni Pittella, sem hefur átt sæti á Evrópuþinginu frá 1999. Frjálslyndir demókratar hafa tilnefnt Guy Verhofstadt, fyrrverandi forsætisráðherra Belgíu, og Íhaldsmenn á Evrópuþinginu (ECR), sem eru efasemdarmenn þegar kemur að Evrópusamrunanum, hina belgísku Helgu Stevens. Þingmenn þinghóps EPP eru 214 talsins, þingmenn þinghóps Jafnaðarmanna 189, Frjálslyndra demókrata 69, Íhaldsmanna 74 og annarra hópa samtals 205.
Tengdar fréttir Schultz snýr aftur í þýsk stjórnmál Forseti Evrópuþingsins, Martin Schultz, hyggst ekki bjóða sig fram til endurkjörs í næstu kosningum til Evrópuþingsins. 24. nóvember 2016 09:49 Mest lesið Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Innlent Fleiri fréttir Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Sjá meira
Schultz snýr aftur í þýsk stjórnmál Forseti Evrópuþingsins, Martin Schultz, hyggst ekki bjóða sig fram til endurkjörs í næstu kosningum til Evrópuþingsins. 24. nóvember 2016 09:49