Sendiherra Bandaríkjanna hjá SÞ harðorður á fundi Öryggisráðsins: „Kunnið þið ekki að skammast ykkar?“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. desember 2016 23:15 Samantha Power. vísir/getty Samantha Power, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, var harðorð í garð Bashar al-Assad, Sýrlandsforseta, Rússa og Írana sem stutt hafa Sýrlandsstjórn með ráðum og dáð í borgarastyrjöldinni sem geisað hefur í landinu frá árinu 2011. Sagði hún Assad, Rússa og Írana hafa sett óbreytta borgara í Aleppo í snöru með árásum sínum í borginni. Spurði Power hvort að þessi þrjú aðildarríki Sameinuðu þjóðanna gætu ekki skammast sín fyrir glæpina sem þau hefðu framið gegn óbreyttum borgurum í Aleppo. Power ávarpaði Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna í dag á neyðarfundi ráðsins sem boðaður var vegna blóðbaðsins sem geisað hefur í Aleppo síðastliðinn sólarhring eða svo, en í gær staðfestu Sameinuðu þjóðirnar að fjöldamorð hefði verið framið í borginni þar sem 82 saklausir borgarar voru myrtir af stjórnarhernum í áhlaupi þeirra á austurhluta Aleppo sem var á valdi uppreisnarmanna. Undir kvöld var svo greint frá því að samkomulag hefði náðst milli Rússa og Tyrkja um það að enda bardagana í austurhluta Aleppo. Uppreisnarmönnum, sem og þeim óbreyttu borgurum sem það kjósa, yrði gert kleift að yfirgefa borgina en samningurinn þýðir að hún er nú öll á valdi stjórnarhers Assad."Is there literally nothing that can shame you?" - @AmbassadorPower's extraordinary attack on Syria, Russia and Iran over deaths in #Aleppo pic.twitter.com/Ue87QfEGU7— Channel 4 News (@Channel4News) December 13, 2016 Á fundi Öryggisráðsins í dag beindi Power orðum sínum að Sýrlandsstjórn, Rússum og Írönum. Hún sagði ástandið sem ríkt hefur í Aleppo undanfarið, þar sem tugþúsundir borgarar hafa verið innlyksa mánuðum saman, væri á ábyrgð stjórnvalda í þessum ríkjum. „Þetta er snaran ykkar. Þið ættuð að skammast ykkar en svo virðist sem þetta sé ykkur frekar hvatning. Þið eruð að skipuleggja næstu árás. Kunnið þið virkilega ekki að skammast ykkar? Er ekkert sem fær ykkur til að skammast ykkar?“ spurði Power. Vitaly Churkin, sendiherra Rússa hjá Sameinuðu þjóðunum, svaraði Power. Hann sagði undarlegt að hlusta á hana „líkt og hún væri einhver móðir Teresa.“ Churkin minnti Power síðan á hvaða land hún væri sendiherra fyrir og þátttöku Bandaríkjanna í hinum ýmsu stríðum gegnum árin. Þrátt fyrir samkomulagið sem náðist í dag um Aleppo er það þó ekki svo að stríðinu í Sýrlandi sé lokið. Fjöldi ólíkra uppreisnarhópa er enn með tögl og haldir í Idlib-sýslu í norðvesturhluta landsins. Talið er að stjórnarherinn muni næst sækja fram þar og reyna að brjóta uppreisnina á bak aftur. Þá berjast uppreisnarmenn við liðsmenn Íslamska ríkisins í norðausturhluta Sýrlands. Íslamska ríkið hefur einnig barist við stjórnarherinn, meðal annars um völd í borginni Palmyra sem er nú aftur á valdi liðsmanna hryðjuverkahópsins eftir að hafa verið á valdi Sýrlandsstjórnar síðan í mars. Tengdar fréttir Sýrlenskum uppreisnarmönnum leyft að yfirgefa austurhluta Aleppo Þetta er haft eftir sendiherra Rússlands hjá Sameinuðu þjóðunum. 13. desember 2016 17:51 Þúsundir barna þjást í Aleppo Um hundrað börn eru föst í byggingu í borginni sem er undir stórfelldum árásum. 13. desember 2016 14:12 Sameinuðu þjóðirnar staðfesta fjöldamorð í Aleppo Segja minnst 82 almenna borgara hafa verið tekna af lífi af Assad-liðum. 13. desember 2016 10:40 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Fleiri fréttir Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Sjá meira
Samantha Power, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, var harðorð í garð Bashar al-Assad, Sýrlandsforseta, Rússa og Írana sem stutt hafa Sýrlandsstjórn með ráðum og dáð í borgarastyrjöldinni sem geisað hefur í landinu frá árinu 2011. Sagði hún Assad, Rússa og Írana hafa sett óbreytta borgara í Aleppo í snöru með árásum sínum í borginni. Spurði Power hvort að þessi þrjú aðildarríki Sameinuðu þjóðanna gætu ekki skammast sín fyrir glæpina sem þau hefðu framið gegn óbreyttum borgurum í Aleppo. Power ávarpaði Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna í dag á neyðarfundi ráðsins sem boðaður var vegna blóðbaðsins sem geisað hefur í Aleppo síðastliðinn sólarhring eða svo, en í gær staðfestu Sameinuðu þjóðirnar að fjöldamorð hefði verið framið í borginni þar sem 82 saklausir borgarar voru myrtir af stjórnarhernum í áhlaupi þeirra á austurhluta Aleppo sem var á valdi uppreisnarmanna. Undir kvöld var svo greint frá því að samkomulag hefði náðst milli Rússa og Tyrkja um það að enda bardagana í austurhluta Aleppo. Uppreisnarmönnum, sem og þeim óbreyttu borgurum sem það kjósa, yrði gert kleift að yfirgefa borgina en samningurinn þýðir að hún er nú öll á valdi stjórnarhers Assad."Is there literally nothing that can shame you?" - @AmbassadorPower's extraordinary attack on Syria, Russia and Iran over deaths in #Aleppo pic.twitter.com/Ue87QfEGU7— Channel 4 News (@Channel4News) December 13, 2016 Á fundi Öryggisráðsins í dag beindi Power orðum sínum að Sýrlandsstjórn, Rússum og Írönum. Hún sagði ástandið sem ríkt hefur í Aleppo undanfarið, þar sem tugþúsundir borgarar hafa verið innlyksa mánuðum saman, væri á ábyrgð stjórnvalda í þessum ríkjum. „Þetta er snaran ykkar. Þið ættuð að skammast ykkar en svo virðist sem þetta sé ykkur frekar hvatning. Þið eruð að skipuleggja næstu árás. Kunnið þið virkilega ekki að skammast ykkar? Er ekkert sem fær ykkur til að skammast ykkar?“ spurði Power. Vitaly Churkin, sendiherra Rússa hjá Sameinuðu þjóðunum, svaraði Power. Hann sagði undarlegt að hlusta á hana „líkt og hún væri einhver móðir Teresa.“ Churkin minnti Power síðan á hvaða land hún væri sendiherra fyrir og þátttöku Bandaríkjanna í hinum ýmsu stríðum gegnum árin. Þrátt fyrir samkomulagið sem náðist í dag um Aleppo er það þó ekki svo að stríðinu í Sýrlandi sé lokið. Fjöldi ólíkra uppreisnarhópa er enn með tögl og haldir í Idlib-sýslu í norðvesturhluta landsins. Talið er að stjórnarherinn muni næst sækja fram þar og reyna að brjóta uppreisnina á bak aftur. Þá berjast uppreisnarmenn við liðsmenn Íslamska ríkisins í norðausturhluta Sýrlands. Íslamska ríkið hefur einnig barist við stjórnarherinn, meðal annars um völd í borginni Palmyra sem er nú aftur á valdi liðsmanna hryðjuverkahópsins eftir að hafa verið á valdi Sýrlandsstjórnar síðan í mars.
Tengdar fréttir Sýrlenskum uppreisnarmönnum leyft að yfirgefa austurhluta Aleppo Þetta er haft eftir sendiherra Rússlands hjá Sameinuðu þjóðunum. 13. desember 2016 17:51 Þúsundir barna þjást í Aleppo Um hundrað börn eru föst í byggingu í borginni sem er undir stórfelldum árásum. 13. desember 2016 14:12 Sameinuðu þjóðirnar staðfesta fjöldamorð í Aleppo Segja minnst 82 almenna borgara hafa verið tekna af lífi af Assad-liðum. 13. desember 2016 10:40 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Fleiri fréttir Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Sjá meira
Sýrlenskum uppreisnarmönnum leyft að yfirgefa austurhluta Aleppo Þetta er haft eftir sendiherra Rússlands hjá Sameinuðu þjóðunum. 13. desember 2016 17:51
Þúsundir barna þjást í Aleppo Um hundrað börn eru föst í byggingu í borginni sem er undir stórfelldum árásum. 13. desember 2016 14:12
Sameinuðu þjóðirnar staðfesta fjöldamorð í Aleppo Segja minnst 82 almenna borgara hafa verið tekna af lífi af Assad-liðum. 13. desember 2016 10:40