Hermenn myrða íbúa á heimilum í Aleppo Guðsteinn Bjarnason og Þórgnýr Einar Albertsson skrifa 14. desember 2016 07:00 Íbúar í Aleppo hafa margir fagnað sigri stjórnarhersins á uppreisnarmönnum. Vísir/AFP Stuðningsmenn Bashars al Assad Sýrlandsforseta hafa ákaft fagnað því að stjórnarherinn hafi að mestu endurheimt borgina Aleppo úr höndum uppreisnarmanna. Jafnframt hafa borist fréttir af því að liðsmenn stjórnarhersins eða stuðningsmenn hans hafi tekið fólk af lífi án dóms og laga, tugum og jafnvel hundruðum saman. CNN greinir til að mynda frá því að hersveitir Assads hafi ruðst inn á heimili almennra borgara í hverfum sem voru undir stjórn uppreisnarmanna og skotið íbúana á staðnum. Kennari í borginni, Abdul Kafi Alhamado, sagði í viðtali við BBC að sprengjum hafi bókstaflega rignt yfir fólk og gríðarlega margir séu látnir. „Fólk er að flýja, en veit ekkert hvert það á að fara. Fólk bara hleypur. Fólk liggur í sárum sínum á götum úti, enginn getur farið til að hjálpa því. Sumir eru undir rústum, og enginn getur komið þeim til hjálpar heldur,“ hefur BBC eftir honum. Bæði Sameinuðu þjóðirnar og Rauði krossinn hafa skorað á stjórnarherinn að þyrma lífi almennra borgara. Í yfirlýsingu frá Ban Ki-moon, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, segir hann fréttir af grimmdarverkum gegn almennum borgurum í borginni, þar á meðal börnum og konum, vekja óhug. Hann tekur fram að Sameinuðu þjóðirnar séu ekki í aðstöðu til að staðfesta hvort þessar frásagnir séu réttar, en bendir á að öllum stríðsaðilum beri skylda til að fylgja alþjóðlegum mannréttinda- og mannúðarlögum: „Þetta er sérstaklega á ábyrgð sýrlensku stjórnarinnar og bandamanna hennar,“ segir í yfirlýsingunni. Þá kemur einnig fram í tilkynningu frá embætti formanns Mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna að alls hafi 82 almennir borgarar verið myrtir á götum úti eða á heimilum sínum á mánudaginn. Rupert Colville, talsmaður embættisins, sagði að hann hefði fengið afar truflandi fréttir af líkum á götum úti sem ástvinir gætu ekki komið í skjól af ótta við að hljóta sömu örlög. Þá sagði hann ellefu konur og þrettán börn á meðal hinna 82 myrtu. „Þótt einhverjir hafi náð að flýja borgina í gær [á mánudag] voru aðrir gómaðir. Sumir myrtir en aðrir handteknir. Þessa stundina lítur út fyrir að fram fari algjört niðurrif mannúðar í Aleppo,“ sagði Colville í yfirlýsingu í gær. Mannúðarsamtök á svæðinu, þeirra á meðal Syria Civil Defense, hafa kallað eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins við að opna leið út úr borginni svo um hundrað þúsund almennir borgarar og uppreisnarmenn á helstu átakasvæðum borgarinnar geti flúið. Óljóst var í gær hve stórum hluta borgarinnar uppreisnarmenn réðu enn yfir, eða höfðust við á, en það var ekki nema brotabrot af því svæði sem áður var á þeirra valdi, sem var megnið af austurhluta borgarinnar. Í yfirlýsingu frá rússneska hernum segir að stjórnarherinn fari nú með völdin í 98 prósentum borgarinnar. Zaid al-Saleh, hershöfðingi í stjórnarhernum, sagði í yfirlýsingu að orrustunni ljúki senn. Þá biðlaði hann til uppreisnarmanna að gefast upp, ella myndu þeir deyja.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Fleiri fréttir SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Sjá meira
Stuðningsmenn Bashars al Assad Sýrlandsforseta hafa ákaft fagnað því að stjórnarherinn hafi að mestu endurheimt borgina Aleppo úr höndum uppreisnarmanna. Jafnframt hafa borist fréttir af því að liðsmenn stjórnarhersins eða stuðningsmenn hans hafi tekið fólk af lífi án dóms og laga, tugum og jafnvel hundruðum saman. CNN greinir til að mynda frá því að hersveitir Assads hafi ruðst inn á heimili almennra borgara í hverfum sem voru undir stjórn uppreisnarmanna og skotið íbúana á staðnum. Kennari í borginni, Abdul Kafi Alhamado, sagði í viðtali við BBC að sprengjum hafi bókstaflega rignt yfir fólk og gríðarlega margir séu látnir. „Fólk er að flýja, en veit ekkert hvert það á að fara. Fólk bara hleypur. Fólk liggur í sárum sínum á götum úti, enginn getur farið til að hjálpa því. Sumir eru undir rústum, og enginn getur komið þeim til hjálpar heldur,“ hefur BBC eftir honum. Bæði Sameinuðu þjóðirnar og Rauði krossinn hafa skorað á stjórnarherinn að þyrma lífi almennra borgara. Í yfirlýsingu frá Ban Ki-moon, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, segir hann fréttir af grimmdarverkum gegn almennum borgurum í borginni, þar á meðal börnum og konum, vekja óhug. Hann tekur fram að Sameinuðu þjóðirnar séu ekki í aðstöðu til að staðfesta hvort þessar frásagnir séu réttar, en bendir á að öllum stríðsaðilum beri skylda til að fylgja alþjóðlegum mannréttinda- og mannúðarlögum: „Þetta er sérstaklega á ábyrgð sýrlensku stjórnarinnar og bandamanna hennar,“ segir í yfirlýsingunni. Þá kemur einnig fram í tilkynningu frá embætti formanns Mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna að alls hafi 82 almennir borgarar verið myrtir á götum úti eða á heimilum sínum á mánudaginn. Rupert Colville, talsmaður embættisins, sagði að hann hefði fengið afar truflandi fréttir af líkum á götum úti sem ástvinir gætu ekki komið í skjól af ótta við að hljóta sömu örlög. Þá sagði hann ellefu konur og þrettán börn á meðal hinna 82 myrtu. „Þótt einhverjir hafi náð að flýja borgina í gær [á mánudag] voru aðrir gómaðir. Sumir myrtir en aðrir handteknir. Þessa stundina lítur út fyrir að fram fari algjört niðurrif mannúðar í Aleppo,“ sagði Colville í yfirlýsingu í gær. Mannúðarsamtök á svæðinu, þeirra á meðal Syria Civil Defense, hafa kallað eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins við að opna leið út úr borginni svo um hundrað þúsund almennir borgarar og uppreisnarmenn á helstu átakasvæðum borgarinnar geti flúið. Óljóst var í gær hve stórum hluta borgarinnar uppreisnarmenn réðu enn yfir, eða höfðust við á, en það var ekki nema brotabrot af því svæði sem áður var á þeirra valdi, sem var megnið af austurhluta borgarinnar. Í yfirlýsingu frá rússneska hernum segir að stjórnarherinn fari nú með völdin í 98 prósentum borgarinnar. Zaid al-Saleh, hershöfðingi í stjórnarhernum, sagði í yfirlýsingu að orrustunni ljúki senn. Þá biðlaði hann til uppreisnarmanna að gefast upp, ella myndu þeir deyja.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Fleiri fréttir SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Sjá meira