Sýrlenskum uppreisnarmönnum leyft að yfirgefa austurhluta Aleppo Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 13. desember 2016 17:51 Stjórnarliðar í Aleppo. Vísir/EPA Samningur er í höfn um að uppreisnarmenn fái að yfirgefa austurhluta Aleppo, að sögn sendiherra Rússlands hjá Sameinuðu Þjóðunum. Uppreisnarmenn hafa staðfest samninginn. BBC greinir frá.Sýrlenski stjórnarherinn er við það að ná allri borginni á sitt vald eftir mikla sókn undanfarnar vikur í skjóli rússneskra loftárása. Rússneski herinn heldur því fram að 98 prósent borgarinnar sé nú undir yfirráðum stjórnarliða. Sendiherrann, Vitaly Churkin sagði að samningurinn gilti ekki um saklausa borgara, en þúsundir þeirra eru strandaglópar í stríðshrjáðri borginni. Margir þeirra hafa nýtt sér samskiptamiðla til að lýsa hræðilegu ástandi í borginni og biðlað til alþjóðasamfélagsins um að hjálpa sér. Erfitt er að festa tölu á hversu margir saklausir borgarar eru í austurhluta borgarinnar en heimildarmenn fréttastofu BBC segja það vera allt að 100 þúsund manns.Sjá einnig: Fjöldamorð sögð eiga sér stað í AleppoChurkin sagði að samningnum gæti verið fylgt eftir „innan nokkurra klukkustunda.“ Sagði hann jafnframt að saklausir borgarar gætu komið sér í öruggt skjól meðal hjálparsamtaka í borginni og að enginn myndi ráðast á þá. Þá endurtók Churkin fullyrðingar rússneskra stjórnvalda um að engin fjöldamorð ættu sér stað í borginni.Misvísandi fregnir eru uppi um hvort að saklausum borgurum verði einnig leyft að yfirgefa borgina, en fréttir hafa borist af því að Tyrkir og Rússar muni sjá um að framfylgja samningnum og að saklausum borgurum verði leyft að flýja svæðið, þvert á fullyrðingar rússneska sendiherrans. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna situr nú neyðarfund vegna ástandsins í Aleppo. Fréttir um samninginn bárust eftir að Sameinuðu þjóðirnar staðfestu að stjórnarliðar hefðu gerst sekir um fjöldamorð á almennum borgurum í borginni í gær og í nótt. Tengdar fréttir Þúsundir barna þjást í Aleppo Um hundrað börn eru föst í byggingu í borginni sem er undir stórfelldum árásum. 13. desember 2016 14:12 Fjöldamorð sögð eiga sér stað í Aleppo Ban Ki-moon biðlar til stjórnarhers Sýrlands og bandamanna þeirra að vernda almenna borgara. 13. desember 2016 01:30 Saka uppreisnarmenn um að sviðsetja myndbönd af ódæðum Talsmaður Varnarmálaráðuneytis Rússlands segir að fjölmiðlar eigi ekki að falla fyrir áróðri hryðjuverkamanna. 13. desember 2016 15:45 Sameinuðu þjóðirnar staðfesta fjöldamorð í Aleppo Segja minnst 82 almenna borgara hafa verið tekna af lífi af Assad-liðum. 13. desember 2016 10:40 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Sjá meira
Samningur er í höfn um að uppreisnarmenn fái að yfirgefa austurhluta Aleppo, að sögn sendiherra Rússlands hjá Sameinuðu Þjóðunum. Uppreisnarmenn hafa staðfest samninginn. BBC greinir frá.Sýrlenski stjórnarherinn er við það að ná allri borginni á sitt vald eftir mikla sókn undanfarnar vikur í skjóli rússneskra loftárása. Rússneski herinn heldur því fram að 98 prósent borgarinnar sé nú undir yfirráðum stjórnarliða. Sendiherrann, Vitaly Churkin sagði að samningurinn gilti ekki um saklausa borgara, en þúsundir þeirra eru strandaglópar í stríðshrjáðri borginni. Margir þeirra hafa nýtt sér samskiptamiðla til að lýsa hræðilegu ástandi í borginni og biðlað til alþjóðasamfélagsins um að hjálpa sér. Erfitt er að festa tölu á hversu margir saklausir borgarar eru í austurhluta borgarinnar en heimildarmenn fréttastofu BBC segja það vera allt að 100 þúsund manns.Sjá einnig: Fjöldamorð sögð eiga sér stað í AleppoChurkin sagði að samningnum gæti verið fylgt eftir „innan nokkurra klukkustunda.“ Sagði hann jafnframt að saklausir borgarar gætu komið sér í öruggt skjól meðal hjálparsamtaka í borginni og að enginn myndi ráðast á þá. Þá endurtók Churkin fullyrðingar rússneskra stjórnvalda um að engin fjöldamorð ættu sér stað í borginni.Misvísandi fregnir eru uppi um hvort að saklausum borgurum verði einnig leyft að yfirgefa borgina, en fréttir hafa borist af því að Tyrkir og Rússar muni sjá um að framfylgja samningnum og að saklausum borgurum verði leyft að flýja svæðið, þvert á fullyrðingar rússneska sendiherrans. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna situr nú neyðarfund vegna ástandsins í Aleppo. Fréttir um samninginn bárust eftir að Sameinuðu þjóðirnar staðfestu að stjórnarliðar hefðu gerst sekir um fjöldamorð á almennum borgurum í borginni í gær og í nótt.
Tengdar fréttir Þúsundir barna þjást í Aleppo Um hundrað börn eru föst í byggingu í borginni sem er undir stórfelldum árásum. 13. desember 2016 14:12 Fjöldamorð sögð eiga sér stað í Aleppo Ban Ki-moon biðlar til stjórnarhers Sýrlands og bandamanna þeirra að vernda almenna borgara. 13. desember 2016 01:30 Saka uppreisnarmenn um að sviðsetja myndbönd af ódæðum Talsmaður Varnarmálaráðuneytis Rússlands segir að fjölmiðlar eigi ekki að falla fyrir áróðri hryðjuverkamanna. 13. desember 2016 15:45 Sameinuðu þjóðirnar staðfesta fjöldamorð í Aleppo Segja minnst 82 almenna borgara hafa verið tekna af lífi af Assad-liðum. 13. desember 2016 10:40 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Sjá meira
Þúsundir barna þjást í Aleppo Um hundrað börn eru föst í byggingu í borginni sem er undir stórfelldum árásum. 13. desember 2016 14:12
Fjöldamorð sögð eiga sér stað í Aleppo Ban Ki-moon biðlar til stjórnarhers Sýrlands og bandamanna þeirra að vernda almenna borgara. 13. desember 2016 01:30
Saka uppreisnarmenn um að sviðsetja myndbönd af ódæðum Talsmaður Varnarmálaráðuneytis Rússlands segir að fjölmiðlar eigi ekki að falla fyrir áróðri hryðjuverkamanna. 13. desember 2016 15:45
Sameinuðu þjóðirnar staðfesta fjöldamorð í Aleppo Segja minnst 82 almenna borgara hafa verið tekna af lífi af Assad-liðum. 13. desember 2016 10:40