Saka uppreisnarmenn um að sviðsetja myndbönd af ódæðum Samúel Karl Ólason skrifar 13. desember 2016 15:45 Stjórnarliðar ganga um götur hverfis sem var nýverið tekið af uppreisnarmönnum. Vísir/AFP Varnarmálaráðuneyti Rússlands segir myndbönd sem sýna almenna borgara verða fyrir loftárásum og annars konar ódæðum í Aleppo í Sýrlandi, vera framleidd af uppreisnarmönnum. Igor Konashenkov, talsmaður ráðuneytisins, segir að fjölmiðlar eigi ekki að falla fyrir áróðri hryðjuverkamanna. Þá segir Konashenkov að engir aktívístar hafi fundist í austurhluta Aleppo. Góðgerðarsamtök og björgunaraðilar hafi heldur ekki fundist á svæðinu, eingöngu hryðjuverkamenn sem hafi farið illa með íbúa. Rússar segja hryðjuverkamenn hafa haldið um hundrað þúsund borgurum í gíslingu og notað þá sem mennska skildi. Þá hafi skólar og sjúkrahús verið notuð til vopnaframleiðslu og birgðageymslu. Þá segir ráðuneytið að sóknin í Aleppo hafi verið „mannúðleg“ gagnvart almennum borgurum. Sameinuðu þjóðirnar áætluðu í október að í Aleppo hafi um 900 vígamenn hryðjuverkasamtaka haldið til, af um átta þúsund uppreisnarmönnum.Lík á víð og dreif Sameinuðu þjóðirnar segja að minnst 82 almennir borgarar hafi verið teknir af lífi í borginni og fregnir hafa borist af fjölda fólks sem sé fast í rústum húsa. Þar að auki eru lík sögð liggja á götum borgarinnar. Varað er við því að hinir látnu gætu verið mun fleiri. Undanfarna daga hafa loftárásirnar á Aleppo verið einhverjar þær mestu á árinu. Af þeim 82 sem hafi verið myrt eru 13 börn og 11 konur. Mannréttindastofnun Sameinuðu þjóðanna hefur bendlað íraska sjálfboðaliða sem berjast í Sýrlandi til stuðnings Bashar al-Assad við hluta morðanna. „Fregnirnar sem okkur hafa borist benda til þess að fólk hafi verið skotið til bana á götum borgarinnar og á heimilum sínum,“ sagði talsmaður Mannréttindastofnunarinnar. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sagði blaðamönnum í dag að Rússar væru orðnir þreyttir á „vælinu“ í núverandi ríkisstjórn Bandaríkjanna um að stöðva átökin í borginni, þrátt fyrir að Bandaríkin hafi ekkert gert til að reyna að fá „hófsama uppreisnarmenn“ til þess að slíta sig frá vígamönnum hryðjuverkasamtaka.Talsmaður Mannréttindastofnunar Sameinuðu þjóðanna. Blaðamaður keyrir inn í Aleppo. Grim arrival in #Aleppo pic.twitter.com/x2iMKA8s8s— Dan Rivers (@danriversitv) December 13, 2016 Rætt við íbúa borgarinnar As MPs debate ways to alleviate suffering in #Aleppo - harrowing words from trapped #c4news journalist @waadalkateab pic.twitter.com/4vz9XTvg1b— Hayley Barlow (@Hayley_Barlow) December 13, 2016 Íbúar í vesturhluta Aleppo fagna sigri stjórnarhersins. #Syria: People in #Aleppo were freed by the #Assad government troops, does not look as if people are unhappy about it. pic.twitter.com/XAR0MyoxxK— Onlinemagazin (@OnlineMagazin) December 13, 2016 Tengdar fréttir Kenna skorti á samvinnu frá Bandaríkjunum um fall Palmyra Talsmaður ríkisstjórnarinnar í Moskvu sagði nú í morgun að Bandaríkin vildu ekki starfa með Rússlandi, en hægt hefði verið að koma í veg fyrir árásina með samvinnu. 13. desember 2016 13:30 Þúsundir barna þjást í Aleppo Um hundrað börn eru föst í byggingu í borginni sem er undir stórfelldum árásum. 13. desember 2016 14:12 Fjöldamorð sögð eiga sér stað í Aleppo Ban Ki-moon biðlar til stjórnarhers Sýrlands og bandamanna þeirra að vernda almenna borgara. 13. desember 2016 01:30 Sameinuðu þjóðirnar staðfesta fjöldamorð í Aleppo Segja minnst 82 almenna borgara hafa verið tekna af lífi af Assad-liðum. 13. desember 2016 10:40 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Fleiri fréttir Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Sjá meira
Varnarmálaráðuneyti Rússlands segir myndbönd sem sýna almenna borgara verða fyrir loftárásum og annars konar ódæðum í Aleppo í Sýrlandi, vera framleidd af uppreisnarmönnum. Igor Konashenkov, talsmaður ráðuneytisins, segir að fjölmiðlar eigi ekki að falla fyrir áróðri hryðjuverkamanna. Þá segir Konashenkov að engir aktívístar hafi fundist í austurhluta Aleppo. Góðgerðarsamtök og björgunaraðilar hafi heldur ekki fundist á svæðinu, eingöngu hryðjuverkamenn sem hafi farið illa með íbúa. Rússar segja hryðjuverkamenn hafa haldið um hundrað þúsund borgurum í gíslingu og notað þá sem mennska skildi. Þá hafi skólar og sjúkrahús verið notuð til vopnaframleiðslu og birgðageymslu. Þá segir ráðuneytið að sóknin í Aleppo hafi verið „mannúðleg“ gagnvart almennum borgurum. Sameinuðu þjóðirnar áætluðu í október að í Aleppo hafi um 900 vígamenn hryðjuverkasamtaka haldið til, af um átta þúsund uppreisnarmönnum.Lík á víð og dreif Sameinuðu þjóðirnar segja að minnst 82 almennir borgarar hafi verið teknir af lífi í borginni og fregnir hafa borist af fjölda fólks sem sé fast í rústum húsa. Þar að auki eru lík sögð liggja á götum borgarinnar. Varað er við því að hinir látnu gætu verið mun fleiri. Undanfarna daga hafa loftárásirnar á Aleppo verið einhverjar þær mestu á árinu. Af þeim 82 sem hafi verið myrt eru 13 börn og 11 konur. Mannréttindastofnun Sameinuðu þjóðanna hefur bendlað íraska sjálfboðaliða sem berjast í Sýrlandi til stuðnings Bashar al-Assad við hluta morðanna. „Fregnirnar sem okkur hafa borist benda til þess að fólk hafi verið skotið til bana á götum borgarinnar og á heimilum sínum,“ sagði talsmaður Mannréttindastofnunarinnar. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sagði blaðamönnum í dag að Rússar væru orðnir þreyttir á „vælinu“ í núverandi ríkisstjórn Bandaríkjanna um að stöðva átökin í borginni, þrátt fyrir að Bandaríkin hafi ekkert gert til að reyna að fá „hófsama uppreisnarmenn“ til þess að slíta sig frá vígamönnum hryðjuverkasamtaka.Talsmaður Mannréttindastofnunar Sameinuðu þjóðanna. Blaðamaður keyrir inn í Aleppo. Grim arrival in #Aleppo pic.twitter.com/x2iMKA8s8s— Dan Rivers (@danriversitv) December 13, 2016 Rætt við íbúa borgarinnar As MPs debate ways to alleviate suffering in #Aleppo - harrowing words from trapped #c4news journalist @waadalkateab pic.twitter.com/4vz9XTvg1b— Hayley Barlow (@Hayley_Barlow) December 13, 2016 Íbúar í vesturhluta Aleppo fagna sigri stjórnarhersins. #Syria: People in #Aleppo were freed by the #Assad government troops, does not look as if people are unhappy about it. pic.twitter.com/XAR0MyoxxK— Onlinemagazin (@OnlineMagazin) December 13, 2016
Tengdar fréttir Kenna skorti á samvinnu frá Bandaríkjunum um fall Palmyra Talsmaður ríkisstjórnarinnar í Moskvu sagði nú í morgun að Bandaríkin vildu ekki starfa með Rússlandi, en hægt hefði verið að koma í veg fyrir árásina með samvinnu. 13. desember 2016 13:30 Þúsundir barna þjást í Aleppo Um hundrað börn eru föst í byggingu í borginni sem er undir stórfelldum árásum. 13. desember 2016 14:12 Fjöldamorð sögð eiga sér stað í Aleppo Ban Ki-moon biðlar til stjórnarhers Sýrlands og bandamanna þeirra að vernda almenna borgara. 13. desember 2016 01:30 Sameinuðu þjóðirnar staðfesta fjöldamorð í Aleppo Segja minnst 82 almenna borgara hafa verið tekna af lífi af Assad-liðum. 13. desember 2016 10:40 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Fleiri fréttir Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Sjá meira
Kenna skorti á samvinnu frá Bandaríkjunum um fall Palmyra Talsmaður ríkisstjórnarinnar í Moskvu sagði nú í morgun að Bandaríkin vildu ekki starfa með Rússlandi, en hægt hefði verið að koma í veg fyrir árásina með samvinnu. 13. desember 2016 13:30
Þúsundir barna þjást í Aleppo Um hundrað börn eru föst í byggingu í borginni sem er undir stórfelldum árásum. 13. desember 2016 14:12
Fjöldamorð sögð eiga sér stað í Aleppo Ban Ki-moon biðlar til stjórnarhers Sýrlands og bandamanna þeirra að vernda almenna borgara. 13. desember 2016 01:30
Sameinuðu þjóðirnar staðfesta fjöldamorð í Aleppo Segja minnst 82 almenna borgara hafa verið tekna af lífi af Assad-liðum. 13. desember 2016 10:40