Sýrlenskum uppreisnarmönnum leyft að yfirgefa austurhluta Aleppo Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 13. desember 2016 17:51 Stjórnarliðar í Aleppo. Vísir/EPA Samningur er í höfn um að uppreisnarmenn fái að yfirgefa austurhluta Aleppo, að sögn sendiherra Rússlands hjá Sameinuðu Þjóðunum. Uppreisnarmenn hafa staðfest samninginn. BBC greinir frá.Sýrlenski stjórnarherinn er við það að ná allri borginni á sitt vald eftir mikla sókn undanfarnar vikur í skjóli rússneskra loftárása. Rússneski herinn heldur því fram að 98 prósent borgarinnar sé nú undir yfirráðum stjórnarliða. Sendiherrann, Vitaly Churkin sagði að samningurinn gilti ekki um saklausa borgara, en þúsundir þeirra eru strandaglópar í stríðshrjáðri borginni. Margir þeirra hafa nýtt sér samskiptamiðla til að lýsa hræðilegu ástandi í borginni og biðlað til alþjóðasamfélagsins um að hjálpa sér. Erfitt er að festa tölu á hversu margir saklausir borgarar eru í austurhluta borgarinnar en heimildarmenn fréttastofu BBC segja það vera allt að 100 þúsund manns.Sjá einnig: Fjöldamorð sögð eiga sér stað í AleppoChurkin sagði að samningnum gæti verið fylgt eftir „innan nokkurra klukkustunda.“ Sagði hann jafnframt að saklausir borgarar gætu komið sér í öruggt skjól meðal hjálparsamtaka í borginni og að enginn myndi ráðast á þá. Þá endurtók Churkin fullyrðingar rússneskra stjórnvalda um að engin fjöldamorð ættu sér stað í borginni.Misvísandi fregnir eru uppi um hvort að saklausum borgurum verði einnig leyft að yfirgefa borgina, en fréttir hafa borist af því að Tyrkir og Rússar muni sjá um að framfylgja samningnum og að saklausum borgurum verði leyft að flýja svæðið, þvert á fullyrðingar rússneska sendiherrans. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna situr nú neyðarfund vegna ástandsins í Aleppo. Fréttir um samninginn bárust eftir að Sameinuðu þjóðirnar staðfestu að stjórnarliðar hefðu gerst sekir um fjöldamorð á almennum borgurum í borginni í gær og í nótt. Tengdar fréttir Þúsundir barna þjást í Aleppo Um hundrað börn eru föst í byggingu í borginni sem er undir stórfelldum árásum. 13. desember 2016 14:12 Fjöldamorð sögð eiga sér stað í Aleppo Ban Ki-moon biðlar til stjórnarhers Sýrlands og bandamanna þeirra að vernda almenna borgara. 13. desember 2016 01:30 Saka uppreisnarmenn um að sviðsetja myndbönd af ódæðum Talsmaður Varnarmálaráðuneytis Rússlands segir að fjölmiðlar eigi ekki að falla fyrir áróðri hryðjuverkamanna. 13. desember 2016 15:45 Sameinuðu þjóðirnar staðfesta fjöldamorð í Aleppo Segja minnst 82 almenna borgara hafa verið tekna af lífi af Assad-liðum. 13. desember 2016 10:40 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Sjá meira
Samningur er í höfn um að uppreisnarmenn fái að yfirgefa austurhluta Aleppo, að sögn sendiherra Rússlands hjá Sameinuðu Þjóðunum. Uppreisnarmenn hafa staðfest samninginn. BBC greinir frá.Sýrlenski stjórnarherinn er við það að ná allri borginni á sitt vald eftir mikla sókn undanfarnar vikur í skjóli rússneskra loftárása. Rússneski herinn heldur því fram að 98 prósent borgarinnar sé nú undir yfirráðum stjórnarliða. Sendiherrann, Vitaly Churkin sagði að samningurinn gilti ekki um saklausa borgara, en þúsundir þeirra eru strandaglópar í stríðshrjáðri borginni. Margir þeirra hafa nýtt sér samskiptamiðla til að lýsa hræðilegu ástandi í borginni og biðlað til alþjóðasamfélagsins um að hjálpa sér. Erfitt er að festa tölu á hversu margir saklausir borgarar eru í austurhluta borgarinnar en heimildarmenn fréttastofu BBC segja það vera allt að 100 þúsund manns.Sjá einnig: Fjöldamorð sögð eiga sér stað í AleppoChurkin sagði að samningnum gæti verið fylgt eftir „innan nokkurra klukkustunda.“ Sagði hann jafnframt að saklausir borgarar gætu komið sér í öruggt skjól meðal hjálparsamtaka í borginni og að enginn myndi ráðast á þá. Þá endurtók Churkin fullyrðingar rússneskra stjórnvalda um að engin fjöldamorð ættu sér stað í borginni.Misvísandi fregnir eru uppi um hvort að saklausum borgurum verði einnig leyft að yfirgefa borgina, en fréttir hafa borist af því að Tyrkir og Rússar muni sjá um að framfylgja samningnum og að saklausum borgurum verði leyft að flýja svæðið, þvert á fullyrðingar rússneska sendiherrans. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna situr nú neyðarfund vegna ástandsins í Aleppo. Fréttir um samninginn bárust eftir að Sameinuðu þjóðirnar staðfestu að stjórnarliðar hefðu gerst sekir um fjöldamorð á almennum borgurum í borginni í gær og í nótt.
Tengdar fréttir Þúsundir barna þjást í Aleppo Um hundrað börn eru föst í byggingu í borginni sem er undir stórfelldum árásum. 13. desember 2016 14:12 Fjöldamorð sögð eiga sér stað í Aleppo Ban Ki-moon biðlar til stjórnarhers Sýrlands og bandamanna þeirra að vernda almenna borgara. 13. desember 2016 01:30 Saka uppreisnarmenn um að sviðsetja myndbönd af ódæðum Talsmaður Varnarmálaráðuneytis Rússlands segir að fjölmiðlar eigi ekki að falla fyrir áróðri hryðjuverkamanna. 13. desember 2016 15:45 Sameinuðu þjóðirnar staðfesta fjöldamorð í Aleppo Segja minnst 82 almenna borgara hafa verið tekna af lífi af Assad-liðum. 13. desember 2016 10:40 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Sjá meira
Þúsundir barna þjást í Aleppo Um hundrað börn eru föst í byggingu í borginni sem er undir stórfelldum árásum. 13. desember 2016 14:12
Fjöldamorð sögð eiga sér stað í Aleppo Ban Ki-moon biðlar til stjórnarhers Sýrlands og bandamanna þeirra að vernda almenna borgara. 13. desember 2016 01:30
Saka uppreisnarmenn um að sviðsetja myndbönd af ódæðum Talsmaður Varnarmálaráðuneytis Rússlands segir að fjölmiðlar eigi ekki að falla fyrir áróðri hryðjuverkamanna. 13. desember 2016 15:45
Sameinuðu þjóðirnar staðfesta fjöldamorð í Aleppo Segja minnst 82 almenna borgara hafa verið tekna af lífi af Assad-liðum. 13. desember 2016 10:40