Innlent

Prestur Akureyrarkirkju: Vanþekking Birgittu á störfum kirkjunnar augljós

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Hildur Eir Bolladóttir.
Hildur Eir Bolladóttir. Vísir/Auðunn Níelsson
Hildur Eir Bolladóttir, prestur í Akureyrarkirkju er afar gagnrýnin á ummæli sem Birgitta Jónsdóttir þingflokksformaður Pírata lét falla um þjóðkirkjuna í dag.

Birgitta var þar í viðtali í útvarpsþættinum Harmageddon og lagði hún til að þjóðkirkjan ætti sjálf frumkvæði að því að láta hækkanir á framlögum íslenska ríkisins til kirkjunnar renna til heilbrigðiskerfisins í staðinn. Hildur Eir tjáði sig um ummælin á Facebook síðu sinni í dag.

Sjá einnig: Birgitta skorar á Þjóðkirkjuna að færa heilbrigðiskerfinu milljónirnar

Hildur segir að vanþekking Birgittu á störfum kirkjunnar sé augljós. Staðreyndin sé sú að stofnunin haldi á hverjum degi utan um fólk í angist og neyð og bjóði því upp á gjaldfrjálsa sálgæslu á öllum tímum sólarhringsins.

Þá taldi Hildur upp ýmis verkefni sem kirkjan stendur fyrir. Kirkjan geri börnum kleyft að taka átt í metnaðarfullu tónlistarstarfi, haldi úti opnu húsi fyrir nýbakaða foreldra í fæðingarorlofi, bjóði eldri borgurum að hittast og spjalla, kirkjan virki listafólk til sköpunar og starfræki sorgarhópa fyrir fólk sem misst hefur maka eða börn.

Hildur segist ekki nenna lengur að bjóða hinn vangann í umræðu um kirkjuna, hún sé orðin þreytt á því að kirkjan sé töluð niður af vanþekkingu og hroka.


Tengdar fréttir

Framlög til þjóðkirkjunnar aukast

Þjóðkirkjan mun fá tveggja milljarða fjárframlag samkvæmt sérstöku samkomulagi íslenska ríkisins og þjóðkirkjunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×