Innlent

Veiðifélög kæra útgáfu starfsleyfis fyrir fiskeldi

Samúel Karl Ólason skrifar
"Stofnunin sé farin langt út fyrir sitt starfsvið með þessari ótrúlegu túlkun að fiskar sem séu veiddir og sleppt, teljist nú ekki veiddir lengur.“
"Stofnunin sé farin langt út fyrir sitt starfsvið með þessari ótrúlegu túlkun að fiskar sem séu veiddir og sleppt, teljist nú ekki veiddir lengur.“ Vísir/Pjetur
Landssamband veiðifélaga hefur kært útgáfu starfsleyfis sem Umhverfisstofnun veitti Háafelli ehf til framleiðslu á 6.800 tonnum af regnbogasilungi og 200 tonnum af þorski i sjókvíum við innanvert Ísafjarðardjúp. Í kærunni til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála er farið fram á að starfsleyfið verði fellt úr gildi þar sem óheimilt sé að starfrækja sjókvíaeldi á þessu svæði.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá sambandinu.

Þar segir að athugasemdir hafi verið gerðar við tillögu um starfsleyfið þegar hún hafi verið auglýst til umsagnar. Sambandið hafi bent á að sjókvíar Háafells séu vel innan 15 km frá ósum laxveiðiáa með yfir 500 laxa meðalveiði. Reglugerð um flutning og sleppingar laxfiska og varnir gegn fisksjúkdómum og blöndun laxastofna taki einmitt á þeim þætti.

„Furðu er lýst á að Umhverfisstofnun hafi tekið upp á því að lækka veiðitölur úr ánum einhliða með þeim rökum að þar sem veiðimenn veiði og sleppi 0 – 160 fiskum, verði að draga 0 – 160 fiska frá veiðitölum og þannig sé meðalveiði undir 500 fiskum. Stofnunin sé farin langt út fyrir sitt starfsvið með þessari ótrúlegu túlkun að fiskar sem séu veiddir og sleppt, teljist nú ekki veiddir lengur.“


Tengdar fréttir

Órekjanlegt hvaðan regnbogi úr eldi kemur

Allur regnbogasilungur sem hér er alinn í sjókvíum kemur frá sömu seiðaeldisstöðinni í Danmörku. Því er ekki hægt að rekja slysasleppingar til einstakra eldisfyrirtækja miðað við þá þekkingu sem fyrir liggur um eldið.

Málið snýr að öllu eldi í sjó

Jón Steinar Gunnlaugsson telur málsókn vegna leyfisveitingar á sjókvíaeldi Arnarlax í Arnarfirði aðeins þá fyrstu. Hagsmunirnir séu meiri en venja er.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×