Áhrifamenn í flokki Trump munu styðja rannsókn á meintum afskiptum Rússa Anton Egilsson skrifar 12. desember 2016 23:29 Donald Trump og fulltrúadeildarþingmaðurinn Paul Ryan. Tveir áhrifamenn innan Repúblikanaflokksins segjast munu styðja rannsókn á meintum afskiptum rússneskra stjórnvalda á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum. BBC greinir frá. Greint var frá því á laugardag að bandaríska leyniþjónustan, CIA, hefði komist að þeirri niðurstöðu í leynilegu minnisblaði að rússnesk stjórnvöld hafi skipt sér af forsetakosningunum í Bandaríkjunum til að hjálpa Donald Trump að sigra í kosningunum. Trump hefur neitað ásökununum staðfastlega. Fulltrúadeildarþingmaðurinn Paul Ryan og öldungadeildarþingmaðurinn Mitch McConnell, báðir flokksmenn í Repúblikanaflokknum, segja að öll afskipti erlendra aðila í kosningunum séu óásættanleg. Leyniþjónustunefndir muni rannsaka ásakanirnar. „Allar árásir erlendra aðila er varða netöryggi Bandaríkjanna eru óhugnanlegar og ég fordæmi allar tilraunir til slíks,” segir McConnell og bætti jafnframt við: „Rússar eru ekki vinir okkar.” Ryan tekur í sama streng í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér á Twitter en þar segist hann styðja áframhaldandi rannsóknir á netárásum erlendra þjóða. „Við verðum að berjast af krafti gegn netárásum erlendra aðila á lýðræðið okkar.” Segir Ryan og bætir við að öll afskipti rússneskra stjórnvalda séu sérstaklega varasöm enda hafi þau ítrekað gert í því að grafa undan hagsmunum Bandaríkjanna. Ekki skuli þó kasta vafa á niðurstöðu kosninganna Hann telur þó að ekki skuli kasta vafa á afgerandi niðurstöður kosninganna. „Á meðan við reynum að varðveita lýðræðið frá erlendum áhrifum skulum við þó ekki kasta vafa á hina skýru og afgerandi útkomu kosninganna.” Our Intelligence Committee has been working diligently on cyber threats to the US. This important work will continue & has my support. pic.twitter.com/FvcyVi4vMz— Paul Ryan (@SpeakerRyan) December 12, 2016 Donald Trump Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Fleiri fréttir Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Sjá meira
Tveir áhrifamenn innan Repúblikanaflokksins segjast munu styðja rannsókn á meintum afskiptum rússneskra stjórnvalda á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum. BBC greinir frá. Greint var frá því á laugardag að bandaríska leyniþjónustan, CIA, hefði komist að þeirri niðurstöðu í leynilegu minnisblaði að rússnesk stjórnvöld hafi skipt sér af forsetakosningunum í Bandaríkjunum til að hjálpa Donald Trump að sigra í kosningunum. Trump hefur neitað ásökununum staðfastlega. Fulltrúadeildarþingmaðurinn Paul Ryan og öldungadeildarþingmaðurinn Mitch McConnell, báðir flokksmenn í Repúblikanaflokknum, segja að öll afskipti erlendra aðila í kosningunum séu óásættanleg. Leyniþjónustunefndir muni rannsaka ásakanirnar. „Allar árásir erlendra aðila er varða netöryggi Bandaríkjanna eru óhugnanlegar og ég fordæmi allar tilraunir til slíks,” segir McConnell og bætti jafnframt við: „Rússar eru ekki vinir okkar.” Ryan tekur í sama streng í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér á Twitter en þar segist hann styðja áframhaldandi rannsóknir á netárásum erlendra þjóða. „Við verðum að berjast af krafti gegn netárásum erlendra aðila á lýðræðið okkar.” Segir Ryan og bætir við að öll afskipti rússneskra stjórnvalda séu sérstaklega varasöm enda hafi þau ítrekað gert í því að grafa undan hagsmunum Bandaríkjanna. Ekki skuli þó kasta vafa á niðurstöðu kosninganna Hann telur þó að ekki skuli kasta vafa á afgerandi niðurstöður kosninganna. „Á meðan við reynum að varðveita lýðræðið frá erlendum áhrifum skulum við þó ekki kasta vafa á hina skýru og afgerandi útkomu kosninganna.” Our Intelligence Committee has been working diligently on cyber threats to the US. This important work will continue & has my support. pic.twitter.com/FvcyVi4vMz— Paul Ryan (@SpeakerRyan) December 12, 2016
Donald Trump Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Fleiri fréttir Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Sjá meira