Sigurður Ingi vill helst mynda ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki og Vinstri grænum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. desember 2016 22:42 Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins. vísir/ernir Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, vill fá umboð til að mynda ríkisstjórn þegar þingmenn hafa klárað þau mál sem liggja fyrir Alþingi. Þá vill hann helst mynda þriggja flokka stjórn með Sjálfstæðisflokki og Vinstri grænum, en slík þriggja flokka stjórn hefði 39 manna meirihluta á þingi. Þetta kemur fram í samtali Sigurðar Inga við fréttastofu RÚV. Píratar skiluðu umboði sínu til stjórnarmyndunar á Bessastöðum í dag en flokkurinn hafði átt í óformlegum stjórnarmyndunarviðræðum við Vinstri græn, Samfylkinguna, Bjarta framtíð og Viðreisn. Í kjölfarið sendi Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, frá sér yfirlýsingu þar sem hann sagði þá stöðu sem upp er komin í stjórnarmyndun alvarlega. Hann hefði ákveðið að veita engum stjórnarmyndunarumboðið að sinni en hefði í staðinn hvatt forystufólk stjórnmálaflokkanna á þingi til að ráða ráðum sínum og kanna hvaða leiðir væru mögulegar við myndun ríkisstjórnar. Sigurður Ingi segir í samtali við RÚV að hann hafi ekki farið leynt með það að niðurstaða kosninganna hafi verið ákall um breiðari skírskotun frá hægri til vinstri. „[...] það eru annars vegar Sjálfstæðisflokkurinn og hins vegar VG, ég teldi að slík ríkisstjórn með Framsóknarflokknum sem miðjuflokknum væri mjög öflug ríkisstjórn. Það koma vissulega aðrir kostir til greina líka og þarf að skoða hvort það er í raun hægt að mynda meirihlutastjórn eða hvort menn þurfa að horfa til þess að hér sitji minnihlutastjórn og kosningar fyrr en síðar,“ sagði Sigurður Ingi. Fréttastofa hefur hvorki náð tali af Sigurði Inga né Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir í kvöld. Alþingi Kosningar 2016 Tengdar fréttir Benedikt um næstu skref: Menn ættu að fara yfir málin í rólegheitum "Menn fóru mjög vandlega yfir málin og ég held að það þurfi ekki að vera vafi um það hvar flokkarnir náðu ekki saman,“ segir formaður Viðreisnar. 12. desember 2016 16:51 Birgitta: Vantaði upp á vilja til að miðla málum í mjög stórum málum Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, sem skilaði umboði til stjórnarmyndunar í dag segir að það hafi vantað upp á vilja til að miðla málum í mjög stórum málum hjá flokkunum fimm. Hún vill þó ekki benda á einn flokk sem að viðræðurnar hafi strandað á. 12. desember 2016 18:36 Forseti Íslands segir alvarlega stöðu komna upp í stjórnarmyndun Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sendi frá sér yfirlýsingu rétt í þessu. 12. desember 2016 18:26 Mest lesið „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs Innlent „Ekki leika þennan leik“ Innlent Fleiri fréttir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, vill fá umboð til að mynda ríkisstjórn þegar þingmenn hafa klárað þau mál sem liggja fyrir Alþingi. Þá vill hann helst mynda þriggja flokka stjórn með Sjálfstæðisflokki og Vinstri grænum, en slík þriggja flokka stjórn hefði 39 manna meirihluta á þingi. Þetta kemur fram í samtali Sigurðar Inga við fréttastofu RÚV. Píratar skiluðu umboði sínu til stjórnarmyndunar á Bessastöðum í dag en flokkurinn hafði átt í óformlegum stjórnarmyndunarviðræðum við Vinstri græn, Samfylkinguna, Bjarta framtíð og Viðreisn. Í kjölfarið sendi Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, frá sér yfirlýsingu þar sem hann sagði þá stöðu sem upp er komin í stjórnarmyndun alvarlega. Hann hefði ákveðið að veita engum stjórnarmyndunarumboðið að sinni en hefði í staðinn hvatt forystufólk stjórnmálaflokkanna á þingi til að ráða ráðum sínum og kanna hvaða leiðir væru mögulegar við myndun ríkisstjórnar. Sigurður Ingi segir í samtali við RÚV að hann hafi ekki farið leynt með það að niðurstaða kosninganna hafi verið ákall um breiðari skírskotun frá hægri til vinstri. „[...] það eru annars vegar Sjálfstæðisflokkurinn og hins vegar VG, ég teldi að slík ríkisstjórn með Framsóknarflokknum sem miðjuflokknum væri mjög öflug ríkisstjórn. Það koma vissulega aðrir kostir til greina líka og þarf að skoða hvort það er í raun hægt að mynda meirihlutastjórn eða hvort menn þurfa að horfa til þess að hér sitji minnihlutastjórn og kosningar fyrr en síðar,“ sagði Sigurður Ingi. Fréttastofa hefur hvorki náð tali af Sigurði Inga né Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir í kvöld.
Alþingi Kosningar 2016 Tengdar fréttir Benedikt um næstu skref: Menn ættu að fara yfir málin í rólegheitum "Menn fóru mjög vandlega yfir málin og ég held að það þurfi ekki að vera vafi um það hvar flokkarnir náðu ekki saman,“ segir formaður Viðreisnar. 12. desember 2016 16:51 Birgitta: Vantaði upp á vilja til að miðla málum í mjög stórum málum Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, sem skilaði umboði til stjórnarmyndunar í dag segir að það hafi vantað upp á vilja til að miðla málum í mjög stórum málum hjá flokkunum fimm. Hún vill þó ekki benda á einn flokk sem að viðræðurnar hafi strandað á. 12. desember 2016 18:36 Forseti Íslands segir alvarlega stöðu komna upp í stjórnarmyndun Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sendi frá sér yfirlýsingu rétt í þessu. 12. desember 2016 18:26 Mest lesið „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs Innlent „Ekki leika þennan leik“ Innlent Fleiri fréttir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Sjá meira
Benedikt um næstu skref: Menn ættu að fara yfir málin í rólegheitum "Menn fóru mjög vandlega yfir málin og ég held að það þurfi ekki að vera vafi um það hvar flokkarnir náðu ekki saman,“ segir formaður Viðreisnar. 12. desember 2016 16:51
Birgitta: Vantaði upp á vilja til að miðla málum í mjög stórum málum Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, sem skilaði umboði til stjórnarmyndunar í dag segir að það hafi vantað upp á vilja til að miðla málum í mjög stórum málum hjá flokkunum fimm. Hún vill þó ekki benda á einn flokk sem að viðræðurnar hafi strandað á. 12. desember 2016 18:36
Forseti Íslands segir alvarlega stöðu komna upp í stjórnarmyndun Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sendi frá sér yfirlýsingu rétt í þessu. 12. desember 2016 18:26