Enski boltinn

Pogba dýrastur en Man. City eyddi mest

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Kaupin á Pogba dugðu ekki til að gera Man. Utd að eyðsluseggjum ársins.
Kaupin á Pogba dugðu ekki til að gera Man. Utd að eyðsluseggjum ársins. vísir/getty
Þær voru ekki litlar fjárhæðirnar sem ensku úrvalsdeildarliðin eyddu í leikmenn á árinu sem nú er að líða.

Man. Utd gerði Paul Pogba að dýrasta leikmanni heims er félagið greiddi rúmar 93 milljónir punda fyrir hann.

United fékk svo Eric Bailly á 30 milljónir punda og Henrikh Mkhitaryan kostaði 26,3 milljónir.

Man. City tókst samt að eyða meiru í leikmenn. John Stone kostaði 50 milljónir punda, Leory Sane kom á 37, Gabriel Jesus kostaði 27, Ilkay Gundogan fékkst á 21 millu og markvörðurinn Claudio Bravo kom frá Barcelona fyrir 17 milljónir punda. Aðrir kostuðu minna.

Antonio Conte reif upp veskið er hann kom til Chelsea og eyddi tæplega 120 milljónum punda. Arsenal eyddi síðan óvenju miklu í ár.

Þessi lið eyddu mest árið 2016 (tölur í milljónum punda):

1. Man. City - 174,2

2. Man. Utd - 149,5

3. Chelsea - 122,7

4. Arsenal - 93,1

5. Leicester - 76,7

6. Liverpool - 75

7. Watford - 72,1

8. Tottenham - 70,6

9. Everton - 65

10. Bournemouth - 56,6




Fleiri fréttir

Sjá meira


×