Enski boltinn

Berbatov vill koma aftur í ensku úrvalsdeildina

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Berbatov fagnar í leik með Fulham.
Berbatov fagnar í leik með Fulham. vísir/getty
Umboðsmaður Búlgarans Dimitar Berbatov hefur komið þeim skilaboðum á framfæri að Berbatov vilji ólmur snúa aftur í ensku úrvalsdeildina.

Þessi 35 ára gamli framherji er laus allra mála eftir að hafa verið leystur undan samningi hjá gríska liðinu PAOK Salonika í júní.

Umbinn segir að Berbatov telji sig eiga eitt ár inni og vilji endilega nýta það í að spila á Englandi.

Berbatov spilaði með Tottenham, Man. Utd og Fulham í enska boltanum frá 2006 til 2014. Hann vann deildina með Man. Utd 2009 og 2011. Seinna árið var hann markahæstur í deildinni ásamt Carlos Tevez.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×