Erlent

Móðir Carrie Fisher flutt á sjúkrahús

Samúel Karl Ólason skrifar
Debbie Reynolds og dóttir hennar Carrie Fisher.
Debbie Reynolds og dóttir hennar Carrie Fisher. Vísir/Getty
Debbie Reynolds, móðir Carrie Fisher, mun hafa verið flutt á sjúkrahús í kvöld eftir að hafa fengið slag. Samkvæmt TMZ var hún á heimili sonar síns að ræða útför Fisher, sem lést í gær, þegar hún fékk slag.



Reynoldds er 84 ára gömul leikkona og var hún flutt á sjúkrahús með sjúkrabíl. Samkvæmt People hefur samband Reynolds og Fisher verið stormasamt í gegnum árin, en voru þær orðnar mjög nánar á síðustu árum. Talsmaður slökkviliðsins í Los Angeles hefur staðfest við People að eldri kona hafi verið flutt á sjúkrahús frá heimili Todd Fisher, sonar Debbie.



Carrie Fisher, sem var 60 ára gömul, lést í gær eftir að hafa fengið hjartaáfall í flugi frá London til Los Angeles á föstudaginn.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×