Úrslita að vænta í tilraunum til myndunar ACD stjórnar Heimir Már Pétursson skrifar 28. desember 2016 11:49 Formenn flokkanna þriggja sem eru í viðræðum. Vísir/Vilhelm/Anton Leiðtogar stjórnmálaflokkanna láta ekki ná í sig þessar klukkustundirnar sem bendir til þess að einhverjar viðræður sé í gangi á milli þeirra. Líklegasta stjórnarmynstrið í stöðunni eins og hún er núna er þriggja flokka stjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. Fréttastofan hefur heimildir fyrir því að leiðtogar þessara flokka hafi átt fund í gær en sameiginlega hafa þessir þrír flokkar minnsta mögulega meirihluta á Alþingi eða 32 þingmenn. Staðan á taflborði stjórnmálanna hefur breyst eftir að Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins fékk umboð til myndunar ríkisstjórnar fljótlega eftir kosningar og náði þá ekki saman með Viðreisn og Bjartri framtíð. Bjarni sagði að þeim viðræðum loknum að meirihluti þessara þriggja flokka stæði of tæpt miðað við mögulegan málefnagrunn þeirra. Síðan þá hafa bæði Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna og Birgitta Jónsdóttir og viðræðuhópur hennar reynt að mynda fimm flokka ríkisstjórn án árangurs. Það eru því ekki margir leikir eftir í stöðunni. Guðni Th. Jóhannesson forseti íslands sagði í viðtali við fréttastofu á föstudag að hann væri bjartsýnn á að stjórn yrði mynduð fljótlega og sagðist ekki vera farinn að íhuga utanþingsstjórn. Formenn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar funduðu í gærdag og samkvæmt heimildum fréttastofu ætluðu þeir að funda aftur fyrir hádegi í dag. Enn eru það sjávarútvegs- og evrópumálin sem reynast erfiðust í viðræðum flokkanna en eins og staðan er nú hlýtur viljinn til að gefa eftir að hafa aukist, vilji menn á annað borð mynda starfhæfa ríkisstjórn. Sumir fullyrða aðformennirnir séu langt komnir með að landa samkomulagi og muni jafnvel ganga á fund forseta í dag eða á morgun. Kosningar 2016 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira
Leiðtogar stjórnmálaflokkanna láta ekki ná í sig þessar klukkustundirnar sem bendir til þess að einhverjar viðræður sé í gangi á milli þeirra. Líklegasta stjórnarmynstrið í stöðunni eins og hún er núna er þriggja flokka stjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. Fréttastofan hefur heimildir fyrir því að leiðtogar þessara flokka hafi átt fund í gær en sameiginlega hafa þessir þrír flokkar minnsta mögulega meirihluta á Alþingi eða 32 þingmenn. Staðan á taflborði stjórnmálanna hefur breyst eftir að Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins fékk umboð til myndunar ríkisstjórnar fljótlega eftir kosningar og náði þá ekki saman með Viðreisn og Bjartri framtíð. Bjarni sagði að þeim viðræðum loknum að meirihluti þessara þriggja flokka stæði of tæpt miðað við mögulegan málefnagrunn þeirra. Síðan þá hafa bæði Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna og Birgitta Jónsdóttir og viðræðuhópur hennar reynt að mynda fimm flokka ríkisstjórn án árangurs. Það eru því ekki margir leikir eftir í stöðunni. Guðni Th. Jóhannesson forseti íslands sagði í viðtali við fréttastofu á föstudag að hann væri bjartsýnn á að stjórn yrði mynduð fljótlega og sagðist ekki vera farinn að íhuga utanþingsstjórn. Formenn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar funduðu í gærdag og samkvæmt heimildum fréttastofu ætluðu þeir að funda aftur fyrir hádegi í dag. Enn eru það sjávarútvegs- og evrópumálin sem reynast erfiðust í viðræðum flokkanna en eins og staðan er nú hlýtur viljinn til að gefa eftir að hafa aukist, vilji menn á annað borð mynda starfhæfa ríkisstjórn. Sumir fullyrða aðformennirnir séu langt komnir með að landa samkomulagi og muni jafnvel ganga á fund forseta í dag eða á morgun.
Kosningar 2016 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira