Úrslita að vænta í tilraunum til myndunar ACD stjórnar Heimir Már Pétursson skrifar 28. desember 2016 11:49 Formenn flokkanna þriggja sem eru í viðræðum. Vísir/Vilhelm/Anton Leiðtogar stjórnmálaflokkanna láta ekki ná í sig þessar klukkustundirnar sem bendir til þess að einhverjar viðræður sé í gangi á milli þeirra. Líklegasta stjórnarmynstrið í stöðunni eins og hún er núna er þriggja flokka stjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. Fréttastofan hefur heimildir fyrir því að leiðtogar þessara flokka hafi átt fund í gær en sameiginlega hafa þessir þrír flokkar minnsta mögulega meirihluta á Alþingi eða 32 þingmenn. Staðan á taflborði stjórnmálanna hefur breyst eftir að Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins fékk umboð til myndunar ríkisstjórnar fljótlega eftir kosningar og náði þá ekki saman með Viðreisn og Bjartri framtíð. Bjarni sagði að þeim viðræðum loknum að meirihluti þessara þriggja flokka stæði of tæpt miðað við mögulegan málefnagrunn þeirra. Síðan þá hafa bæði Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna og Birgitta Jónsdóttir og viðræðuhópur hennar reynt að mynda fimm flokka ríkisstjórn án árangurs. Það eru því ekki margir leikir eftir í stöðunni. Guðni Th. Jóhannesson forseti íslands sagði í viðtali við fréttastofu á föstudag að hann væri bjartsýnn á að stjórn yrði mynduð fljótlega og sagðist ekki vera farinn að íhuga utanþingsstjórn. Formenn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar funduðu í gærdag og samkvæmt heimildum fréttastofu ætluðu þeir að funda aftur fyrir hádegi í dag. Enn eru það sjávarútvegs- og evrópumálin sem reynast erfiðust í viðræðum flokkanna en eins og staðan er nú hlýtur viljinn til að gefa eftir að hafa aukist, vilji menn á annað borð mynda starfhæfa ríkisstjórn. Sumir fullyrða aðformennirnir séu langt komnir með að landa samkomulagi og muni jafnvel ganga á fund forseta í dag eða á morgun. Kosningar 2016 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Leiðtogar stjórnmálaflokkanna láta ekki ná í sig þessar klukkustundirnar sem bendir til þess að einhverjar viðræður sé í gangi á milli þeirra. Líklegasta stjórnarmynstrið í stöðunni eins og hún er núna er þriggja flokka stjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. Fréttastofan hefur heimildir fyrir því að leiðtogar þessara flokka hafi átt fund í gær en sameiginlega hafa þessir þrír flokkar minnsta mögulega meirihluta á Alþingi eða 32 þingmenn. Staðan á taflborði stjórnmálanna hefur breyst eftir að Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins fékk umboð til myndunar ríkisstjórnar fljótlega eftir kosningar og náði þá ekki saman með Viðreisn og Bjartri framtíð. Bjarni sagði að þeim viðræðum loknum að meirihluti þessara þriggja flokka stæði of tæpt miðað við mögulegan málefnagrunn þeirra. Síðan þá hafa bæði Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna og Birgitta Jónsdóttir og viðræðuhópur hennar reynt að mynda fimm flokka ríkisstjórn án árangurs. Það eru því ekki margir leikir eftir í stöðunni. Guðni Th. Jóhannesson forseti íslands sagði í viðtali við fréttastofu á föstudag að hann væri bjartsýnn á að stjórn yrði mynduð fljótlega og sagðist ekki vera farinn að íhuga utanþingsstjórn. Formenn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar funduðu í gærdag og samkvæmt heimildum fréttastofu ætluðu þeir að funda aftur fyrir hádegi í dag. Enn eru það sjávarútvegs- og evrópumálin sem reynast erfiðust í viðræðum flokkanna en eins og staðan er nú hlýtur viljinn til að gefa eftir að hafa aukist, vilji menn á annað borð mynda starfhæfa ríkisstjórn. Sumir fullyrða aðformennirnir séu langt komnir með að landa samkomulagi og muni jafnvel ganga á fund forseta í dag eða á morgun.
Kosningar 2016 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira