Fjörug og flott "aðdáendamynd“ Tómas Valgeirsson skrifar 28. desember 2016 13:00 Rogue One er fyrst og fremst gerð fyrir aðdáendur – af aðdáanda. Ekki er hægt að segja að hún eigi mikið erindi til fólks sem er ekki á meðal þeirra. Hér áður fyrr þurftu Star Wars-aðdáendur að bíða í áraraðir á milli mynda. Eftir að Disney eignaði sér vörumerkið var strax séð til þess að breyta því og megum við núna búast við einni mynd á ári um ókomna tíð. En á meðan varan er í lagi er lítið út á það að setja, sérstaklega þegar lagt er upp úr því að víkka út þennan umfangsmikla og lokkandi kvikmyndaheim.Fólkið er að mestu svo þunnt að eftirminnilegasti karakter myndarinnar reynist vera vélmenni, sem Alan Tudyk ljær hressilega rödd sína.NordicPhotos/GettyRogue One er fyrsta „sjálfstæða“ eintakið í þessari seríu og í henni er tekin meiri áhætta en þeirri síðustu, The Force Awakens. Í þeirri mynd voru gömlu, sígildu hráefnin tekin og hnoðað í stóran nostalgíugraut. Að þessu sinni er hvorki einblínt á Jedi-riddara né Skywalker-fjölskylduna og stríðsmyndafílingurinn hefur allan forgang. Rogue One er forsaga og gerist skömmu fyrir atburði upprunalegu myndarinnar frá 1977, A New Hope. Hér segir frá hópi uppreisnarmanna sem komast yfir teikningar fyrsta Helstirnisins og þurfa að koma þeim í réttar hendur. Aðdáendur vita allir hvernig sú saga spilast út. Þetta er auðvitað gildran sem hægt er að lenda í með forsögur og getur verið erfitt að trekkja upp spennu þegar við vitum í raun hvernig myndin endar. Þá kemur það niður á skemmtanagildinu og hvort persónurnar nýju skilji eitthvað eftir eða ekki. Rogue One stenst fyrri kröfuna ágætlega en ekki alveg þá seinni.Leikhópur myndarinnar er bæði skotheldur og skemmtilega fjölbreyttur, þó persónusköpuninni (og þar með dramanu) sé eitthvað ábótavant. Lykilteymið fær ekki alveg það svigrúm sem þarf til að áhorfandinn tengist því og hverfa ýmsar aukapersónur algjörlega í bakgrunninn. Fólkið er að mestu svo þunnt að eftirminnilegasti karakter myndarinnar reynist vera vélmenni, sem Alan Tudyk ljær rödd sína hressilega. Felicity Jones hefur hins vegar mikla útgeislun í einvíðu aðalhlutverki. Mads Mikkelsen kemur líka sterkur inn og er leitt að við sjáum ekki meira af honum. Annars dúkkar gamli góði Svarthöfði upp í örlítilli gestarullu, ekkert meira. Hvað útlit snertir er lítið til að setja út á. Sviðsmyndir og allt umhverfi er grípandi (Hjörleifshöfðinn okkar tekur sig þarna sérlega vel út í upphafssenunum) og tökustíllinn er mátulega grófur, með litlausa áferð sem rammar inn rétta stríðsmyndatóninn. Brellurnar eru almennt góðar, með nokkrum undantekningum, til dæmis þegar kemur að tölvugerðri endursköpun á leikaranum Peter Cushing. Tónlistin eftir Michael Giacchino er sæmileg en hreyfir mest við þegar sígildir tónar John Williams lauma sér inn. Það vantar alla spennu og mætti vera meiri sál og kraftur í frásögninni. Í heildina er þetta furðu tómleg en flott aukasaga sem leiðir þó ágætlega inn í upprunalegu klassíkina. Leikstjórinn Gareth Edwards heldur keyrslunni þéttri. Fyrri helmingurinn er í rólegri kantinum en það er ekki fyrr en í lokaþriðjungnum sem orkan hrekkur í gang til fulls. Leikstjórinn mótar líka einhverjar flottustu orrustusenur sem hafa sést í seríunni. En Rogue One er fyrst og fremst gerð fyrir aðdáendur – af aðdáanda. Ekki er hægt að segja að hún eigi mikið erindi til fólks sem er ekki á meðal þeirra.Niðurstaða: Persónurnar eru heldur flatar og vantar alla spennu, en sjónarspilið stendur fyrir sínu og myndin stækkar Stjörnustríðsheiminn prýðilega. Bíó og sjónvarp Menning Star Wars Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Hér áður fyrr þurftu Star Wars-aðdáendur að bíða í áraraðir á milli mynda. Eftir að Disney eignaði sér vörumerkið var strax séð til þess að breyta því og megum við núna búast við einni mynd á ári um ókomna tíð. En á meðan varan er í lagi er lítið út á það að setja, sérstaklega þegar lagt er upp úr því að víkka út þennan umfangsmikla og lokkandi kvikmyndaheim.Fólkið er að mestu svo þunnt að eftirminnilegasti karakter myndarinnar reynist vera vélmenni, sem Alan Tudyk ljær hressilega rödd sína.NordicPhotos/GettyRogue One er fyrsta „sjálfstæða“ eintakið í þessari seríu og í henni er tekin meiri áhætta en þeirri síðustu, The Force Awakens. Í þeirri mynd voru gömlu, sígildu hráefnin tekin og hnoðað í stóran nostalgíugraut. Að þessu sinni er hvorki einblínt á Jedi-riddara né Skywalker-fjölskylduna og stríðsmyndafílingurinn hefur allan forgang. Rogue One er forsaga og gerist skömmu fyrir atburði upprunalegu myndarinnar frá 1977, A New Hope. Hér segir frá hópi uppreisnarmanna sem komast yfir teikningar fyrsta Helstirnisins og þurfa að koma þeim í réttar hendur. Aðdáendur vita allir hvernig sú saga spilast út. Þetta er auðvitað gildran sem hægt er að lenda í með forsögur og getur verið erfitt að trekkja upp spennu þegar við vitum í raun hvernig myndin endar. Þá kemur það niður á skemmtanagildinu og hvort persónurnar nýju skilji eitthvað eftir eða ekki. Rogue One stenst fyrri kröfuna ágætlega en ekki alveg þá seinni.Leikhópur myndarinnar er bæði skotheldur og skemmtilega fjölbreyttur, þó persónusköpuninni (og þar með dramanu) sé eitthvað ábótavant. Lykilteymið fær ekki alveg það svigrúm sem þarf til að áhorfandinn tengist því og hverfa ýmsar aukapersónur algjörlega í bakgrunninn. Fólkið er að mestu svo þunnt að eftirminnilegasti karakter myndarinnar reynist vera vélmenni, sem Alan Tudyk ljær rödd sína hressilega. Felicity Jones hefur hins vegar mikla útgeislun í einvíðu aðalhlutverki. Mads Mikkelsen kemur líka sterkur inn og er leitt að við sjáum ekki meira af honum. Annars dúkkar gamli góði Svarthöfði upp í örlítilli gestarullu, ekkert meira. Hvað útlit snertir er lítið til að setja út á. Sviðsmyndir og allt umhverfi er grípandi (Hjörleifshöfðinn okkar tekur sig þarna sérlega vel út í upphafssenunum) og tökustíllinn er mátulega grófur, með litlausa áferð sem rammar inn rétta stríðsmyndatóninn. Brellurnar eru almennt góðar, með nokkrum undantekningum, til dæmis þegar kemur að tölvugerðri endursköpun á leikaranum Peter Cushing. Tónlistin eftir Michael Giacchino er sæmileg en hreyfir mest við þegar sígildir tónar John Williams lauma sér inn. Það vantar alla spennu og mætti vera meiri sál og kraftur í frásögninni. Í heildina er þetta furðu tómleg en flott aukasaga sem leiðir þó ágætlega inn í upprunalegu klassíkina. Leikstjórinn Gareth Edwards heldur keyrslunni þéttri. Fyrri helmingurinn er í rólegri kantinum en það er ekki fyrr en í lokaþriðjungnum sem orkan hrekkur í gang til fulls. Leikstjórinn mótar líka einhverjar flottustu orrustusenur sem hafa sést í seríunni. En Rogue One er fyrst og fremst gerð fyrir aðdáendur – af aðdáanda. Ekki er hægt að segja að hún eigi mikið erindi til fólks sem er ekki á meðal þeirra.Niðurstaða: Persónurnar eru heldur flatar og vantar alla spennu, en sjónarspilið stendur fyrir sínu og myndin stækkar Stjörnustríðsheiminn prýðilega.
Bíó og sjónvarp Menning Star Wars Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira