Erlent

Auðveldara fyrir flugliða Korean Air að beita rafbyssum á farþega

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Flugliðar Korean Air munu munda rafbyssurnar oftar.
Flugliðar Korean Air munu munda rafbyssurnar oftar. Vísir/EPA
Flugliðar sem vinna fyrir Suður-Kóreska flugfélagið Korean Air fá nú að nota rafbyssur með einfaldari hætti gegn ofbeldisfullum farþegum um borð í flugvélum flugfélagsins. CNN greinir frá.

Ákvörðunin um þetta var tekin eftir atvik í síðustu viku þar sem söngvarinn Richard Marx, sem hve frægastur var á níunda áratugnum þurfti að yfirbuga drukkinn og ofbeldishneigðan farþega um borð í flugvél flugfélagsins. Marx gagnrýndi aðbúnað og þjálfun flugfreyja Korea Air harðlega á samfélagsmiðlum.  

Flugliðar um borð í vélum flugfélagsins hafa hingað til haft aðgang að slíkum vopnum, en einungis getað notað þau í allra ýtrustu nauðsyn.  Nú verður öllum flugliðum gerður greiðari aðgangur að vopnunum og heimild þeirra til notkunar á þeim gegn farþegum rýmkuð töluvert.

Í Suður-Kóreu hefur fjöldi tilkynninga um ofbeldi í flugvélum rúmlega þrefaldast á síðastliðnum fimm árum samkvæmt gögnum yfirvalda þar í landi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×