Erlent

Fimmti hver sænskur karl drekkur of mikið

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Vísir/GVA
Fimmti hver karl og áttunda hver kona í Svíþjóð drekka svo mikið áfengi að það er skaðlegt heilsu þeirra. Þetta sýna tölur frá sænsku lýðheilsustofnuninni. Tölurnar byggjast á heilsufarskönnun sem gerð var árin 2013 til 2016 meðal einstaklinga á aldrinum 16 til 84 ára.

Drykkjan er mismikil milli landsvæða. Í Kronobergsléni drekka 12 prósent íbúanna svo mikið áfengi að það getur skaðað heilsu þeirra samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni. Hlutfallið í Stokkhólmi er 19 prósent. 

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×