Enski boltinn

Mourinho vill að leikmenn United fái að hitta Ferguson

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Vinir. Það hefur alltaf verið kært með Mourinho og Ferguson.
Vinir. Það hefur alltaf verið kært með Mourinho og Ferguson. vísir/getty
Eftir að Sir Alex Ferguson hætti að stýra Man. Utd hætti hann að mæta á æfingasvæði félagsins. Þar til í vetur.

Núverandi stjóri félagsins, Jose Mourinho, er búinn að bjóða Skotanum reglulega í heimsókn og Sörinn hefur þegið það.

„Ég bauð honum svo hann gæti verið með fólkinu sínu. Ég vildi að leikmennirnir myndu sjá stóra kallinn og í leiðinni gætum við borðað saman og spjallað. Við nutum þess báðir,“ sagði Mourinho sem óttast ekki skugga Ferguson.

„Ég er ekki týpan sem sé drauga. Ég ber virðingu fyrir fortíðinni og veit að hann elskar félagið. Við eigum gott samband og ég veit að þetta er húsið hans. Ef hann vill koma hingað eða í búningsklefann þá veit hann að hann er meira en velkominn.“

Ferguson stýrði liði United í 26 ár og vann deildina þrettán sinnum, Meistaradeildina tvisvar, enska bikarinn fimm sinnum og deildabikarinn fjórum sinnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×