Erlent

Fyrstu réttarhöldin yfir grunuðum valdaránsmönnum hefjast í Tyrklandi

Atli Ísleifsson skrifar
Mikil öryggisgæsla var við dómshúsið í morgun.
Mikil öryggisgæsla var við dómshúsið í morgun. Vísir/AFP
Réttarhöld yfir 29 fyrrverandi lögreglumönnum hefjast í Tyrklandi í dag. Mennirnir eru grunaðir um að hafa vanrækt skyldur sínar í tengslum við hina misheppnuðu valdaránstilraun sem gerð var í Tyrklandi í sumar.

Eru þetta fyrstu réttarhöldin yfir grunaða sem taldir eru tengjast valdaránstilrauninni.

AP greinir frá því að saksóknarar hafi farið fram á að 21 hinna grunaða fái lífstíðardóm. Saksóknarar krefjast þess að hinir átta sem eftir standa verði dæmdir í fimmtán ára fangelsi fyrir aðild að hryðjuverkasamtökunum.

Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti sakar klerkinn Fethullah Gülen um að bera ábyrgð á valdaránstilrauninni en hann er í útlegð í Bandaríkjunum. Gülen neitar sjálfur sök.

Upp komst um valdaránstilraunina þann 15. júlí síðastliðinn.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×