„Ekki fræðilegur!“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 26. desember 2016 23:15 Frá fundi Donalds Trumps og Baracks Obama eftir að sá var kjörinn næsti forseti Bandaríkjanna. Vísir/Getty Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, gefur lítið fyrir yfirlýsingar Baracks Obama, núverandi forseta, um að sá síðarnefndi hefði getað unnið kosningarnar vestanhafs - hefði hann mátt bjóða sig fram aftur. Obama sagði í viðtali CNN, sem Vísir greindi frá fyrr í dag, að hann hefði fulla trú á því að sýn hans á Bandaríkin hefði enn hljómgrunn hjá meirihluta þjóðarinnar. „Ég hef fulla trú á þessari hugsjón vegna þess að ég er þess fullviss um að ef ég hefði boðið mig fram aftur, að þá hefði ég getað virkjað meirihluta bandarísku þjóðarinnar til þess að fylkja sér á bakvið hana“ sagði Obama.Sjá einnig: Obama: Ég hefði getað sigrað aftur Þessu er Donald Trump hjartanlega ósammála. „Obama segir að hann telji sig hafa getað unnið mig. Hann getur alveg sagt það en ég segi EKKI FRÆÐILEGUR! (e. no way!) - störf flytjast úr landi, ISIS, Obamacare o.s.frv.“ skrifaði hann á Twitter-síðu sína. President Obama said that he thinks he would have won against me. He should say that but I say NO WAY! - jobs leaving, ISIS, OCare, etc.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 26, 2016 Öll síðastnefndu atriðin í tísti Trumps báru reglulega á góma í kosningabaráttu hans - sem lauk eins og kunnugt er með sigri auðkýfingsins. Hann baunaði þó ekki einungis á forvera sinn á Twitter í kvöld. Sameinuðu þjóðirnar fengu að sama skapi að kenna á lyklaborði Trumps. Tístið, sem sjá má hér að neðan, má að öllum líkindum rekja til ályktunar Öryggisráðs SÞ gegn landnemabyggðum Ísraela.The United Nations has such great potential but right now it is just a club for people to get together, talk and have a good time. So sad!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 26, 2016 Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Obama: Ég hefði getað sigrað aftur Obama sagðist hafa full á trú á hugsjón sinni fyrir Bandaríkin. 26. desember 2016 17:23 Ísraelar saka Bandaríkin um að standa á bakvið ályktun öryggisráðsins Ísraelar hóta því jafnframt að láta Donald Trump, verðandi forseta Bandaríkjanna fá gögn sem sanna það. 26. desember 2016 23:07 Mest lesið Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Fleiri fréttir Trump Jr. á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Sjá meira
Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, gefur lítið fyrir yfirlýsingar Baracks Obama, núverandi forseta, um að sá síðarnefndi hefði getað unnið kosningarnar vestanhafs - hefði hann mátt bjóða sig fram aftur. Obama sagði í viðtali CNN, sem Vísir greindi frá fyrr í dag, að hann hefði fulla trú á því að sýn hans á Bandaríkin hefði enn hljómgrunn hjá meirihluta þjóðarinnar. „Ég hef fulla trú á þessari hugsjón vegna þess að ég er þess fullviss um að ef ég hefði boðið mig fram aftur, að þá hefði ég getað virkjað meirihluta bandarísku þjóðarinnar til þess að fylkja sér á bakvið hana“ sagði Obama.Sjá einnig: Obama: Ég hefði getað sigrað aftur Þessu er Donald Trump hjartanlega ósammála. „Obama segir að hann telji sig hafa getað unnið mig. Hann getur alveg sagt það en ég segi EKKI FRÆÐILEGUR! (e. no way!) - störf flytjast úr landi, ISIS, Obamacare o.s.frv.“ skrifaði hann á Twitter-síðu sína. President Obama said that he thinks he would have won against me. He should say that but I say NO WAY! - jobs leaving, ISIS, OCare, etc.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 26, 2016 Öll síðastnefndu atriðin í tísti Trumps báru reglulega á góma í kosningabaráttu hans - sem lauk eins og kunnugt er með sigri auðkýfingsins. Hann baunaði þó ekki einungis á forvera sinn á Twitter í kvöld. Sameinuðu þjóðirnar fengu að sama skapi að kenna á lyklaborði Trumps. Tístið, sem sjá má hér að neðan, má að öllum líkindum rekja til ályktunar Öryggisráðs SÞ gegn landnemabyggðum Ísraela.The United Nations has such great potential but right now it is just a club for people to get together, talk and have a good time. So sad!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 26, 2016
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Obama: Ég hefði getað sigrað aftur Obama sagðist hafa full á trú á hugsjón sinni fyrir Bandaríkin. 26. desember 2016 17:23 Ísraelar saka Bandaríkin um að standa á bakvið ályktun öryggisráðsins Ísraelar hóta því jafnframt að láta Donald Trump, verðandi forseta Bandaríkjanna fá gögn sem sanna það. 26. desember 2016 23:07 Mest lesið Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Fleiri fréttir Trump Jr. á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Sjá meira
Obama: Ég hefði getað sigrað aftur Obama sagðist hafa full á trú á hugsjón sinni fyrir Bandaríkin. 26. desember 2016 17:23
Ísraelar saka Bandaríkin um að standa á bakvið ályktun öryggisráðsins Ísraelar hóta því jafnframt að láta Donald Trump, verðandi forseta Bandaríkjanna fá gögn sem sanna það. 26. desember 2016 23:07