Obama: Ég hefði getað sigrað aftur Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 26. desember 2016 17:23 Barack Obama. Vísir/Getty Barack Obama, sem von bráðar verður fyrrverandi forseti Bandaríkjanna sagði í viðtali við CNN að hann teldi að hann hefði getað unnið kosningarnar í ár hefði hann boðið sig fram aftur. Hann sagðist jafnframt trúa því að hans hugsjón hefði ekki verið hafnað í nýafstöðnum kosningum. „Ég hef fulla trú á þessari hugsjón vegna þess að ég er þess fullviss um að ef ég hefði boðið mig fram aftur, að þá hefði ég getað virkjað meirihluta bandarísku þjóðarinnar til þess að fylkja sér á bakvið hana“ sagði Obama sem tók fram að í samtölum sínum við fólk víðsvegar um Bandaríkin hefði fólk, hvort sem það væri honum sammála eða ekki almennt sammælst um að sú vegferð sem Bandaríkin hefðu verið á undir hans stjórn hefði verið rétt. „Eftir kosningarnar núna og þá staðreynd að Trump sigraði í kosningunum hefur mikið af fólki sagt að þetta sé óskhyggja af minni hálfu“ sagði Obama um þá vonarhugmynd sem kosningateymi hans hefði keyrt á fyrir kosningarnar 2008. „Ég vil hinsvegar færa fyrir því rök að menningin hafi raunverulega breyst í landinu, að meirihluti þjóðarinnar trúi nú á Bandaríki sem séu umburðarlynd og fjölbreytt.“ Obama sagði jafnframt að hann teldi að kosningabarátta Demókrata hefði virt að vettugi stóran hóp kjósenda sem hafi ekki fundið á eigin skinni fyrir þeim árangri sem náðst hafi í efnahagsmálum ríkisins undanfarin ár. Hann tók þó fram að honum hefði fundist Hillary Clinton hafa staðið sig mjög vel í kosningabaráttunni og að ósigur hennar hefði að mörgu leyti mátt reka til neikvæðrar umfjöllunar fjölmiðla. Að sögn Obama verður hans fyrsta verk eftir að hann hefur klárað kjörtímabil sitt sem forseti að skrifa bók um reynslu sína af forsetaembættinu. Hann sagðist þó sjá fyrir sér að aðstoða framtíðarleiðtoga Demókrata á einhverjum tímapunkti. Þá sagði hann að ef hann teldi þess þurfa myndi hann sem almennur borgari tjá sig um málefni líðandi stundar. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Sjá meira
Barack Obama, sem von bráðar verður fyrrverandi forseti Bandaríkjanna sagði í viðtali við CNN að hann teldi að hann hefði getað unnið kosningarnar í ár hefði hann boðið sig fram aftur. Hann sagðist jafnframt trúa því að hans hugsjón hefði ekki verið hafnað í nýafstöðnum kosningum. „Ég hef fulla trú á þessari hugsjón vegna þess að ég er þess fullviss um að ef ég hefði boðið mig fram aftur, að þá hefði ég getað virkjað meirihluta bandarísku þjóðarinnar til þess að fylkja sér á bakvið hana“ sagði Obama sem tók fram að í samtölum sínum við fólk víðsvegar um Bandaríkin hefði fólk, hvort sem það væri honum sammála eða ekki almennt sammælst um að sú vegferð sem Bandaríkin hefðu verið á undir hans stjórn hefði verið rétt. „Eftir kosningarnar núna og þá staðreynd að Trump sigraði í kosningunum hefur mikið af fólki sagt að þetta sé óskhyggja af minni hálfu“ sagði Obama um þá vonarhugmynd sem kosningateymi hans hefði keyrt á fyrir kosningarnar 2008. „Ég vil hinsvegar færa fyrir því rök að menningin hafi raunverulega breyst í landinu, að meirihluti þjóðarinnar trúi nú á Bandaríki sem séu umburðarlynd og fjölbreytt.“ Obama sagði jafnframt að hann teldi að kosningabarátta Demókrata hefði virt að vettugi stóran hóp kjósenda sem hafi ekki fundið á eigin skinni fyrir þeim árangri sem náðst hafi í efnahagsmálum ríkisins undanfarin ár. Hann tók þó fram að honum hefði fundist Hillary Clinton hafa staðið sig mjög vel í kosningabaráttunni og að ósigur hennar hefði að mörgu leyti mátt reka til neikvæðrar umfjöllunar fjölmiðla. Að sögn Obama verður hans fyrsta verk eftir að hann hefur klárað kjörtímabil sitt sem forseti að skrifa bók um reynslu sína af forsetaembættinu. Hann sagðist þó sjá fyrir sér að aðstoða framtíðarleiðtoga Demókrata á einhverjum tímapunkti. Þá sagði hann að ef hann teldi þess þurfa myndi hann sem almennur borgari tjá sig um málefni líðandi stundar.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Sjá meira