Erlent

Hjartabilun dánarorsök George Michael

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
George Michael var skærasta poppstjarna Bretlands á níunda áratugnum en hann lést í gær 53 ára að aldri.
George Michael var skærasta poppstjarna Bretlands á níunda áratugnum en hann lést í gær 53 ára að aldri. vísir/getty
Hjartabilun var dánarorsök breska söngvarans George Michael en hann lést í gær, jóladag, langt fyrir aldur fram, aðeins 53 ára að aldri. Michael lést á heimili sínu í gærdag en það var framkvæmdastjóri hans sem greindi frá dánarorsök söngvarans.

 

Michael var skærasta poppstjarna Bretlands á níunda áratugnum en hann sló fyrst í gegn með hljómsveitinni Wham. Á meðal þekktustu laga sveitarinnar eru Wake Me Up Before you Go-Go og jólalagið Last Christmas sem nýtur enn mikilla vinsælda í desember.

 

Fyrsta sólóplata Michael, Faith, kom út árið 1987 og seldist í um 25 milljónum eintaka en alls hafa plötur þessa poppgoðs selst í meira en 100 milljónum eintaka um allan heim.

 

Líf söngvarans var þó langt í frá alltaf dans á rósum. Hann átti erfitt með að höndla heimsfrægð sína og misnotaði meðal annars eiturlyf. Þá var hann samkynhneigður en faldi þá staðreynd fyrir umheiminum allt fram til ársins 1998 þegar hann kom út úr skápnum eftir að hann var handtekinn fyrir ósæmilegt athæfi á almenningsklósetti í Beverly Hills í Kaliforníu.

Eins og gefur að skilja er ítarlega fjallað um lífshlaup og tónlistarferil Michael í breskum fjölmiðlum í dag. Hér má lesa umfjöllun Guardian um þessa dáðu poppstjörnu og hér má lesa umfjöllun Breska ríkisútvarpsins.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×