Erlent

Fimmtíu þúsund gert að yfirgefa heimili sín í Þýskalandi

Búið er að opna skóla og íþróttahús í borginni til að veita þeim húsaskjól sem ekki hafa í önnur hús að venda.
Búið er að opna skóla og íþróttahús í borginni til að veita þeim húsaskjól sem ekki hafa í önnur hús að venda. vísir/epa
Rúmlega fimmtíu þúsund íbúum í Augsburg í Suður-Þýskalandi var gert að yfirgefa heimili sín í morgun eftir ósprungin sprengja frá tímum seinni heimsstyrjaldar fannst í borginni. Um er ræða nærri tveggja tonna sprengju sem að öllum líkindum var varpað úr breskri sprengjuvél árið 1944 en miklar loftárásir voru gerðar á borgina á þeim tíma.

Sprengjan fannst á byggingarsvæði og var ákveðið að rýma öll hús í eins og hálfs kílómetra radíus frá staðnum. Þetta eru mestu rýmingar í Þýskalandi vegna sprengjuhættu frá lokum seinni heimsstyrjaldar.

Búið er að opna skóla og íþróttahús í borginni til að veita þeim húsaskjól sem ekki hafa í önnur hús að venda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×